Dúlli skrifaði:Frantic skrifaði:Dúlli skrifaði:Frantic skrifaði:Dúlli skrifaði: djöfulsins fáviti ! sæll, hefðir ekki átt að hleypa hann framhjá. Hef lent í svona einstaklingum og þetta er bara sorglegt að fólk lætur svona og verður að negla að bremsur. Líka það að hann leyfði þér ekki fara á vinstri akrein, sá að þú varst að skipta og það gerði hann líka
En þetta er mjög flott vona að sjá fleiri myndbönd, hvernig græju ertu að nota í þetta ? hvernig upplausn ? hvernig endist batterý-ið ? hvernig er þetta í myrkri ?
Þetta er ekkert sérstök myndavél sem ég er með en hún lítur svona út.
Virkar ekkert sérstaklega vel í myrkri en ég held að maður sjái samt alveg hvað er að gerast enda nóg af infrared perum á þessu.
Það er batterí í tækinu en ég er bara alltaf með það í sambandi. Nenni ekki að spá í að hlaða þetta alltaf.
Kveiknar á henni þegar ég starta bílnum og slökknar líka þegar ég drep á honum.
Getur örugglega fundið betri hér.
Er akkurat búin að vera að skoða svona græjur eftir að mótorhjóla gaur svinaði á mig og ég keyrði næstum því yfir hann. Búin að vera að skoða þetta á AliExpress og DX.com þetta er allt eithvað kína dót og maður vonast að hitta á eithvað sem virkar
Ég einmitt splæsti í þessa vél því að það var náungi sem keyrði næstum því á mig tvisvar sinnum.
Fáránleg tilviljun að ég hitti hann aftur vikum seinna og hann tók næstum því húddið af bílnum hjá mér í annað skiptið.
Þá hugsaði ég með mér að það væri fáránlegt að vera ekki með svona myndavél í bílnum.
Þetta er bara að breytast í rússland þar sem svona tæki er bara must í bíl. Að auki ef eithvað skeður þá er þetta bara sönnun um að maður sé í rétti.
Algjörlega, vona að það séu fleiri hérna sem geta deilt myndböndum úr umferðinni.
Eru ekki einhverjir atvinnubílstjórar hérna?