Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Er búinn að vera skoða nýja bíla undanfarið, þar sem 1999 toyotan mín er líklega komin á síðasta snúning og tími til að endurnýja.
En það sem ég tek eftir þegar ég sest upp í þessa nýju bíla er að útsýnið úr þeim er alveg herfilegt, á alla vegu. Í raun voru allir bílarnir svona, með langtum verra útsýni heldur en í 1999 toyotunni minni. Þetta er einsog að vera í skriðdreka. Og innanrýmið í þessum nýju bílum virðist vera þrengra einhvernveginn.
Framrúðan orðin lengri og mælaborðið dýpra, en hæðin á gluggarýminu samt minni. Flestir bílar komnir með svona skjá fyrir miðju sem stendur upp úr mælaborðinu og byrgir fyrir sýn ásamt baksýnisspeglinum sem sýnir ekki mikið hvortsem er því bakglugginn er orðinn svo lítill.
Svo er það sem ég tek mest eftir er að hliðarrúðurnar eru orðnar svona helmingur af því sem var c.a. 2000's. Getur ekki lengur rúllað niður og sett olnbogann út, þú þyrftir að lyfta honum upp fyrir öxlina.
Er þetta bara ég?
Get seint keyrt bíl sem sýnir svona lítið af umhverfinu kringum mann.
En það sem ég tek eftir þegar ég sest upp í þessa nýju bíla er að útsýnið úr þeim er alveg herfilegt, á alla vegu. Í raun voru allir bílarnir svona, með langtum verra útsýni heldur en í 1999 toyotunni minni. Þetta er einsog að vera í skriðdreka. Og innanrýmið í þessum nýju bílum virðist vera þrengra einhvernveginn.
Framrúðan orðin lengri og mælaborðið dýpra, en hæðin á gluggarýminu samt minni. Flestir bílar komnir með svona skjá fyrir miðju sem stendur upp úr mælaborðinu og byrgir fyrir sýn ásamt baksýnisspeglinum sem sýnir ekki mikið hvortsem er því bakglugginn er orðinn svo lítill.
Svo er það sem ég tek mest eftir er að hliðarrúðurnar eru orðnar svona helmingur af því sem var c.a. 2000's. Getur ekki lengur rúllað niður og sett olnbogann út, þú þyrftir að lyfta honum upp fyrir öxlina.
Er þetta bara ég?
Get seint keyrt bíl sem sýnir svona lítið af umhverfinu kringum mann.
*-*
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Þetta ert bara þú.
Stilltu sætið ofar og þú tekur ekkert eftir þessu.
Stilltu sætið ofar og þú tekur ekkert eftir þessu.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Danni V8 skrifaði:Þetta ert bara þú.
Stilltu sætið ofar og þú tekur ekkert eftir þessu.
Þá kemst ég ekki inn í bílinn(suma) og hausinn rekst í loftið.
*-*
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1980
- Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
- Reputation: 19
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Old man yells at cloud
Síðast breytt af elv á Lau 06. Jan 2024 17:23, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Á eftir að skoða teslu, sýnist reyndar að gluggarnir séu stærri á þeim.
*-*
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Nei, þetta er ekki bara þú.
Ég var lengi að velja mér nýjan bíl einmitt út af útsýni og þá sérstaklega staðsetningunni á baksýnisspeglinum. Í allflestum bílum var hann alltaf beint í sjónlínu og byrgði sýn í minni setustöðu.
Svo er einhver lenska að vera með einhvern stólpa sem C-bita.
Sem og aðgengi og setustaða í aftursætum er oft ekki nógu góð, t.a.m. bara það að maður rekur höfuðið uppundir þak (mig vantar 2cm í meðalhæð btw).
Við a.m.k. öskrum saman á skýin.
Ég var lengi að velja mér nýjan bíl einmitt út af útsýni og þá sérstaklega staðsetningunni á baksýnisspeglinum. Í allflestum bílum var hann alltaf beint í sjónlínu og byrgði sýn í minni setustöðu.
Svo er einhver lenska að vera með einhvern stólpa sem C-bita.
Sem og aðgengi og setustaða í aftursætum er oft ekki nógu góð, t.a.m. bara það að maður rekur höfuðið uppundir þak (mig vantar 2cm í meðalhæð btw).
Við a.m.k. öskrum saman á skýin.
