Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Fös 04. Okt 2024 22:03

Mér er sagt að mikið af rafmagnsbílum fari bara í ruslið þegar batterýið er orðið lélegt...

Er það raunin?




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf gunni91 » Fös 04. Okt 2024 22:14

rapport skrifaði:Mér er sagt að mikið af rafmagnsbílum fari bara í ruslið þegar batterýið er orðið lélegt...

Er það raunin?


Þekki ekki nákvæmlega tilfellið fyrir teslu en margir framleiðendur bjóða uppá nýjar og/eða uppgerðar rafhlöður.

Flestir framleiðendur eru með 8 ára ábyrgð gegn rýmdartapi, oft miðað við ca 70% state of charge.

Oft svarar það ekki kostnaði að skipta rafhlöðu út vegna aldurs en það eru t.d.mjög margir 10-11 ára nissan leaf á götunni í fullu fjöri með orginal rafhlöður.

Markaðsvirði á þeim er kannski milljón kall svo það segir sig sjálft að það mun aldrei borga sig að skipta um rafhlöðu í þetta gömlum bíl.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf littli-Jake » Fös 04. Okt 2024 22:23

Ég veit svosem ekki með teslu en það er allavega ekki mikið um að það sé skipt um batterí í gömlu Nissan leaf


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Fös 04. Okt 2024 22:47

gunni91 skrifaði:
rapport skrifaði:Mér er sagt að mikið af rafmagnsbílum fari bara í ruslið þegar batterýið er orðið lélegt...

Er það raunin?


Þekki ekki nákvæmlega tilfellið fyrir teslu en margir framleiðendur bjóða uppá nýjar og/eða uppgerðar rafhlöður.

Flestir framleiðendur eru með 8 ára ábyrgð gegn rýmdartapi, oft miðað við ca 70% state of charge.

Oft svarar það ekki kostnaði að skipta rafhlöðu út vegna aldurs en það eru t.d.mjög margir 10-11 ára nissan leaf á götunni í fullu fjöri með orginal rafhlöður.

Markaðsvirði á þeim er kannski milljón kall svo það segir sig sjálft að það mun aldrei borga sig að skipta um rafhlöðu í þetta gömlum bíl.


Hefði akkúrat haldið að verð rafbíla væri reiknað m.t.t. aldurs og ástands rafhlöðu.

Rétt eins og tímareim er gefin út fyrir 6 ár eða 100þ. km þá er hún verðlaus eftir það og í raun orðin "liability" því það er ekki hægt að treysta á hana.

Að sama skapi þá er rétt að finna markarðsvirði rafmagnsbíls með einhverri formúlu þar sem t.d. bílinn kostar í upphafi X (100%-Y) þar sem yfirvofandi rafhlöðuskipti eru Y

Bílinn afskrifast á 14 árum en rafhlaðan á 7 = eftir 7 ár kostar þá bílinn 50%-5Y (óháð því hvort rafhlaðan virkar)

Þannig hefur það alltaf verið með bíla, að söluverð = "markaðsverð - yfirvofandi viðhaldsþörf".

Að sjá 10 ára Teslu á 3,5 milljónir sem kostaði ný 12,5 meikar minna sens en að sjá 10 ára RangeRover á 3,5 milljónir, því að það er yfirvofandi miklu dýrara að halda Teslunni gangandi.

Er ég úti að aka með þessar pælingar?

Er petrol head, ekki búinn að taka skrefið í rafmagnið en m.v. að vestrænir bílaframleiðendur virðast flestir stefna á hausinn þá held ég að mig langi að eiga bíl sem ég get viðhaldið svolítið sjálfur með aftermarket varahlutum.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Henjo » Fös 04. Okt 2024 22:53

Jam, alveg eins og almennt er hægt að fá nýja skiptingu og vél í bensínbíll, hinsvegar ef bifreiðin er orðin 10-15 ára gömull, keyrð mörg hundruð þúsund, þá er oft betra að farga bílnum.

Geri ráð fyrir að með tímanum verði batterí ódýrari og aðgengilegri, ásamt verkstæðum sem serhæfa sig i að gera upp batterí.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Fös 04. Okt 2024 23:14

Henjo skrifaði:Jam, alveg eins og almennt er hægt að fá nýja skiptingu og vél í bensínbíll, hinsvegar ef bifreiðin er orðin 10-15 ára gömull, keyrð mörg hundruð þúsund, þá er oft betra að farga bílnum.

