Beinskiptir bílar að hverfa?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf appel » Lau 08. Apr 2023 20:52

Mestmegnið af bílum í dag virðast vera sjálfskiptir. Sumir bílaframleiðendur eru að hætta að framleiða beinskipta bíla.

Nú hef ég eingöngu ekið á beinskiptum bílum, og hlæ að fólki sem á í erfiðleikum með þetta.
En ég hef verið að keyra á sjálfskiptum jeppa eitthvað undanfarið og ég skil ekki afhverju sjálfskipting er svona vinsæl.

Það eru margir kostar við beinskipta bíla finnst mér. Sérstaklega í umferðinni á Íslandi. Maður hefur miklu fínni stjórn á bílnum, og það eru ýmsir aðrir kostir. Nefni það sem ég hef tekið eftir:

Sjálfskiptur bíll í D gír fer eitthvað um 5km eða 10km hraða þrátt fyrir að ekki sé stigið á bensíngjöfina. Þetta er væntanlega til að hjálpa til í hægfara umferð, en mér finnst þetta vera hættulegt. Það hefur alveg liðið yfir fólk í umferð, en þá þýðir það að sjálfskiptir bílar halda áfram akstri, á meðan beinskiptir bílar gera það ekki þar sem ekki er stigið á bensíngjöfina lengur. Þannig að munurinn er sá, þú þarft að stíga á bremsuna til að stoppa sjálfskiptan bíl, en þú þarft að stíga á bensíngjöfina til að láta beinskiptan bíl fara áfram. Held að beinskiptir bílar séu öruggari hvað þetta varðar.

Svo er það þegar maður er t.d. á bíllaplani að bakka út, og það er þröngt og maður þarf að jugga sér einhvernveginn út úr stæðinu, fram og aftur. Erfiðara er að gera það á sjálfskiptum bíl. Þú ert miklu fljótari að skipta um gíra á beinskiptum bíl, jafnvel bara sekúndubrot og getur juggað þér út á methraða. En sjálfskiptir bílar hafa ekki þessa fínu stjórn, þú þarft að stöðva bílinn, skipta um gír sem er seinvirkara, og svo setja í D eða R og svo taka fótinn af bremsunni, en hraðinn stjórnast ekki af þér heldur bílnum (það sem ég nefndi að ofan). Ég hef oft verið í vandræðum að bakka út úr svona stæðum á sjálfskiptum bíl því hann fer stundum bara of hratt í svona aðstæðum.

Í aðstæðum einsog í snjó eða hálku þá getur skipt máli í hvaða gír þú ert. Ég hef ekki mikla reynslu hvernig sjálfskiptir bílar haga sér, en stundum viltu vera í þyngri gír eða léttari gír, eftir því hvað þú ert að reyna gera, sem er ekki hægt að framkvæma á sjálfskiptum bíl.

Fyrsti bíllinn minn var gamall 1985 golf, og hann fór ekki alltaf í gang. Þannig að ég lagði í brekku þannig að ég gæti rennt honum í gang, eitthvað sem er ekki kennt í ökuskólanum. hehe.. en aðeins hægt á beinskiptum bíl ímynda ég mér.

Sjálfskiptir bílar bila meira en beinskiptir? Dýrara að gera við? Það held ég.

Allavega finnst mér miklu þægilegra að vera á beinskiptum bíl, er einsog að vera á sport bíl, svo lengi sem bíllinn er ekki einhver getulaus hlunkur.


Reyndar eru rafmagnsbílarnir allir bara gírlausir og því ekki hægt að bera saman við þá, en þeir eru allt öðruvvísi en sjálfskiptir, t.d. þarftu að stíga á bensíngjöfina til að hann fari af stað, og þú ert með mjög fínni hröðun.