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Sammála þessu. Það eru bara smábílarnir sem hafa lítið breyst en sedan fjölskyldubílar eru margir orðnir svona.
Líklega er þetta tilkomið vegna fleiri loftpúða og kröfu um að bílar leggist ekki auðveldlega saman.
Líklega er þetta tilkomið vegna fleiri loftpúða og kröfu um að bílar leggist ekki auðveldlega saman.
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Hljómar eins og ykkur vanti nýjan Subaru, risa rúður allann hringinn.
Síðast breytt af gunni91 á Lau 06. Jan 2024 18:05, breytt samtals 1 sinni.
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Ég held þetta sé vani bara hjá þér.
Þetta er ekkert sem mun bögga þig þegar þú byrjar að keyra
Þetta er ekkert sem mun bögga þig þegar þú byrjar að keyra
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
slapi skrifaði:Ég held þetta sé vani bara hjá þér.
Þetta er ekkert sem mun bögga þig þegar þú byrjar að keyra
Já, hef keyrt sama bíl í 25 ár, og því tek ég vel eftir þessu þegar ég sest upp í nýjan bíl.
En bílar fyrir 25-20 árum síðan voru með stærri rúður, í öllum tegundum, það er ekki bara minn bíll og sú tegund.
*-*
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Þetta er algjörlega rétt hjá þér, hönnunarlega séð líta þeir allir út eins og "brókaðir" (búið að toga mittislínuna allt of hátt).
Ástæðan fyrir þessu er aðallega útaf öryggiskröfum, þetta er auðveldasta leiðin til að styrkja allt en þetta er auðvitað oft óþægilegra heldur en gömlu bílarnir (þó svo þetta venst eitthvað) , gætir farið í 2010 árg. af bíl, það myndi líklegast duga. Ég er bæði með 2005 og svo 2010 árg. af Hondu CR-V og í nýrri bílnum situr maður lægra, gluggalínan er hærri þó svo að útsýnið í honum er þokkalegt.
Ástæðan fyrir þessu er aðallega útaf öryggiskröfum, þetta er auðveldasta leiðin til að styrkja allt en þetta er auðvitað oft óþægilegra heldur en gömlu bílarnir (þó svo þetta venst eitthvað) , gætir farið í 2010 árg. af bíl, það myndi líklegast duga. Ég er bæði með 2005 og svo 2010 árg. af Hondu CR-V og í nýrri bílnum situr maður lægra, gluggalínan er hærri þó svo að útsýnið í honum er þokkalegt.
Hlynur
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
fyrirmynd nýrra bíla í dag.
Síðast breytt af appel á Lau 06. Jan 2024 19:46, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2578
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Moldvarpan skrifaði:
Eitthvað fyrir þig?
Þú þekkir huga minn var akkúrat að hugsa um þennan bíl í dag, gamall, ljótur, en frábært útsýni Renault ekki rétt?
Voru mjög framúrstefnulegir bílar á sínum tíma, man að ég las um þá í bílablaði moggans á þeim tíma.
Ekki nóg að þú værir með 360° útsýni þá voru tvær sóllúgur!
Síðast breytt af appel á Lau 06. Jan 2024 20:29, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Fiat multipla. Oft nefndur sem ljótasti fjöldaframleiddi bíll sögunar.
En sennilega er eitthvað til í þessu hjá þér. Kröfur í árekstrarprófunum eru sennilega helsta ástæðan.
En fór Avensis semsagt í skoðun og fékk dauðadóm?
En sennilega er eitthvað til í þessu hjá þér. Kröfur í árekstrarprófunum eru sennilega helsta ástæðan.
En fór Avensis semsagt í skoðun og fékk dauðadóm?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
littli-Jake skrifaði:En fór Avensis semsagt í skoðun og fékk dauðadóm?
Nei, á eftir að fara, en líklega fær hann athugasemd útaf afturbremsum, skálabremsur sem erfitt er að eiga við útaf aldri.
Þ.e.a.s. vildi ekki missa hann yfir jólin, þannig að ég fer með hann núna í janúar.
Síðast breytt af appel á Lau 06. Jan 2024 20:43, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
littli-Jake skrifaði:En sennilega er eitthvað til í þessu hjá þér. Kröfur í árekstrarprófunum eru sennilega helsta ástæðan.