Geri ráð fyrir að með tímanum verði batterí ódýrari og aðgengilegri, ásamt verkstæðum sem serhæfa sig i að gera upp batterí.


Já, maður hefur nú þurft að losa sig við gamlan bíl með allt tipp topp nema skiptinguna því viðgerðin hefði kostað svo mikið.

En það eru s.s. engin verkstæði að gera þetta í dag?

Og þyrfti þetta ekki alltaf að vera umboðsviðgerð?



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Henjo » Fös 04. Okt 2024 23:38

rapport skrifaði:
Henjo skrifaði:Jam, alveg eins og almennt er hægt að fá nýja skiptingu og vél í bensínbíll, hinsvegar ef bifreiðin er orðin 10-15 ára gömull, keyrð mörg hundruð þúsund, þá er oft betra að farga bílnum.

Geri ráð fyrir að með tímanum verði batterí ódýrari og aðgengilegri, ásamt verkstæðum sem serhæfa sig i að gera upp batterí.


Já, maður hefur nú þurft að losa sig við gamlan bíl með allt tipp topp nema skiptinguna því viðgerðin hefði kostað svo mikið.

En það eru s.s. engin verkstæði að gera þetta í dag?

Og þyrfti þetta ekki alltaf að vera umboðsviðgerð?


Það er enginn ástæða afhverja þetta þarf að vera umboðsvinna. Bílaframleiðendur eru hinsvegar að nýta tækifærið i þessu breytingaskeyði og plata alla að það er ekki hægt að gera við rafmagsbíla nema í gegnum umboð, þess vegna þurfum við sterk right to repair lög. Allt locked down svo framleiðendur græða sem mest.

Veit ekki um neitt svona verkstæði hérna heima, en fullt af þeim erlendis. Carwizard á youtube var nýlega með 10 ára gamlan fiat 500 með ónýtta rafhlöðu, var búið að afskrifa bíllinn sem algjörlega verðlausan. Kom i ljos að þetta var eitt pínkulítið module.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf gunni91 » Fös 04. Okt 2024 23:57

Henjo skrifaði:
rapport skrifaði:
Henjo skrifaði:Jam, alveg eins og almennt er hægt að fá nýja skiptingu og vél í bensínbíll, hinsvegar ef bifreiðin er orðin 10-15 ára gömull, keyrð mörg hundruð þúsund, þá er oft betra að farga bílnum.

Geri ráð fyrir að með tímanum verði batterí ódýrari og aðgengilegri, ásamt verkstæðum sem serhæfa sig i að gera upp batterí.


Já, maður hefur nú þurft að losa sig við gamlan bíl með allt tipp topp nema skiptinguna því viðgerðin hefði kostað svo mikið.

En það eru s.s. engin verkstæði að gera þetta í dag?

Og þyrfti þetta ekki alltaf að vera umboðsviðgerð?


Það er enginn ástæða afhverja þetta þarf að vera umboðsvinna. Bílaframleiðendur eru hinsvegar að nýta tækifærið i þessu breytingaskeyði og plata alla að það er ekki hægt að gera við rafmagsbíla nema í gegnum umboð, þess vegna þurfum við sterk right to repair lög. Allt locked down svo framleiðendur græða sem mest.

Veit ekki um neitt svona verkstæði hérna heima, en fullt af þeim erlendis. Carwizard á youtube var nýlega með 10 ára gamlan fiat 500 með ónýtta rafhlöðu, var búið að afskrifa bíllinn sem algjörlega verðlausan. Kom i ljos að þetta var eitt pínkulítið module.



Vænlegast að láta umboðið sjá um þetta ef um er að ræða ábyrgðarviðgerð sem viðskiptavinur þarf ekkert að greiða fyrir.

Öllum verkstæðum er velkomið að spreyta sig á þessu, mæli samt með að menn séu með high voltage réttindi til að læsa/aflæsa rafhlöðum, tala nú ekki um ef menn ætla að opna rafhlöður og skipta út stökum modules.

Það er ekkert grín að vinna í 400/800 volta kerfi ef menn eru ekki með alvöru réttindi í þessi verk. Ég vona að fleiri verkstæði séu tilbúin að fara í þessa vegferð.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf hagur » Lau 05. Okt 2024 00:14

Til að svara spurningunni í subjectinu .... já, það er hægt. Hvort það borgi sig er svo auðvitað annað mál og fer eftir ýmsu.




