Síða 1 af 2

Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 17:39
af bulldog
Ég fer fljótlega að leita mér að bíl sem má kosta um 300 þús. Hvernig bíl mynduð þið halda að ég gæti fengið fyrir þennan pening ? Þ.e. hvaða árgerð og tegund ? Hve mikið ekinn os.frv.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 17:49
af pattzi

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:01
af chaplin
Ef ég væri að skoða bíl á þessu verðbili myndi ég eingöngu skoða japanska bíla, sérstaklega Toyota eða Hondu þar sem viðhaldið og oftast lítið og ódýrt.

Ég myndi skjóta að fyrir 300.000kr gætiru fengið Toyota Corolla 97-99 og eknir um 150.000Km +/- 20.000Km. Bara leita vel og taka e-h með þér sem hefur vit á bílum þegar þú ert að fara skoða. Svo auðvita er verð á bílum aldrei heilagt, kunna að prútta (vera sanngjarn og ekki koma með dónaleg tilboð) og þá ertu góður. ;)

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:05
af halli7
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=8
eða
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=7
þetta eru bara einhverjar hugmyndir en taktu subaru , nissan eða toyotu það eru bílar sem eru ódýrir í viðhaldi

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:08
af biturk
halli7 skrifaði:http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=55&cid=153499&sid=196072&schid=93f6f12a-08c0-4070-b61c-386a81a47ea1&schpage=8
eða
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=7
þetta eru bara einhverjar hugmyndir en taktu subaru , nissan eða toyotu það eru bílar sem eru ódýrir í viðhaldi



ehhh nei, nissan varahlutir eru ótrúlegar dýrir og subaru er skohh ekki það ódýrasta í bransanum

en toyota er það aftur á móti, daihatsu eru ódýrir í viðhaldi líka


ef þú ert til í ða hækka þig um 200 þús þá á ég hinn fullkomna bíl handa þér :happy

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:09
af bulldog
Ég er svona að skoða þetta kaupi ekki bíl fyrir en eftir c.a. mánuð ef ég fæ jákvætt svar frá TR um styrkinn til bílakaupa. Er ekki um að gera að nota tímann þangað til í að finna rétta bílinn sem myndi passa fyrir mig ?

biturk : það er ekki spurning hvort ég væri til í það heldur bara hvað ég hef á milli handanna og það er því miður bara þessi tala 300.000 kr.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:13
af Frussi
Ég myndi reyna að finna mér vel með farinn Benz. Eflaust hægt að finna á eitthvað nær 200.000 og eyða svo aðeins í hann. Gefið að þeir hafi verið keyrðir "rétt" þá endist vélin alveg svakalega. Fínt að leita að bíl keyrðum í kringum 200þús km+. Þarna er ég að vísu að gefa mér að þú nennir að standa í smá dundi í bílnum ;)
Það eru búnir að vera svakalega margir benzar á götunni hérna í gegnum tíðina svo það er tiltölulega auðvelt að fá varahlutina í þá notaða.

http://www.spjall.stjarnan.is


@biturk
Daihatsu eru ekki beint ódýrir í viðhaldi ef þú finnur ekki varahlutina notaða. Ég á fjórhjóladrifinn Applause sem er víst ekkert svaka algengur og varahlutirnir kosta morðfjár frá umboðinu :thumbsd

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:15
af biturk
átt aldrei að kaupa frá umboði.........þetta vita allir :face þar er álagning 300 föld á hlutina nema kannski í toyota, ég hef rekið mig á hluti þar sem eru ódýrari en í n1 og stillingu

stilling
n1
ab varalhutir
bílabúð benna
kistufell

og fleiri staðir er það sem þú vilt versla á........eða gera eins og ég til dæmis og panta að utan sjálfur......sparar þér MARGAR krónur þannig :happy

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:17
af Frussi
Ég var heldur ekkert að segja að ég keypti frá umboðinu. Ég var að benda á að það er ekkert auðvelt að komast í varahluti fyrir hvaða týpu sem er. Annars mæli ég með Daihatsu Applause :happy

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:34
af blitz
Fann fínann 1999 Yaris 1L á 250þúsund á kvartmila.is fyrir 1 1/2 ári síðan.