Bara random pæling sem ég hef verið að hugsa um.
Síðast breytt af appel á Lau 08. Apr 2023 20:52, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 231
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf Henjo » Lau 08. Apr 2023 21:00

Reyndar hægt að láta suma gamla sjálfskipta bíla renna í gang, en ekki mælt með því. Gamli benzin t.d. hjá mér var með leiðbeningar í user manual hvernig átti að gera það (en það þarf að fara mjög varlega, auðvelt að skemma skiptinguna)

95% af fólki er alveg sama um kosti eða galla, þeim finnst einfaldlega þægilegra að keyra sjálfskiptan. Krakkar í dag t.d. taka allir prófið á sjálfskipta bíll og geta því ekki keyrt beinskipt. Flestir ökumenn hafa ekki nóg vit á hlutunum til að vita hvort það sé betra að keyra í háum eða lágum gír við ákveðnar aðstæður.

Á næsta áratug eða tveimur munu rafmagsbílar taka algjörlega yfir, getur sillt þá hvort þú viljir að þeira "crawli" af stað sjálfir eins og gamaldags skiptingar með togbreytir, eða hvort þú þurfir sjálfur að ýta á inngjöfina.

Kostir og gallar við allt, er sjálfur á beinkskiptum. Hefði getað fengið bíllinn sjálfskiptan en þá var hann með gamaldags 4 gíra skiptingu sem eyðir meira. Eða þá fá single clutch sjálfskiptingu sem er hræðilega leiðileg í akstri. Eða dual clutch sem bilar og ekki þess virði að laga.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf pattzi » Lau 08. Apr 2023 21:18

Já hef séð þessa þróun en rafmagnsbílar eru að taka yfir og eru þeir allir sjálfskiptir :)

Ég á nokkra bíla og bara einn sjálfskiptur og kýs beinskipt frekar



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf Jón Ragnar » Lau 08. Apr 2023 21:18

Hef ekki átt beinskiptan bíl lengi en ég hef átt allskonar sportlegri bíla og nokkra beinskipta t.d BMWa sem eru einstaklega skemmtilegir þannig


Djöfull sakna ég þessi ekki rass :D



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf appel » Lau 08. Apr 2023 21:19

Ég skil sjálfskiptingu bíla í Bandaríkjunum. Vegalengdirnar meiri.
En í evrópu meikar beinskipting meiri sense þar sem gatnakerfið er þrengra og vegalengdirnar styttri í þéttbýlinu.
Ef ég væri að keyra mikið svona langar vegalengdir þá myndi ég vilja sjálfskiptingu, en annars innanbæjar finnst mér beinskipting best.


*-*


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf kjartanbj » Lau 08. Apr 2023 21:33

Skil ekki hvernig beinskiptir getur nokkurn tíma verið þægilegri eða betri í akstri þá sérstaklega innanbæjar. Glatað að keyra beinskipta bíla í umferð



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf pattzi » Lau 08. Apr 2023 21:39

kjartanbj skrifaði:Skil ekki hvernig beinskiptir getur nokkurn tíma verið þægilegri eða betri í akstri þá sérstaklega innanbæjar. Glatað að keyra beinskipta bíla í umferð


Mikið betra að keyra beinskipta bíla,sérstaklega innanbæjar :)

Beinskipt er best það er bara þannig ;)



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf appel » Lau 08. Apr 2023 22:13

T.d. á beinskiptum bíl, ef bremsurnar bila, þá geturu hægt á bílnum með því að gíra hann niður. Veit ekki um sambærilegt á sjálfskiptum.
Ef einhverjir hafa aldrei lent í slíku þá eru þeir heppnir.


*-*

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf jonsig » Lau 08. Apr 2023 22:20

Við stefnum inní framtíð þar sem þarf bara að taka valíum á morgnanna.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf mikkimás » Lau 08. Apr 2023 22:23

appel skrifaði:Ég skil sjálfskiptingu bíla í Bandaríkjunum. Vegalengdirnar meiri.
En í evrópu meikar beinskipting meiri sense þar sem gatnakerfið er þrengra og vegalengdirnar styttri í þéttbýlinu.
Ef ég væri að keyra mikið svona langar vegalengdir þá myndi ég vilja sjálfskiptingu, en annars innanbæjar finnst mér beinskipting best.

Ég hefði haldið að því væri öfugt farið? :-k

Tæki frekar beinskiptan í lengri vegalengdir en sjálfskiptan í innanbæjarsnatt.