T.Gumm
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Lau 29. Jún 2024 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf T.Gumm » Lau 05. Okt 2024 00:28

heyrði nú af því , var reyndar ekki tesla en "glænýr" rafmamgnsbíll minnir það hafi verið benz, batteryíð dó útaf einhverju og ekki undir ábyrgð og það kostaði meira að skipta um batterýið en bíllinn kostaði , en það var eitthvað vegna það þurfti að senda bílinn út því það mátti ekki senda batterýið á milli landa og eitthvað kjaftæði



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf ekkert » Lau 05. Okt 2024 00:30

Það er eitthvað til af Leafs hér á landi með 24kWh eða 30kWh komnir á 100-150 þús km. Þessar rafhlöður eru væntanlega 1000-1500 charge cycles og heildar orkan sem þau halda farið að minnka verulega, en vel nothæfir bílar til að skutlast í vinnuna.

Þessir bílar með 70-100kWh rafhlöður eru væntanlega nothæfir í 300-450 þúsund kílómetra áður en þeir eru komnir með sama rafsviðstap.

Eins og hefur verið sagt áður þá gengur hagfræðin ekki upp hvað varðar að kaupa nýtt batterí. En rafhlöður eru ekki bara eitt unit sem þarf að skipta um ef hún bilar. Oft eru það sella eða nokkrar sellur eða stjórnborð sem þarf að skipta um. Væntanlega er það ekkert sem framleiðandinn hefur áhuga á að hjálpa þér með, hvað þá að senda þér batterí sem passar í 10+ ára gamlan bíl.

Hér er eitt myndband á rás sem ég fylgist stundum með að laga rafhlöðu í 10 ára gömlum Coda -> https://www.youtube.com/watch?v=yEJ4-BgybxY


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Trihard » Lau 05. Okt 2024 08:56

Ekki kaupa bíl frá umboði því þeir munu smyrja þig, Tesla rekur ekki hefðbundið umboð og munu alltaf bjóða upp á hagstæðari verð en umboðin þegar það kemur að viðgerðum.

Það kostaði tvo gæja frá Kanada sem sagt 70k CAD eða USD að fá nýtt batterí fyrir Hyundai Ioniq 5 sem er svipaður model Y á marga vegu og þú getur séð talað um þetta á youtube.

Miðað við batteríverð á Teslum þá er talað um 12-20k fyrir minnstu gerðina (LFP) og eh meira fyrir stærri gerðina (NCM). Myndi fyrst og fremst pæla í gerðinni á batteríinu sem þú kaupir því það er mismunandi rýmdartapið fyrir LFP en NCM batterí, LFP má reglulega hlaða upp í 100%, en ekki NCM/NCA t.d.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Moldvarpan » Lau 05. Okt 2024 09:51

Henjo skrifaði:Jam, alveg eins og almennt er hægt að fá nýja skiptingu og vél í bensínbíll, hinsvegar ef bifreiðin er orðin 10-15 ára gömull, keyrð mörg hundruð þúsund, þá er oft betra að farga bílnum.

Geri ráð fyrir að með tímanum verði batterí ódýrari og aðgengilegri, ásamt verkstæðum sem serhæfa sig i að gera upp batterí.


Það er smá munur á 7-8árum eða 10-15.

Mér fannst rafbílar spennandi en hugsa að ég bíði með þær pælingar. Vonandi tekst Toyota að koma vetnis verksmiðjum upp á næstu misserum.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf kjartanbj » Lau 05. Okt 2024 10:47

Moldvarpan skrifaði:
Henjo skrifaði:Jam, alveg eins og almennt er hægt að fá nýja skiptingu og vél í bensínbíll, hinsvegar ef bifreiðin er orðin 10-15 ára gömull, keyrð mörg hundruð þúsund, þá er oft betra að farga bílnum.

Geri ráð fyrir að með tímanum verði batterí ódýrari og aðgengilegri, ásamt verkstæðum sem serhæfa sig i að gera upp batterí.


Það er smá munur á 7-8árum eða 10-15.

Mér fannst rafbílar spennandi en hugsa að ég bíði með þær pælingar. Vonandi tekst Toyota að koma vetnis verksmiðjum upp á næstu misserum.



Held þú getir gleymt þessu með vetnið, enda eru vetnisbílar bara í rauninni rafbílar með alltof lítið batterí og vetnisbúnað sem hleður það, en það að setja upp vetnisstöð kostar gríðarlegar upphæðir á móti því að setja bara upp hleðslustöð, auk þess færðu bara 1/3 af orkunni þegar þú notar hana á vetnisbíl heldur en að nota hana bara beint á rafbílinn þannig það mun alltaf vera dýrara að reka vetnisbíl. Fyrir utan þægindin við það að geta bara stungið í samband heima hjá sér, ég var á Teslum í 3 ár og held ég geti talið það á fingrum annarar handar hversu oft ég þurfti að hlaða annarstaðar en heima hjá mér og það var aldrei neitt sem tafði mig hefði stoppað hvort eð er. væri ennþá á Teslu ef ég hefði ekki ákveðið að fá mér stórt hjólhýsi.

