Síða 1 af 1

Nýlegur gormur farinn eftir minna en ár

Sent: Mið 23. Júl 2025 09:23
af Fennimar002
Sælir vaktarar,

lenti í því í morgun að gormurinn að framan v/m gaf sig rétt fyrir útilegu. Fyrir rúmlega 8-10 mánuðum var þessi gormur settur í af fyrri eiganda. Veit af því að fyrri eigandi keypti gorminn af BL og lét setja í af öðru verkstæði.
Hvað halda fróðari menn að gæti hafa valdið þessu 8-10 mánuðum eftir að hann var settur í? Illa gert verk?

Um er að ræða 2016 Nissan Qashqai

Vitiði um eotthvað verkstæði sem gæti tekið að sér að skipta um fyrir seinniparts föstudags? :-"

Re: Nýlegur gormur farinn eftir minna en ár

Sent: Mið 23. Júl 2025 09:37
af KaldiBoi
Myndi frekar smíða minn eigin gorm úr smjöri áður en ég færi að versla við BL.
Svo að komast á verkstæði með svona skömmum fyrirvara þegar sumarfríin eru í hápunkti er ansi hæpið, enn ég myndi byrja að hringja í öll möguleg verkstæði, BFÓ er mögulega líklegri en önnur þar sem þeir eru með margar lyftur.

Re: Nýlegur gormur farinn eftir minna en ár

Sent: Mið 23. Júl 2025 10:31
af Fennimar002
Já, þetta er ömurlegur tími fyrir þetta vesen. En ég meina...

Þeir hjá BJB voru búnir að bjóðast til að fá mann eða tvo til að gera þetta í eftirivnnu, svo var annað verkstæði á völlunum sem sagist geta gert þetta fyrir helgi allavega fyrir mig.

Re: Nýlegur gormur farinn eftir minna en ár

Sent: Mið 23. Júl 2025 11:23
af worghal
checkaðu á Littli-Jake

Re: Nýlegur gormur farinn eftir minna en ár

Sent: Mið 23. Júl 2025 11:59
af Fennimar002
worghal skrifaði:checkaðu á Littli-Jake


Tjékka á Litla :happy