Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1775
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf blitz » Mán 25. Des 2023 09:20

Gleðileg jól öll!

Mútta er flutt upp í sveit og þarf að skoða það að fá sér nýjan bíl. Fjárhagur er þröngur - er raunhæft að fá ágætan sjálfskiptan fjórhjóladrifinn bíl í kringum 2 mkr? Þarf að vera þokkalega áreiðanlegur!

Það sem við höfum verið að horfa til eru Vitara / Forester / Rav4 en minna eknu bílarnir eru flestir nær 4mkr. Alveg til í að skoða eldri / meira ekna en þá vakna áhyggjur af áreiðanleika / viðhaldi.

Skoðanir vel þegnar - skilyrðin er sjálfskipting, fjórhjóladrif og sæmileg veghæð.

Bkv


PS4


TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf TheAdder » Mán 25. Des 2023 09:45

Af reynslu í minni fjölskyldu, þá myndi ég mæla með Suzuki, eins og Vitara, eða S4 S-Cross. Hafa komið vel út hjá okkur.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf ColdIce » Mán 25. Des 2023 10:03

Rav4 og CRV eru báðir solid jepplingar og þægilegt að setjast í fyrir eldra fólk.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf rapport » Mán 25. Des 2023 10:31

TheAdder skrifaði:Af reynslu í minni fjölskyldu, þá myndi ég mæla með Suzuki, eins og Vitara, eða S4 S-Cross. Hafa komið vel út hjá okkur.


https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... d71e3cea63



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf Moldvarpan » Mán 25. Des 2023 10:36





Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf Hlynzi » Mán 25. Des 2023 11:47

Ég hef verið með undanfarin ár 3 stk. Honda CR-V jepplinga í umsjón, Mamma er einmitt á einum þeirra (2005 árg.) , ég keypti mér einn fyrir 5 árum á 750 þús. kr. og báðir þeirra standa núna í kringum 220 þús. km. - Þetta er ca. 100 þús. kr. á ári í viðhald og allt frekar minniháttar. Ég er svo líka með 2010 bíl (næsta kynslóð) sem hefur líka staðið sig vel.

Aðal gallinn við þessa bíla (á við um alla í þessum stærðarflokki, nema dísel) er að þeir eyða alveg ágætlega. 2005 árgerðirnar eru eitthvað í kringum 10,5-11 lítra innanbæjar og allt að 14 lítrum þegar það er orðið skítkalt. Úti á landi fara þeir nú alveg niður í 8 lítra, kannski eitthvað neðar.


Hlynur

Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf rostungurinn77 » Mán 25. Des 2023 11:56

Dacia Duster?




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf Hizzman » Mán 25. Des 2023 12:00

rostungurinn77 skrifaði:Dacia Duster?


4x4 + sjálfsk duster fæst ekki



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf jonsig » Mán 25. Des 2023 12:08

Bíll sem er keyrður 300þ getur verið áreiðanlegri en bíll sem er ekinn kringum 100þ . EF eigandinn hefur haft áhuga á að sinna nokkuð stífu viðhaldi, eða þetta hefur verið langkeyrslubíll.

Getur skoðað bara ástandið og metið hvort það sé alger haugur sem er að reyna selja þér bíl.

Rautt flagg.

Vantar smurbók?
Lakkið matt og ógeðslegt ? (Hægt að feika með "sölu mössun))
Hefur gírkassi verið smurður, og skipt um bremsuvökva reglulega?
Bremsubúnaður vanhirtar ?
Lítil beygla sem hefur verið látin eiga sig og er nú orðin að ryð pitt í dag?
Ryð á undirvagni ?
Ónýtar rúðuþurrkur og þurrku armarnir allir flagnaðir ?

Svona dæmi um einhvern sem keyrir bara bílinn og er ekkert að pæla í ástandinu. Best að halda sig fjarri illa hirtum bílum og skoða bara sem flesta.
Síðast breytt af jonsig á Mán 25. Des 2023 12:11, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 24
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf Le Drum » Mán 25. Des 2023 14:46

Er kannski langtímaleiga hentugra fyrir hana?


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf littli-Jake » Mán 25. Des 2023 19:07

Fyrir þetta verð væri Hyundai, eða Suzuki góðir möguleikar. Ix35 gæti hentað vel.

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 8098e4d69d
Síðast breytt af littli-Jake á Mán 25. Des 2023 19:10, breytt samtals 1 sinni.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf KaldiBoi » Mán 25. Des 2023 20:24

Sorglegt að enginn sé búinn að nefna Pajero :(

Bílar sem duga endalaust, eins og sést á bílasölum.