Konan er á gömlum 24kw Leaf og hann er með ca 85% af rýmd enn ekinn 140þ 2014 módel, hún kemst alveg ca 80-110km eftir hvernig veður er.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf svanur08 » Lau 05. Okt 2024 11:04

Aldrei pælt í þessu. Þetta er þá bara sama vandamál með batterí eins og með snjallsímana, léleg ending á batteríi.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf kjartanbj » Lau 05. Okt 2024 11:18

svanur08 skrifaði:Aldrei pælt í þessu. Þetta er þá bara sama vandamál með batterí eins og með snjallsímana, léleg ending á batteríi.


Rafhlöður í rafbíla eru að endast miklu lengur heldur en framleiðendur gerður ráð fyrir í upphafi.. alveg ekki hægt að bera saman litlar rafhlöður í símum við stórar rafhlöður í bílum sem eru með alvöru hleðslustýringar og varnir sem símar hafa ekki, auk þess finnurðu mikið fyrr fyrir rýmdar tapi á lítilli rafhlöðu sem má ekki við því að missa mikið á meðan rafhlaða í bíl sem er mun stærri finnur ekki fyrir þessu svo glatt, bíll sem kannski komst 500km nýr kemmst kannski "bara" 420km eftir 10-15 ár er langt frá því að vera ónothæfur sem bíll á meðan síminn sem missir svipaða rýmd í % talið dugir kannski bara 8-10klst í stað allt að tveggja daga eins og hann gerði í upphafi er allt í einu orðin illa nothæfur í daglegri notkun




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf gunni91 » Lau 05. Okt 2024 12:00

kjartanbj skrifaði:
svanur08 skrifaði:Aldrei pælt í þessu. Þetta er þá bara sama vandamál með batterí eins og með snjallsímana, léleg ending á batteríi.


Rafhlöður í rafbíla eru að endast miklu lengur heldur en framleiðendur gerður ráð fyrir í upphafi.. alveg ekki hægt að bera saman litlar rafhlöður í símum við stórar rafhlöður í bílum sem eru með alvöru hleðslustýringar og varnir sem símar hafa ekki, auk þess finnurðu mikið fyrr fyrir rýmdar tapi á lítilli rafhlöðu sem má ekki við því að missa mikið á meðan rafhlaða í bíl sem er mun stærri finnur ekki fyrir þessu svo glatt, bíll sem kannski komst 500km nýr kemmst kannski "bara" 420km eftir 10-15 ár er langt frá því að vera ónothæfur sem bíll á meðan síminn sem missir svipaða rýmd í % talið dugir kannski bara 8-10klst í stað allt að tveggja daga eins og hann gerði í upphafi er allt í einu orðin illa nothæfur í daglegri notkun


Tek undir þetta, líftíminn er miklu meiri en gert var ráð fyrir.
Á mínum starfsferli í ábyrgðarmálum fyrir mjög marga bílaframleiðendur, þá er aðeins brotabrot sem kemur inn i battery repairs. Í þeim tilfellum er nánast alltaf aðeins skipt um einstaka sellur inní rafhlöðunni enda um einangraða bilun að ræða.

Einnig hafa þessar bilanir í sellum oftast komið fremur snemma í ljós og framleiðandi borgað.
Síðast breytt af gunni91 á Lau 05. Okt 2024 12:02, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Henjo » Lau 05. Okt 2024 18:10

Það er greinilega mikill misskilningur með endingu á rafhlöðum í rafmagsbílum. Þetta er ekki sambærilegt og rafhlaða í snjallsíma eða fartölvu sem er orðinn léleg eftir 3-4 ár. Batterí í rafbílum er mun þróaðari, vatnskæld og hitastjórnuð. Enda er nóg af Teslum með tíu ára gömull batterí, mörg hundruð þúsund og fúnkera ansi vel ennþá. Og það er tíu ára gömull tækni. Rafmagsbílar, ólíkt t.d. bensínbílum eiga helling af þróun eftir og tækifæri til að verða betri.

