Vantar álit á skemmdu dekki

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17105
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2325
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar álit á skemmdu dekki

Pósturaf GuðjónR » Mán 15. Sep 2025 19:54

Jæja félagar.

Er þetta dekk ónýtt? Keyrði á blað úr dúkahníf eða eitthvað álíka, fór strax á felguna. Skurðurinn virðist vera um 3 cm á lengd. Mest hræddur um að þetta hafi tekið með sér þræðina í dekkinu, og þá er dekkið væntanlega ónýtt. Er ekki tóm vitleysa að reyna að laga þetta eða setja slöngu í dekkið?
Dekkið er með 5.5 mm mynsturdýpt en stálblaðið lenti á miðjum barðanum, á milli kubbanna.

Hvað mynduð þið gera?
Viðhengi
IMG_6551.jpeg
IMG_6551.jpeg (845.69 KiB) Skoðað 659 sinnum
IMG_6475.jpeg
IMG_6475.jpeg (1.15 MiB) Skoðað 659 sinnum
IMG_6466.jpeg
IMG_6466.jpeg (1.26 MiB) Skoðað 659 sinnum
IMG_6462.jpeg
IMG_6462.jpeg (854.43 KiB) Skoðað 659 sinnum
Síðast breytt af GuðjónR á Mán 15. Sep 2025 22:16, breytt samtals 1 sinni.




Hlynzi
</Snillingur>
Póstar: 1000
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 48
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skemmdum dekki

Pósturaf Hlynzi » Mán 15. Sep 2025 22:20

Svona oftast er hægt að laga nagla og álíka sem fer í gegnum dekkið á munstrinu. Ef þetta gerist á hliðinni er það yfirleitt alltaf ónýtt. Ég myndi athuga hvað dekkjaverkstæði segir varðandi þetta, það gæti verið séns að bjarga þessu.


Hlynur

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17105
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2325
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skemmdu dekki

Pósturaf GuðjónR » Þri 16. Sep 2025 11:58

Það er rétt, @Hlynzi. Best er að láta fagmenn skoða þetta. Ég held að skynsamlegasta leiðin sé að kaupa fjögur ný heilsársdekk. Setja eitt strax komið á felguna í stað þess sem sprakk og hin undir eftir 4-6 vikur. Þetta eru Michelin Alpin 6, en Costco er komin með nýju Michelin Alpin 7, sem kostar 20.000 krónur stykkið komið á felguna. Þá get ég skoðað skemmda dekkið betur, þ.e. þegar það er komið af felgunni sést betur innan frá hversu skemmt það er. Gömlu dekkin má svo nota sem sumardekk. :happy



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2775
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 528
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skemmdu dekki

Pósturaf Moldvarpan » Þri 16. Sep 2025 14:10

Er ekki hægt að setja stóran svepp inn í það á verkstæði?




oskarom
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 326
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skemmdu dekki

Pósturaf oskarom » Þri 16. Sep 2025 14:20

Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta dekk sé viðgerðarhæft eða ekki.

Vildi bara deila minni reynslu af akkúrat þessari tengd dekkja, var með þau undir Nissan Leaf (fyrstu kynslóð) þau urðu alveg svakalega léleg að vetrarlagi þegar þau byrjuðu að slitna, var frekar óánægður með þau.

Ég endaði á að henda þeim og fór í Nokian Hakkapeliitta R5 (fór ekki í "EV" dekkið þar sem Nissan Leaf er frekar léttur). Þau eru búin að reynast margfalt betur í vetrarfærðinni, eiginlega eins og nótt og dagur, finnst þau líka mun betri á blautu malbiki og ekkert síðri á þuru.

Bara food for thought...



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17105
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2325
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skemmdu dekki

Pósturaf GuðjónR » Þri 16. Sep 2025 17:46

Uppfært: Fór í Costco og keypti fjögur Michelin Alpin 7. Eitt fór strax á felguna og fer fljótlega undir bílinn, en hin þrjú fara undir um miðjan október. Við tókum gamla dekkið af og það var alveg búið, stór skurður að innan og fullt af gúmmíkuski inni í því. Það var því ekkert sem hægt var að bjarga með svepp eða viðgerð.

@oskarom Mín upplifun af Alpin 6 er hins vegar mjög góð, núverandi umgangur sem fór undir í október 2022 er kominn rúma 40 þús. km og hefur haldið sig vel, mynstursdýpt er enn 5.5 mm af upphaflegum 8 mm. Þannig að upplifunin virðist greinilega mjög mismunandi eftir bíl og notkun.




oskarom
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 326
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skemmdu dekki

Pósturaf oskarom » Mið 17. Sep 2025 10:03

Munurinn var aðallega í hálku og snjó, Alpin 6 á móti R5 er bara svart hvítt, jafnvel þegar Alpin 6 voru ný.

Alpin 7 líta reyndar margfalt meira sannfærandi út en Alpin 6. Mun betur skorin, svipa reyndar töluvert til R5 hvað það varðar.

Af forvitni hvað kostaði gangurinn og í hvaða stærð?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17105
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2325
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skemmdu dekki

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Sep 2025 11:09

oskarom skrifaði:Af forvitni hvað kostaði gangurinn og í hvaða stærð?

195x65x15, Michelin Alpine 7 kostar 19.999.- stykkið með umfelgun, þ.e. undir bilinn komið. Ég borgaði 79.996.- fyrir fjögur stykki í Costco.
Viðhengi
IMG_6587.jpeg
IMG_6587.jpeg (4.7 MiB) Skoðað 129 sinnum
IMG_6601.jpeg
IMG_6601.jpeg (3.75 MiB) Skoðað 129 sinnum
IMG_6606.jpeg
IMG_6606.jpeg (642.06 KiB) Skoðað 129 sinnum
IMG_6607.jpeg
IMG_6607.jpeg (434.27 KiB) Skoðað 129 sinnum