Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
pathfinder
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 24. Jún 2003 01:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Pósturaf pathfinder » Fös 19. Júl 2024 16:05

Ég er með lítið keyrðan 10 ára gamlan Ford Focus úr dánarbúi sem hefur verið óhreyfður úti í um eitt og hálft ár og veit ekki hvað á að gera við.

Hann fer ekki í gang þó honum sé gefið start, dekkin orðin nánast loftlaus og hann er farinn að mygla að innan.
Vitið þið um einhvern góðan sem gæti tekið við honum í þessu standi og metið hvort það sé þess virði að koma honum í söluhæft ástand? Er á höfuðborgarsvæðinu.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7387
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1117
Staða: Tengdur

Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Pósturaf rapport » Fös 19. Júl 2024 19:12

Er ekki einfaldast að taka góðar myndir og selja hann bara?

Að gera þetta ekki sjálfur yrði líklega dýrt og mundi jafnvel ekki borga sig.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 211
Staða: Tengdur

Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Pósturaf Henjo » Fös 19. Júl 2024 19:19

Það að hann er lítið keyrður þýðir ekki hann er eins og nýr. Gætir t.d. búist við því að þurfa skipta um allt í bremsum allan hringinn ásamt því að koma honum í gang.

Eins og hann fyrir ofan sagði. Myndi spara þér tíma og bara selja hann eins og hann er þar sem hann er.
Síðast breytt af Henjo á Fös 19. Júl 2024 19:20, breytt samtals 1 sinni.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2862
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 204
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Pósturaf gunni91 » Fös 19. Júl 2024 19:20

- nýjan rafgeymir
- skipta um olíu og síu
- pumpa í öll dekk
- mjög líklegt að diskar og klossar hringinn er ónýtir, fá tilboð í umskipti um þá.
- fá tilboð í alþrif af þriðja aðila með mygluna í huga.


Þetta hljómar eins og pakki uppá 100.000 kr +


Já eða bara auglýsa hann til sölu í þessu ástandi.
Síðast breytt af gunni91 á Fös 19. Júl 2024 19:21, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 211
Staða: Tengdur

Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Pósturaf Henjo » Fös 19. Júl 2024 19:43

gunni91 skrifaði:- nýjan rafgeymir
- skipta um olíu og síu
- pumpa í öll dekk
- mjög líklegt að diskar og klossar hringinn er ónýtir, fá tilboð í umskipti um þá.
- fá tilboð í alþrif af þriðja aðila með mygluna í huga.


Þetta hljómar eins og pakki uppá 100.000 kr +


Já eða bara auglýsa hann til sölu í þessu ástandi.


Ekki gleyma að koma honum í gegnum skoðun.
Síðast breytt af Henjo á Fös 19. Júl 2024 19:43, breytt samtals 1 sinni.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 584
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Pósturaf mikkimás » Fös 19. Júl 2024 19:47

Ef myglan er mikil gæti þetta orðið vandræðagemsi í framtíðinni, sérstaklega ef hætta er á að hann lendi aftur í að þurfa að standa óhreyfður lengi.



Skjámynd

Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?

Pósturaf Prentarakallinn » Lau 20. Júl 2024 19:32

Úff þetta er erfið staða, mjög líklegt að mikið í bílnum sé ónýtt eða verði ónýtt fljótlega eftir að hann fer í notkun. Að standa svona lengi skemmir allar pakkningar og allt gúmmí, það er þá allt í fjöðrun, allar pakkningar utan á mótor og mjög líklega flest allt í bremsum. Svo er hann myglaður ofan á það, það er mikil vinna að þrífa myglu úr bíl og hún kemur oft aftur þótt það hafi verið vel gert. Svona bílar eru að seljast fyrir 800-1000 í góðu standi. Ef þetta væri ég myndi ég bara setja hann á sölu á Facebook as is og sjá hvað menn bjóða, taka bara vel fram ástand og passa að fólk viti alveg hvað það er að fara út í.

Edit: það eru síður á Facebook sérstaklega fyrir bilaða bíla, myndi setja hann þar
Síðast breytt af Prentarakallinn á Lau 20. Júl 2024 19:33, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 5 2600X|MSI B350 TOMAHAWK|GTX 1070 8GB|Corsair Vengeance 16GB 2666MHz|AOC C24G1 144hz|Corsair GS600|Corsair Carbide 400C|AMD Wraith Prism