Þegar það er talað um léleg batterí í rafbílum, þá er nánast alltaf verið að vitna í Leaf sem er loftkældar rafhlöður, sem er ekki gott.

Vetni er ekki framtíðin, það hefur verið augljóst jafnvel áður en Toyota eyddi gífurlegum upphæðum í vetnistilraunina sína. Rafbílar eru framtíðin. eftir nokkur ár munu þeir verða ódýrari en bensín eða dísel bílar, ekki bara vegna ódýrari batterí, heldur einfaldari framleiðsla. Ef það er í raun ekki búið að gerast nú þegar, það er hægt að fá nánast nýjan Dacia Spring á innan við þrjár milljónir.

Mynd



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Sun 06. Okt 2024 09:39

Ég var spurður í dag þegar ég var að ræða þessa pælingu, hvort það væri ekki meiri skortur á liþíum en olíu?

En Toyota hefur ekki trú á 100% rafmagnsbílum, af hverju er það?

Er þessi markaður ekki að hrynja, hreinlega vegna þess að hann er svo lítill m.v. að allflestir bílar eru líklega notaðir þar sem innviðir bjóða ekki öruggt eða umhverfisvænt rafmagn.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf kjartanbj » Sun 06. Okt 2024 10:37

rapport skrifaði:Ég var spurður í dag þegar ég var að ræða þessa pælingu, hvort það væri ekki meiri skortur á liþíum en olíu?

En Toyota hefur ekki trú á 100% rafmagnsbílum, af hverju er það?

Er þessi markaður ekki að hrynja, hreinlega vegna þess að hann er svo lítill m.v. að allflestir bílar eru líklega notaðir þar sem innviðir bjóða ekki öruggt eða umhverfisvænt rafmagn.



Toyota er með svo stóran markað ennþá þar sem rafmagn er ekki jafn accessible eins og við höfum það




HemmiR
Stjórnandi
Póstar: 421
Skráði sig: Fim 05. Maí 2005 23:05
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf HemmiR » Sun 06. Okt 2024 10:40

gunni91 skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
svanur08 skrifaði:Aldrei pælt í þessu. Þetta er þá bara sama vandamál með batterí eins og með snjallsímana, léleg ending á batteríi.


Rafhlöður í rafbíla eru að endast miklu lengur heldur en framleiðendur gerður ráð fyrir í upphafi.. alveg ekki hægt að bera saman litlar rafhlöður í símum við stórar rafhlöður í bílum sem eru með alvöru hleðslustýringar og varnir sem símar hafa ekki, auk þess finnurðu mikið fyrr fyrir rýmdar tapi á lítilli rafhlöðu sem má ekki við því að missa mikið á meðan rafhlaða í bíl sem er mun stærri finnur ekki fyrir þessu svo glatt, bíll sem kannski komst 500km nýr kemmst kannski "bara" 420km eftir 10-15 ár er langt frá því að vera ónothæfur sem bíll á meðan síminn sem missir svipaða rýmd í % talið dugir kannski bara 8-10klst í stað allt að tveggja daga eins og hann gerði í upphafi er allt í einu orðin illa nothæfur í daglegri notkun


Tek undir þetta, líftíminn er miklu meiri en gert var ráð fyrir.
Á mínum starfsferli í ábyrgðarmálum fyrir mjög marga bílaframleiðendur, þá er aðeins brotabrot sem kemur inn i battery repairs. Í þeim tilfellum er nánast alltaf aðeins skipt um einstaka sellur inní rafhlöðunni enda um einangraða bilun að ræða.

Einnig hafa þessar bilanir í sellum oftast komið fremur snemma í ljós og framleiðandi borgað.


En veist þú eitthvað hvernig það er með ábyrgða mál á bílum sem eru fluttir inn og seldir að þriðja aðila(þá ekki umboði) ef það kemur upp verksmiðju galli og bílinn er býsna mikið bilaður sem myndi fallast undir ábyrgð ef þú keyptir nýjan bíl í umboði?

Ég er þá að hugsa um eins og nissan leaf sem hefur verið býsna mikið fluttur inn af öðrum aðilum en B&L. Ef þetta væri apple sími þá mætti maður senda hann í viðgerð hjá epli/macland því það er árs alheims ábyrgð. En hvernig er það á bílum? :-k




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf gunni91 » Sun 06. Okt 2024 10:48

HemmiR skrifaði:
gunni91 skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
svanur08 skrifaði:Aldrei pælt í þessu. Þetta er þá bara sama vandamál með batterí eins og með snjallsímana, léleg ending á batteríi.


