Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Allar tengt bílum og hjólum

Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 07. Jan 2024 00:38

rapport skrifaði:Fiat multipla... bróðir minn sagði að hann og tveir vinir hans hefðu næstum þvi keypt svona bara til að geta setið allir þrír frammí á rúntinum...


Ég þekki mann sem átti Multipla. Hann var ánægður með bílinn á sínum tíma. Hagstæður fyrir 6 manna fjölskyldur.




orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf orn » Sun 07. Jan 2024 09:20

appel skrifaði:Kíki á Subaru bílana. Afi minn var mikill subaru maður þannig að maður kíkir á þetta :)

Já ég hef heyrt minnst á að þeir séu frábærir. Verst hvað þeir eru miklir bensínhákar. Ég átti Subaru Legacy 2007 og hann eyddi svona 12 l/100.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf jonsig » Sun 07. Jan 2024 09:40

Ég hef bara aldrei átt subaru sem eyðir ekki alltof miklu.
Ég var að pæla að endurnýja vinnubílinn 2013 swift yfir í kannski '20 swift eða svona nýrra eitthvað sem er ekki hybrid. Og er ekki frá því að útsýnið er að minnka í sömu sort af bíl.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf slapi » Sun 07. Jan 2024 10:12

orn skrifaði:
appel skrifaði:En það sem ég tek eftir þegar ég sest upp í þessa nýju bíla er að útsýnið úr þeim er alveg herfilegt, á alla vegu. Í raun voru allir bílarnir svona, með langtum verra útsýni heldur en í 1999 toyotunni minni. Þetta er einsog að vera í skriðdreka. Og innanrýmið í þessum nýju bílum virðist vera þrengra einhvernveginn.

Held að það sé alveg rétt hjá þér að þetta er almennt orðið verra en það var. Ég held að það sé vegna þess að A-stólpinn er orðinn talsvert sverari til þess að veita aukinn styrk í veltu. Eða það er mín tilgáta.

Þetta er samt mjög mismunandi á milli bílategunda.

Af þeim bílum sem ég hef prófað undanfarin ár fannst mér Polestar áberandi hræðilegur (og Volvo ekki neitt frábærir).
Kia Soul eru með fína vegsýn. Tesla Model 3 með frábæra (Model X sömuleiðis - eiginlega bara ótrúlega, en með fáránlegar hurðar og verð). Tesla Model Y er með mjög gott útsýni úr innanrými fram á við og til hliða, en hræðilegt út um afturrúðu. Að vísu hægt að vera með myndavélina kveikta öllum stunum en hún verður drullug.
Audi Q4/VW ID[34]/Skoda Enyaq eru allir með mjög gott útsýni. Q4 fær plús fyrir að vera með rúðupiss á bakkmyndavél líka. Mínus fyrir að leyfa manni ekki að hafa kveikt á henni umfram ákveðinn hraða (eins og flestir bílar).

Um að gera að skoða bara fleiri bíla. Ekki allir sem sökka í þessum efnum þó það séu margir.


Hef hitt marga sem hafa sett mikið út á Kia Soul vegna útlits, hafa síðan eignast svoleiðis og elska hann einmitt út af umgengi og útsýni.
Síðast breytt af slapi á Sun 07. Jan 2024 10:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf audiophile » Sun 07. Jan 2024 10:26

GullMoli skrifaði:
gunni91 skrifaði:Hljómar eins og ykkur vanti nýjan Subaru, risa rúður allann hringinn.



Þetta! Pabbi gerir reglulega athugasemd um hvað það sjáist vel útum fiskabúrið sem Subaru Forester er.. en samt góður í árekstraprófum ;)


Þetta.

Subaru er eitt af fáum bílaframleiðendum í dag sem gera úr því að hafa gott útsýni úr bílnum. Fá reglulega hrós í umfjöllunum um akkurat þetta.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Tengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf Henjo » Mán 08. Jan 2024 00:36

Nýjir bílar eru auðvitað mun mun mun öruggari, með mun þykkari a/b/c pillurum. Átti W124 benz í mörg ár, og ef maður horfir afturfyrir sig sér maður allt, bókstaflega allt sem er fyrir aftan bíllinn. Hjálpar þar að bíllinn, þótt svo þetta var hugsanlega öruggasti bíll í heimi sem þú gast keypt á þessum tíma, þá voru engir hauspúðar afturí honum. Mann að ég settist síðan í nýjan VW passat, og maður sá ekki baun. En þá auðvitað komnar myndavélar og slíkt drasl.

