Ég var að kaupa Nissan Leaf 2018. Ég er full viss um að einhver hérna sé búinn að leysa þessi "vandamál".
Hann er með carplay, ef þú ert með kapal, en svo virðist sem iPhone-inn minn sé of nýr og tækið kvartar undan því að ég sé með of gamla útgáfu. Er eitthvað hægt að gera hérna?
GPS navigation kerfið heldur að bíllinn sé staddur í Englandi. Er þetta eitthvað stilli atriði?
Bíllinn á að geta notað Nissan Leaf connect app, en ef ég reyni að nota appið þá fæ ég ekki að stofna nýjann aðgang og svo las ég að bíllinn var með eitthvað GSM1 kerfi (edge?) sem er ekki lengur stutt neinsstaðar. Fyrir utan að setja pung í bílinn sjálfur, er eitthvað hægt að gera?
Nissan Leaf 2018 (never mind)
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 123
- Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Nissan Leaf 2018 (never mind)
Síðast breytt af traustitj á Fim 10. Júl 2025 14:41, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Kóngur
- Póstar: 6585
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 362
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nissan Leaf 2018 (never mind)
Endilega settu lausnina hingað inn. Það hjálpar framtíðar notendum sem eru í sömu vandamálum.
"Give what you can, take what you need."
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 123
- Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Nissan Leaf 2018 (never mind)
Carplay virkar bara, hann er bara mjög picky á að kapallinn sé góður.
GPS Navigation, minn virðist bara ekki hafa Ísland á kortinu, Ísland er bara grátt. Þarf að athuga hvort það kosti eitthvað. Fann á netinu nýtt SD kort með "latest" korti á aðeins $300. Ég þarf að heyra í BL í sambandi við þetta, en ekki eins og þess þurfi því ég er jú með Carplay.
Varðandi það að fá Nissan Connect EV appið til að virka. Það þarf að fara á https://is.nissanconnect.eu/is-is/CsmSu ... rt?ev=true
Allar leiðbeiningar eru á Íslensku.
Í stuttu máli, þú býrð til aðgang þarna á vefnum. Ekki hægt að gera það í appinu. Þú síðan ferð í Bílskúrinn og setur inn verksmiðjunúmerið á bílnum. Ég fékk alltaf villu þarna. Hún er útaf því að einhver annar hefur skráð bílinn áður. Þú bara hringir í BL, gefur upp nafnið þitt og bílnúmer, þeir tékka á þessu og leysa bílinn af hinum aðganginum. Eftir nokkra tíma, 2 tímar hjá mér þá gat ég bætt við bílnum.
Þá þurfti ég að ýta á takka á síðunni um að sannreyna það að ég ætti bílinn, fara út í bíl, kveikja á honum, ýta á agree á skjánum. Hafa hann í gangi í rúma mínútu, svo bara slökkva á honum og fara aftur í tölvuna. Þá bara bættist hann við.
Þá bara ertu búinn. Appið kemur bara skemmtilega á óvart, betra en ég hefði þorað að vona.
GPS Navigation, minn virðist bara ekki hafa Ísland á kortinu, Ísland er bara grátt. Þarf að athuga hvort það kosti eitthvað. Fann á netinu nýtt SD kort með "latest" korti á aðeins $300. Ég þarf að heyra í BL í sambandi við þetta, en ekki eins og þess þurfi því ég er jú með Carplay.
Varðandi það að fá Nissan Connect EV appið til að virka. Það þarf að fara á https://is.nissanconnect.eu/is-is/CsmSu ... rt?ev=true
Allar leiðbeiningar eru á Íslensku.
Í stuttu máli, þú býrð til aðgang þarna á vefnum. Ekki hægt að gera það í appinu. Þú síðan ferð í Bílskúrinn og setur inn verksmiðjunúmerið á bílnum. Ég fékk alltaf villu þarna. Hún er útaf því að einhver annar hefur skráð bílinn áður. Þú bara hringir í BL, gefur upp nafnið þitt og bílnúmer, þeir tékka á þessu og leysa bílinn af hinum aðganginum. Eftir nokkra tíma, 2 tímar hjá mér þá gat ég bætt við bílnum.
Þá þurfti ég að ýta á takka á síðunni um að sannreyna það að ég ætti bílinn, fara út í bíl, kveikja á honum, ýta á agree á skjánum. Hafa hann í gangi í rúma mínútu, svo bara slökkva á honum og fara aftur í tölvuna. Þá bara bættist hann við.
Þá bara ertu búinn. Appið kemur bara skemmtilega á óvart, betra en ég hefði þorað að vona.
-
- Kóngur
- Póstar: 6585
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 362
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nissan Leaf 2018 (never mind)
snilld! Takk fyrir góðar upplýsingar 

"Give what you can, take what you need."