Rafhlöður í rafbíla eru að endast miklu lengur heldur en framleiðendur gerður ráð fyrir í upphafi.. alveg ekki hægt að bera saman litlar rafhlöður í símum við stórar rafhlöður í bílum sem eru með alvöru hleðslustýringar og varnir sem símar hafa ekki, auk þess finnurðu mikið fyrr fyrir rýmdar tapi á lítilli rafhlöðu sem má ekki við því að missa mikið á meðan rafhlaða í bíl sem er mun stærri finnur ekki fyrir þessu svo glatt, bíll sem kannski komst 500km nýr kemmst kannski "bara" 420km eftir 10-15 ár er langt frá því að vera ónothæfur sem bíll á meðan síminn sem missir svipaða rýmd í % talið dugir kannski bara 8-10klst í stað allt að tveggja daga eins og hann gerði í upphafi er allt í einu orðin illa nothæfur í daglegri notkun


Tek undir þetta, líftíminn er miklu meiri en gert var ráð fyrir.
Á mínum starfsferli í ábyrgðarmálum fyrir mjög marga bílaframleiðendur, þá er aðeins brotabrot sem kemur inn i battery repairs. Í þeim tilfellum er nánast alltaf aðeins skipt um einstaka sellur inní rafhlöðunni enda um einangraða bilun að ræða.

Einnig hafa þessar bilanir í sellum oftast komið fremur snemma í ljós og framleiðandi borgað.


En veist þú eitthvað hvernig það er með ábyrgða mál á bílum sem eru fluttir inn og seldir að þriðja aðila(þá ekki umboði) ef það kemur upp verksmiðju galli og bílinn er býsna mikið bilaður sem myndi fallast undir ábyrgð ef þú keyptir nýjan bíl í umboði?

Ég er þá að hugsa um eins og nissan leaf sem hefur verið býsna mikið fluttur inn af öðrum aðilum en B&L. Ef þetta væri apple sími þá mætti maður senda hann í viðgerð hjá epli/macland því það er árs alheims ábyrgð. En hvernig er það á bílum? :-k


Ef þetta er USA eða Suður Kóreu leaf eru þeir ábyrgðarlausir í Evrópu. Engin ábyrgð milli heimsálfa og umboð getur þá ekki sótt á framleiðanda þegar bilun kemur upp.

Flestir framleiðendur eru með þetta fyrirkomulag nema BMW/MINI/Volvo og mögulega einhverjir fleiri sem eru með alheimsábyrgð.

Almennt séð eru Evrópu Nissan bílar í ábyrgð á Íslandi en það þarf alltaf að staðfesta með VIN lookup í kerfi framleiðanda áður en eitthvað er formlega gefið út varðandi ábyrgðarlengd. Þá þarf að huga sérstaklega að því hvenær bíllinn var skráður á götuna erlendis. Aldrei séð lengri en 3 ára verksmiðjuábyrgð á framhjá fluttum Leaf ( umboð er með 5 ára).

Getur sent á mig pm eða email gunnarg@bl.is ef þig vantar staðfestingu á ákveðið ökutæki.
Síðast breytt af gunni91 á Sun 06. Okt 2024 10:51, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf ekkert » Sun 06. Okt 2024 10:52

rapport skrifaði:Er þessi markaður ekki að hrynja, hreinlega vegna þess að hann er svo lítill


Það stendur "due to improvements in technology and economies of scale". Heldur þú virkilega að markaðurinn fyrir rafhlöður sé að hrynja?


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Sun 06. Okt 2024 11:29

ekkert skrifaði:
rapport skrifaði:Er þessi markaður ekki að hrynja, hreinlega vegna þess að hann er svo lítill


Það stendur "due to improvements in technology and economies of scale". Heldur þú virkilega að markaðurinn fyrir rafhlöður sé að hrynja?


Það var verið að loka for good verksmiðjum í USA og núna Jaguar að segjast ekki ætla að framleiða neitt í heilt ár + þetta batterýcesen þeirra.

https://www.independent.co.uk/news/jagu ... 03884.html

https://www.theglobeandmail.com/drive/c ... oves-cars/



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf ekkert » Sun 06. Okt 2024 12:04

Leitt að heyra með Jagúar og sniðugt að framreikna allann líþíum rafhlöðurmarkaðinn út frá þeirra ógöngum. Gæti verið sniðugt að kaupa nýjan farsíma eða fartölvu núna áður en markaðurinn hrynur algjörlega og allt líþíum heimsins hverfur.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030