Fólk má seigja það sem það vill um Fiat Multipla, en ég lærði á svoleiðis bíll (foreldrar mínir áttu bæði gamla og nýja bodýið af honum) og þetta er hugsanlega sniðugustu bílar sem einhverntíman hafa verið framleiddir. Þrátt fyrir að vera með sex sæti, öll jafn stór, þá er bíllinn styttri en ford focus. Getur síðan tekið öll sætin úr bílnum (nema bílstjóra sætið) og ert kominn með sendbíll. Rúmgóður og ótrúlega auðveldur og þægilegur í akstri. Það er erfitt að lýsa því hversu mikill snilld þessi bifreið er.
Síðast breytt af Henjo á Mán 08. Jan 2024 00:39, breytt samtals 1 sinni.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf JReykdal » Mán 08. Jan 2024 11:09

orn skrifaði:
appel skrifaði:Kíki á Subaru bílana. Afi minn var mikill subaru maður þannig að maður kíkir á þetta :)

Já ég hef heyrt minnst á að þeir séu frábærir. Verst hvað þeir eru miklir bensínhákar. Ég átti Subaru Legacy 2007 og hann eyddi svona 12 l/100.

Outback 2018 2.5i. Eyðir svona 11-12. Örlítið minna en Legacy 2008 sem ég átti fyrir en töluvert betri miðað við vélastærð.
Síðast breytt af JReykdal á Mán 08. Jan 2024 11:09, breytt samtals 1 sinni.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf Tesli » Mán 08. Jan 2024 14:43

Ég er hávaxinn og tek eftir því að í öllum nýjum bílum þá þarf ég að beygja hausinn til hliðar í aftursæti því plássið er svo lítið. Ég man aldrei eftir að þurfa þess í eldri bílum. Það er eins og nýjir bílar séu allir hugsaðir fyrir minni vindmótsstöðu og fórna þá plássi aftan í.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf Mossi__ » Mán 08. Jan 2024 14:57

Tesli skrifaði:...


Þetta.

Og líka staðreyndin að í öllum þessum raf- og hybridbílum þá er fótaplássinu afturí fórnað fyrir batteríin, svo maður endar oft með hnéin há og höfuðið í hnipri.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf mikkimás » Mán 08. Jan 2024 20:58

appel skrifaði:Er búinn að vera skoða nýja bíla undanfarið, þar sem 1999 toyotan mín er líklega komin á síðasta snúning og tími til að endurnýja.

En það sem ég tek eftir þegar ég sest upp í þessa nýju bíla er að útsýnið úr þeim er alveg herfilegt, á alla vegu. Í raun voru allir bílarnir svona, með langtum verra útsýni heldur en í 1999 toyotunni minni. Þetta er einsog að vera í skriðdreka. Og innanrýmið í þessum nýju bílum virðist vera þrengra einhvernveginn.

Framrúðan orðin lengri og mælaborðið dýpra, en hæðin á gluggarýminu samt minni. Flestir bílar komnir með svona skjá fyrir miðju sem stendur upp úr mælaborðinu og byrgir fyrir sýn ásamt baksýnisspeglinum sem sýnir ekki mikið hvortsem er því bakglugginn er orðinn svo lítill.
Svo er það sem ég tek mest eftir er að hliðarrúðurnar eru orðnar svona helmingur af því sem var c.a. 2000's. Getur ekki lengur rúllað niður og sett olnbogann út, þú þyrftir að lyfta honum upp fyrir öxlina.

Er þetta bara ég?

Get seint keyrt bíl sem sýnir svona lítið af umhverfinu kringum mann.


Fáir bílar verri að þessu leyti en nýr Mazda 3.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf appel » Þri 09. Jan 2024 00:04

Mátaði Mözdur síðustu helgi, og þær voru allar herfilegar. Flottar já, en vil ekki keyra þær.


*-*


skirfill
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 12. Maí 2024 21:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf skirfill » Þri 14. Maí 2024 18:56

VW ID.4 fær ekki góða einkunn frá mér, aðallega vegna þess að hliðarspeglarnir eru svo stórir að ég þarf að gægjast fram hjá þeim þegar ég keyri inn á hringtorg. Blindi punkturinn sem verður til á bak við spegilinn og bitann er á stærð við strætó.




Omerta
has spoken...
Póstar: 151
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf Omerta » Mið 15. Maí 2024 00:42

Upplifði akkúrat þetta þegar ég fór úr Subaru Legacy '95 yfir í '04 model.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim

Pósturaf Mossi__ » Mið 15. Maí 2024 10:45

Bílakrúttin eru bara að knúsa okkur!