GuðjónR skrifaði:Danni V8 skrifaði:-fullt af góðum upplýsingum-
Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Ég var að tala við AB varahluti, fer þangað á eftir og fæ nýja (rétta) klossa.
Ætla að kaupa tvo nýja diska líka 11.220 kr. settið með 15% afsl.
Þeir selja rauða olíu í béfum, ætla að fá svoleiðis hjá þeim til að smokra undir gúmmíið sem ég var búinn að fokka upp með Sonax sprayinu.
Kannski bjargast gúmmíið frá því að stækka um eitt númer.
Síðan ætla ég að pússa upp kjálkann sem spennan gengur í og setja þetta saman, og reyna að fá skoðun á bílinn.
En það sem þarf að gera í framhaldinu er að skipa um dælusett og stimpil, ég hugsa að ég láti fagmann um það, sé fyrir mér að bremsuvökvi leki út um allt ef ég fer að taka stimpilinn úr. Dælusett og einn stimpill kosta 7300 saman.
Það er líka rifin öxulhosa þeim megin sem þetta er bilað, það væri sennilegast best að láta laga þetta tvennt í einu þá þarf bara að rífa þetta einu sinni í sundur.
þú skiptir um báða stimplana og öll gúmmí fyrst þú ert að gera þetta og ég myndi gera það um leið og þu setur nýja diska og klossa í annars gæti þetta endað svipað eða allavega að einn klossinn fari að eyðast