En er það að skerða útsýni og "situational awareness" ökumanns líklegt til að bæta umferðaröryggi?
Held að þessar árekstrarprófanir séu að hafa of mikil áhrif á hönnun bíla, þar sem eingöngu er lagt mat á hvernig hann stendur sig í beinum hörðum árekstrum. En ef ökumenn hafa nóg "situational awareness" þá dregur það væntanlega úr líkum á árekstrum. Það er ekki mælt.
*-*
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Þetta er alveg rétt hjá þér. En það er náttúrulega mun erfiðara að raun mæla muninn á því hversu mörgum slisum þú lendir í með skert útsýni heldur en að sýna hvernig bílinn bregst við höggi.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
littli-Jake skrifaði:Þetta er alveg rétt hjá þér. En það er náttúrulega mun erfiðara að raun mæla muninn á því hversu mörgum slisum þú lendir í með skert útsýni heldur en að sýna hvernig bílinn bregst við höggi.
Þetta minnir mig smá á "survivor bias", smá tengt því, en hliðstætt að sumu leyti:
https://en.wikipedia.org/wiki/Survivorship_bias
Í raun er eingöngu litið á bíla sem lifa af í árekstri, en ekki bíla sem lenda ekki í árekstri.
Hef séð fjandi mörg árekstrarvídjó á youtube, og svo mörgum tilfellum er þetta bara ökumaðurinn ... úti að aka.
Ökumaðurinn skiptir langmestu máli, og það að draga úr sýn hans á umhverfinu þá ertu að auka hættuna þó bíllinn sé öruggari.
Ef þetta heldur áfram þessi þróun verðum við öll á skriðdrekum hérna?
*-*
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
appel skrifaði:En það sem ég tek eftir þegar ég sest upp í þessa nýju bíla er að útsýnið úr þeim er alveg herfilegt, á alla vegu. Í raun voru allir bílarnir svona, með langtum verra útsýni heldur en í 1999 toyotunni minni. Þetta er einsog að vera í skriðdreka. Og innanrýmið í þessum nýju bílum virðist vera þrengra einhvernveginn.
Held að það sé alveg rétt hjá þér að þetta er almennt orðið verra en það var. Ég held að það sé vegna þess að A-stólpinn er orðinn talsvert sverari til þess að veita aukinn styrk í veltu. Eða það er mín tilgáta.
Þetta er samt mjög mismunandi á milli bílategunda.
Af þeim bílum sem ég hef prófað undanfarin ár fannst mér Polestar áberandi hræðilegur (og Volvo ekki neitt frábærir).
Kia Soul eru með fína vegsýn. Tesla Model 3 með frábæra (Model X sömuleiðis - eiginlega bara ótrúlega, en með fáránlegar hurðar og verð). Tesla Model Y er með mjög gott útsýni úr innanrými fram á við og til hliða, en hræðilegt út um afturrúðu. Að vísu hægt að vera með myndavélina kveikta öllum stunum en hún verður drullug.
Audi Q4/VW ID[34]/Skoda Enyaq eru allir með mjög gott útsýni. Q4 fær plús fyrir að vera með rúðupiss á bakkmyndavél líka. Mínus fyrir að leyfa manni ekki að hafa kveikt á henni umfram ákveðinn hraða (eins og flestir bílar).
Um að gera að skoða bara fleiri bíla. Ekki allir sem sökka í þessum efnum þó það séu margir.
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
gunni91 skrifaði:Hljómar eins og ykkur vanti nýjan Subaru, risa rúður allann hringinn.
Þetta! Pabbi gerir reglulega athugasemd um hvað það sjáist vel útum fiskabúrið sem Subaru Forester er.. en samt góður í árekstraprófum
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Kíki á Subaru bílana. Afi minn var mikill subaru maður þannig að maður kíkir á þetta
Síðast breytt af appel á Lau 06. Jan 2024 23:07, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Já ég er sammála, hef samt ekkert prófað marga nýja bíla en hef rekið míg á þetta
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
af hverju ekki bara að endurnýja allt í toyotunni fyrir minni pening en nýr bíll?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Nýjir bílar og lélegt útsýni úr þeim
Fiat multipla... bróðir minn sagði að hann og tveir vinir hans hefðu næstum þvi keypt svona bara til að geta setið allir þrír frammí á rúntinum...