Ég er með lítið keyrðan 10 ára gamlan Ford Focus úr dánarbúi sem hefur verið óhreyfður úti í um eitt og hálft ár og veit ekki hvað á að gera við.
Hann fer ekki í gang þó honum sé gefið start, dekkin orðin nánast loftlaus og hann er farinn að mygla að innan.
Vitið þið um einhvern góðan sem gæti tekið við honum í þessu standi og metið hvort það sé þess virði að koma honum í söluhæft ástand? Er á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Þri 24. Jún 2003 01:00
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?
Er ekki einfaldast að taka góðar myndir og selja hann bara?
Að gera þetta ekki sjálfur yrði líklega dýrt og mundi jafnvel ekki borga sig.
Að gera þetta ekki sjálfur yrði líklega dýrt og mundi jafnvel ekki borga sig.
Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?
Það að hann er lítið keyrður þýðir ekki hann er eins og nýr. Gætir t.d. búist við því að þurfa skipta um allt í bremsum allan hringinn ásamt því að koma honum í gang.
Eins og hann fyrir ofan sagði. Myndi spara þér tíma og bara selja hann eins og hann er þar sem hann er.
Eins og hann fyrir ofan sagði. Myndi spara þér tíma og bara selja hann eins og hann er þar sem hann er.
Síðast breytt af Henjo á Fös 19. Júl 2024 19:20, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?
- nýjan rafgeymir
- skipta um olíu og síu
- pumpa í öll dekk
- mjög líklegt að diskar og klossar hringinn er ónýtir, fá tilboð í umskipti um þá.
- fá tilboð í alþrif af þriðja aðila með mygluna í huga.
Þetta hljómar eins og pakki uppá 100.000 kr +
Já eða bara auglýsa hann til sölu í þessu ástandi.
- skipta um olíu og síu
- pumpa í öll dekk
- mjög líklegt að diskar og klossar hringinn er ónýtir, fá tilboð í umskipti um þá.
- fá tilboð í alþrif af þriðja aðila með mygluna í huga.
Þetta hljómar eins og pakki uppá 100.000 kr +
Já eða bara auglýsa hann til sölu í þessu ástandi.
Síðast breytt af gunni91 á Fös 19. Júl 2024 19:21, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?
gunni91 skrifaði:- nýjan rafgeymir
- skipta um olíu og síu
- pumpa í öll dekk
- mjög líklegt að diskar og klossar hringinn er ónýtir, fá tilboð í umskipti um þá.
- fá tilboð í alþrif af þriðja aðila með mygluna í huga.
Þetta hljómar eins og pakki uppá 100.000 kr +
Já eða bara auglýsa hann til sölu í þessu ástandi.
Ekki gleyma að koma honum í gegnum skoðun.
Síðast breytt af Henjo á Fös 19. Júl 2024 19:43, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?
Ef myglan er mikil gæti þetta orðið vandræðagemsi í framtíðinni, sérstaklega ef hætta er á að hann lendi aftur í að þurfa að standa óhreyfður lengi.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 323
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 21
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað á að gera við óhreyfðan bíl?
Úff þetta er erfið staða, mjög líklegt að mikið í bílnum sé ónýtt eða verði ónýtt fljótlega eftir að hann fer í notkun. Að standa svona lengi skemmir allar pakkningar og allt gúmmí, það er þá allt í fjöðrun, allar pakkningar utan á mótor og mjög líklega flest allt í bremsum. Svo er hann myglaður ofan á það, það er mikil vinna að þrífa myglu úr bíl og hún kemur oft aftur þótt það hafi verið vel gert. Svona bílar eru að seljast fyrir 800-1000 í góðu standi. Ef þetta væri ég myndi ég bara setja hann á sölu á Facebook as is og sjá hvað menn bjóða, taka bara vel fram ástand og passa að fólk viti alveg hvað það er að fara út í.
Edit: það eru síður á Facebook sérstaklega fyrir bilaða bíla, myndi setja hann þar
Edit: það eru síður á Facebook sérstaklega fyrir bilaða bíla, myndi setja hann þar
Síðast breytt af Prentarakallinn á Lau 20. Júl 2024 19:33, breytt samtals 1 sinni.
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB