Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7387
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1117
Staða: Ótengdur

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Pósturaf rapport » Mán 15. Júl 2024 09:33

Í dag eru bifreiðagjöld út frá þyngd og CO2 stuðli en eru óháð akstri, og verða það áfram.

Í dag er greitt olíugjald þannig að bílum sem eyða miklu er refsað fyrir lélega nýtingu á eldsneyti.

Framtíðin verður sú að maður fær mest fyrir peninginn með því að aka um á V8 pickup sem er 3400kg... það gæti jafnvel orðið ódýrara með nýju fyrirkomulagi.

Nýja fyrirkomulagið bitnar helst á sparneytnum fjölskyldubílum sem eru mikið notaðir = ekki það sem almenningur þarf.

Þetta fyrirkomulag styður einnig við það að fólk fái sér tvo bíla og keyri hvern bíl minna = hjálpar ekki plánetunni.
Síðast breytt af rapport á Mán 15. Júl 2024 09:34, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6342
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 448
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Pósturaf worghal » Mán 15. Júl 2024 09:46

rapport skrifaði:Í dag eru bifreiðagjöld út frá þyngd og CO2 stuðli en eru óháð akstri, og verða það áfram.

Í dag er greitt olíugjald þannig að bílum sem eyða miklu er refsað fyrir lélega nýtingu á eldsneyti.

Framtíðin verður sú að maður fær mest fyrir peninginn með því að aka um á V8 pickup sem er 3400kg... það gæti jafnvel orðið ódýrara með nýju fyrirkomulagi.

Nýja fyrirkomulagið bitnar helst á sparneytnum fjölskyldubílum sem eru mikið notaðir = ekki það sem almenningur þarf.

Þetta fyrirkomulag styður einnig við það að fólk fái sér tvo bíla og keyri hvern bíl minna = hjálpar ekki plánetunni.

ég á tvo bíla núna, annar er 2015 golf bensínbíll og hinn er 2019 passat gte hybrid.
þeir eru báðir með sama bifreiðagjaldið ásamt því að hybrid bíllinn er með kílómetragjald, finnst þetta pínu skrítið að ég sé að borga meira með hybrid bílnum.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7387
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1117
Staða: Ótengdur

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Pósturaf rapport » Mán 15. Júl 2024 09:59

worghal skrifaði:
rapport skrifaði:Í dag eru bifreiðagjöld út frá þyngd og CO2 stuðli en eru óháð akstri, og verða það áfram.

Í dag er greitt olíugjald þannig að bílum sem eyða miklu er refsað fyrir lélega nýtingu á eldsneyti.

Framtíðin verður sú að maður fær mest fyrir peninginn með því að aka um á V8 pickup sem er 3400kg... það gæti jafnvel orðið ódýrara með nýju fyrirkomulagi.

Nýja fyrirkomulagið bitnar helst á sparneytnum fjölskyldubílum sem eru mikið notaðir = ekki það sem almenningur þarf.

Þetta fyrirkomulag styður einnig við það að fólk fái sér tvo bíla og keyri hvern bíl minna = hjálpar ekki plánetunni.

ég á tvo bíla núna, annar er 2015 golf bensínbíll og hinn er 2019 passat gte hybrid.
þeir eru báðir með sama bifreiðagjaldið ásamt því að hybrid bíllinn er með kílómetragjald, finnst þetta pínu skrítið að ég sé að borga meira með hybrid bílnum.


Ef golfinn eyðir 6L/100km en Passatinn 3L/100km þá jafngildir það 10kr. pr. km á Golf en 5kr. pr. km á Passatnum

Þegar Golfinn er kaldur þá eyðir hann mest, fyrstu 20km en Passatinn kemst kannski þessa fyrstu 20 á batterýinu og vélin "forhituð" og fín þegar hún loksins kickar inn.

Er ekki verra fyrir þig ef báðir bílarnir þurfa að borga sama gjald fyrir ekna km ?