(Er ekki eigandi af einum)




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf littli-Jake » Mán 25. Des 2023 20:44

Pajero eru snildar bílar.

En þetta eru grindarjeppar. Allt of öflug tæki fyrir gamla konu sem er bara að leita að fjórhjóladrifi og smá auka vegjæð fyrir andlega ró.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


halli7
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf halli7 » Þri 26. Des 2023 02:12

Mercedes Benz GLK
Snilldar bílar, sérstaklega fyrir eldra fólk.
Eini gallinn er að þeir koma varla á sölu :)
https://bilasolur.is/SearchResults.aspx ... 209f8ef8e1
Þetta er allt úrvalið eins og er.


Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf GullMoli » Þri 26. Des 2023 10:19

Erum með 2018 dísel Subaru Forester, síðasta árgerðin sem þeir framleiddu með dísel. Bensín útgáfan eyðir sennilegast ágætlega, en Rav4 gerir það svosum líka.

Hann er fínn, þægilegt að keyra þó sætin séu ekki frábær. Hinsvegar er hann með góðan beygjuradíus, sést ótrúlega vel útúr honum, gott stöðuleikakerfi og einnig eitt besta AWD kerfið af öllum þessum jepplingum. Mér liði amk vel vitandi af eldra landsbyggðar fólki á svona bíl.

Hann, eins og flestir subaruar, slítur svolítið fjöðrunarbúnaði (fóðrinumg og öðru) en ekkert alvarlegt.

Held þeir séu yfirleitt ágætlega búnir: hiti ínstýri, fram og aftur sætum og undir framrúðuþurrkum (einfaldir og þægilegir fídusar fyrir heldra fólk).

Held að 2016-2017 árg sé örugglega fáanleg á í kringum 2mkr
Síðast breytt af GullMoli á Þri 26. Des 2023 10:21, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf jonsig » Þri 26. Des 2023 18:43

Mamma er á subaru forester 2.0L bensín 2010 ish módel.

Hugsa að hann eyði auðveldlega 10-12ltr á hundraðið.
Hef fengið hann einu sinni lánaðan í langkeyrslu og hann eyddi svakalega.

Pajero er svipaður eða jafnvel mikið verri uppá eyðslu
Síðast breytt af jonsig á Þri 26. Des 2023 18:43, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf Hargo » Þri 26. Des 2023 19:01

Hizzman skrifaði:
rostungurinn77 skrifaði:Dacia Duster?


4x4 + sjálfsk duster fæst ekki


Þeir fást vissulega sjálfskiptir. En svo sem ekki algengir þannig.

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... a407962ffa

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... a407962ffa




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf Hizzman » Þri 26. Des 2023 20:25

Hargo skrifaði:
Hizzman skrifaði:
rostungurinn77 skrifaði:Dacia Duster?


4x4 + sjálfsk duster fæst ekki


Þeir fást vissulega sjálfskiptir. En svo sem ekki algengir þannig.

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... a407962ffa

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... a407962ffa


þessir eru ekki 4x4, framhjóladrif




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf Manager1 » Þri 26. Des 2023 20:44

Ég keypti 2006 árgerð af Rav4 árið 2016, þá keyrður um 110þús. Núna keyrður um 160þús (já ég keyri lítið) og eina viðhaldið sem hann hefur þurft á að halda er nýtt pústkerfi, gamla ryðgaði í sundur.

Mæli 100% með þessum bílum. Ef ég á að setja út á eitthvað þá er eyðslan ekkert frábær, sennilega nálægt 12 l/100km en hún er talsvert minni í nýrri bílum en mínum.



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf arnarj » Mið 27. Des 2023 10:13

Kia Sportage eru mjög áreiðanlegir og miklir bílar fyrir peninginn. Getur fengið 2016 (sennilega fyrrum bílaleigubíl) ekinn 150+ á c.a. 2 millur. Bara passa að þjónustubók frá upphafi sé skotheld. Ég keypti slíkan í sumar og ætlaði að eiga í langan tíma en seldi fljótlega þar sem ég tók óvænt uppá því að fara í MY.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Jepplingur (jeppi) fyrir múttu

Pósturaf DabbiGj » Mið 27. Des 2023 13:23

littli-Jake skrifaði:Pajero eru snildar bílar.

En þetta eru grindarjeppar. Allt of öflug tæki fyrir gamla konu sem er bara að leita að fjórhjóladrifi og smá auka vegjæð fyrir andlega ró.



Pajero er ekki byggður á grind, er með sjálfberandi yfirbyggingu ( unibody ) og hefur verið þannig í rúmlega aldarfjórðung

Annars góðir bílar og öflugur kostur fyrir einhvern sem býr úti á landi og vill takast á við erfiða færð