Pósturaf Henjo » Mán 08. Jan 2024 00:36
Nýjir bílar eru auðvitað mun mun mun öruggari, með mun þykkari a/b/c pillurum. Átti W124 benz í mörg ár, og ef maður horfir afturfyrir sig sér maður allt, bókstaflega allt sem er fyrir aftan bíllinn. Hjálpar þar að bíllinn, þótt svo þetta var hugsanlega öruggasti bíll í heimi sem þú gast keypt á þessum tíma, þá voru engir hauspúðar afturí honum. Mann að ég settist síðan í nýjan VW passat, og maður sá ekki baun. En þá auðvitað komnar myndavélar og slíkt drasl.
Fólk má seigja það sem það vill um Fiat Multipla, en ég lærði á svoleiðis bíll (foreldrar mínir áttu bæði gamla og nýja bodýið af honum) og þetta er hugsanlega sniðugustu bílar sem einhverntíman hafa verið framleiddir. Þrátt fyrir að vera með sex sæti, öll jafn stór, þá er bíllinn styttri en ford focus. Getur síðan tekið öll sætin úr bílnum (nema bílstjóra sætið) og ert kominn með sendbíll. Rúmgóður og ótrúlega auðveldur og þægilegur í akstri. Það er erfitt að lýsa því hversu mikill snilld þessi bifreið er.
Síðast breytt af
Henjo á Mán 08. Jan 2024 00:39, breytt samtals 1 sinni.