Síða 1 af 1
Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Fös 12. Sep 2025 22:30
af Tóti
Hafið þið reynslu að kaupa bílavarahluti af þessari vefsíðu?
https://www.rockauto.com/
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Fös 12. Sep 2025 22:49
af rostungurinn77
Ekki ég persónulega en nógu margir í kringum mig.
Þú pantar, það kemur og ekkert vesen.
En potþétt einhver ósáttur viðskiptavinur einhversstaðar.
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Fös 12. Sep 2025 23:03
af olihar
Solid
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Fös 12. Sep 2025 23:06
af gunnimikki
Já, góð síða.
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Lau 13. Sep 2025 00:01
af rapport
Fín síða en notaðu filterana rétt og þeir haldast ekki alltaf, fylgjast með.
Hef tvisvar gert dýr mistök í innkaupum þarna.... en á hálfan ísskáp af seglum frá þeim... þar til þeir gátu ekki spreðað lengur í slíkt kínadót...
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Lau 13. Sep 2025 00:46
af littli-Jake
Passaðu bara að þeir eru með nokkur vöruhús. Að panta 3 hluti sem allir koma frá sitthvoru vöruhúsinu er dýrt í shipping. Annars er þetta snild.
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Lau 13. Sep 2025 16:46
af Frost
Góð reynsla hjá mér fyrir utan þegar ég keypti bremsudælur í bílinn hjá mér um árið. Þá kom í ljós að það eru mismunandi bremsudælur í bílnum eftir markaði og ég fékk af amerískum markaði. Passaði ekki.
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Lau 13. Sep 2025 20:10
af olihar
Frost skrifaði:Góð reynsla hjá mér fyrir utan þegar ég keypti bremsudælur í bílinn hjá mér um árið. Þá kom í ljós að það eru mismunandi bremsudælur í bílnum eftir markaði og ég fékk af amerískum markaði. Passaði ekki.
Það er varla rock að kenna

Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Lau 13. Sep 2025 23:08
af MuffinMan
Mæli með búinn að kaupa yfir 30 pantanir bara fara vel yfir hvað þig vantar í bílinn þinn því oft nokkrar tegundir í sama bíl bara skoða vel í bílnum hjá þér áður en þú pantar og eins og var sagt hér að ofan að það eru nokkur vöruhús og best að reyna panta allt frá sama húsi annars bætist við meira sendingar gjald á pöntunina
Re: Kaupa bílavarahluti hjá Rockauto
Sent: Sun 14. Sep 2025 17:05
af Frost
olihar skrifaði:Frost skrifaði:Góð reynsla hjá mér fyrir utan þegar ég keypti bremsudælur í bílinn hjá mér um árið. Þá kom í ljós að það eru mismunandi bremsudælur í bílnum eftir markaði og ég fékk af amerískum markaði. Passaði ekki.
Það er varla rock að kenna

Það var ekki svosem punkturinn hjá mér. Oft getur verið munur á milli bíla eftir markaðssvæðum. Ekki Rockauto að kenna en bara hafa varann á.