Ekki slegið feilpúst!

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:36
af gissur1
'99 Corolla eða Avensis er skothelt

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:43
af coldcut
@Frussi: Ég hugsa nú ef hann er með svona rosalega takmarkað budget að þá sé hann ekki að fara að kaupa sér Benz sem þambar bensín...

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:56
af bulldog
er að pæla í yaris eða hyundai coupe hef átt báðar tegundir áður en hafa reynst mjög vel.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 18:58
af Predator
Ekki kaupa þér hyundai coupe, það er einhver ljótasti bíll sem hefur verið smíðaður.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 19:02
af biturk
hyundai reindar koma líka vel til greina, mín reynsla af coupe er mjög góð, reindu bara að finna þér 2.0l coupe og þá ertu góður, klikkað flottir bílar :happy

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 19:07
af bulldog
Ég átti svona Hyundai Coupe í denn.

Mynd

Það snýst ekki allt um hvað er flottast, best eða dýrast.


Ég verð að finna mér bíl sem rúmast innan budgetsins sem ég er með, eyðir ekki of miklu og að ég sé sáttur við hann.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 19:24
af gissur1

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 20:40
af demaNtur
ég er með 1500 civic rauðan 98 til sölu á einmitt 280þ :megasmile

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 20:41
af biturk
gissur1 skrifaði:http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=22&cid=244287&sid=191566&schid=2a57c5d7-d35c-462a-99d0-da29027fae50&schpage=1




hjérna........það vantar bíl utan um dekkin.........2 :svekktur

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 20:45
af SolidFeather
biturk skrifaði:hyundai reindar koma líka vel til greina, mín reynsla af coupe er mjög góð, reindu bara að finna þér 2.0l coupe og þá ertu góður, klikkað flottir bílar :happy


http://www.youtube.com/watch?v=7yl3UMO-TkE

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 20:45
af Frost
gissur1 skrifaði:http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=22&cid=244287&sid=191566&schid=2a57c5d7-d35c-462a-99d0-da29027fae50&schpage=1


Snilldar bílar :snobbylaugh

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 21:39
af rapport
Gamall VW Polo er málið... ódrepandi kvikindi.

Mamma keypti einn hvítann nýjan '99 og sá er enn gangandi í dag hjá litla bró á Reyðarfirði sem snattari. Hefur aldrei slegið feilpúst nema e-h smá rafmagnsvesen með annað afturljósið sem þurfti að draga í að nýju...

1000cc og svínvirkar....

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 21:44
af zedro
biturk skrifaði:
gissur1 skrifaði:http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=22&cid=244287&sid=191566&schid=2a57c5d7-d35c-462a-99d0-da29027fae50&schpage=1


hjérna........það vantar bíl utan um dekkin.........2 :svekktur

TÖFF TÖFF TÖFF :shock:

Eldsneyti / Vél
289 hö.

Dekk sem eru 289 hestöfl svíííít! :crazy

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 22:50
af capteinninn
Predator skrifaði:Ekki kaupa þér hyundai coupe, það er einhver ljótasti bíll sem hefur verið smíðaður.


Foreldrum mínum fannst það einhverja vegna góð hugmynd að redda bíl fyrir bróður minn og gáfu honum Hyundai Coupe.

Annars lentum við í einu fyndnu á honum þegar við vorum í göngunum og hann fer aftan á annan bíl fyrir framan sig á rúmlega 10-20 km hraða. Bæði var það góð tilviljun að bíllinn sem hann lenti á var gulur hyundai coupe og svo fór framendinn nánast alveg saman við þetta litla högg.

Re: Bíll fyrir 300 þús.

Sent: Þri 17. Maí 2011 23:02
af Hvati
Suzuki Vitara :happy