Fékk fljótlega leið á að skipta um gír á 5 sekúndna fresti.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf appel » Lau 08. Apr 2023 22:30

mikkimás skrifaði:
appel skrifaði:Ég skil sjálfskiptingu bíla í Bandaríkjunum. Vegalengdirnar meiri.
En í evrópu meikar beinskipting meiri sense þar sem gatnakerfið er þrengra og vegalengdirnar styttri í þéttbýlinu.
Ef ég væri að keyra mikið svona langar vegalengdir þá myndi ég vilja sjálfskiptingu, en annars innanbæjar finnst mér beinskipting best.

Ég hefði haldið að því væri öfugt farið? :-k

Tæki frekar beinskiptan í lengri vegalengdir en sjálfskiptan í innanbæjarsnatt.

Fékk fljótlega leið á að skipta um gír á 5 sekúndna fresti.

Reyndar er það þannig að beinskipting er vinsælli í Evrópu og sjálfskipting vinsælli í BNA. Ég túlka það bara þannig að fólk vilji fínni og beinni stjórn á bílnum í þrengra gatnakerfi.


*-*


bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf bigggan » Lau 08. Apr 2023 22:43

appel skrifaði:T.d. á beinskiptum bíl, ef bremsurnar bila, þá geturu hægt á bílnum með því að gíra hann niður. Veit ekki um sambærilegt á sjálfskiptum.
Ef einhverjir hafa aldrei lent í slíku þá eru þeir heppnir.


Er nokkuð tíl nýlegir bílar það sem ekki er hægt að gíra niður á sjálfskipum bíll? Volvoinn sem fjölskyldan keyrir þar er hægt að velja gira með þvi að yta stöngin til hliðar eða velja með flapar bakvið stýrið. og hann er frá 2016 minni mig, hef aldrei keyrt eða setið i bíll sem ekki er með svoleiðis stjórnun.

Að keyra í umferðateppinu herna á Íslandi mundi ég alltaf vilja vera með sjálfskiptann bíll, eyðir kúplingin hraðar með þessi stop/start umferð og stanslaust að gíra fram og til baka. næsti bíll verður með sjálfskipting og verður sáttur með það.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1576
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf audiophile » Lau 08. Apr 2023 22:46

Skipti í sjálfskiptan bíl fyrir nokkrum árum eftir að hafa keyrt nær eingöngu beinskipta í yfir 25 ár og sakna beinskiptingar ekki rass. Þægindin í þungri innanbæjar umferð er eitthvað sem fær mig aldrei til að velja beinskipta bíl aftur.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf appel » Lau 08. Apr 2023 22:58

Verð að taka það fram að mín upplifun á sjálfskiptingu er á gömlum Ford Explorer með V8 vél.

Inngjöfin er svakalega rugluð, ég veit ekkert hvenær vélin ákveður að skipta um tempó, hann getur tekið upp á því að bara taka á rás, þ.e. gefa svakalega inn jafnvel þó stigið á bensíngjöfina er óbreytt. Hef upplifað bara dekkjaspólun áfram á svona skriðdreka, svo öflug vél. Upplifi aldrei svona á beinskiptun, enda eru umskiptin við gíraskiptingu allt öðruvísi.


*-*

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf Hrotti » Lau 08. Apr 2023 23:19

Beinskiptingar eiga hvergi heima nema í ódýrustu druslunum og svo nostalgíusportbílum. Mjög kúl í 911 sports classic t.d. https://www.youtube.com/watch?v=mmzn77xOCe0


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf Trihard » Lau 08. Apr 2023 23:41

Beinskiptir = ódýrastir og þ.a.l. vinsælir hjá unga fólkinu sem fyrsti bíllinn. Ég pældi ekki í því hvort fyrsti bíllinn minn var beinskiptur eða sjálfskiptur, var bara nokkuð ánægður að hafa bíl yfir höfuð þannig að ég vandist að keyra beinskiptann. Hefði ég fengið að velja milli sjálfs/beinskipts myndi ég velja sjálfskiptan allan daginn. Notar 1 fót vs. 2 fætur og þarft ekki að missa hárið við að skipta um gíra og pæla í því hvort það slökkni eða slökkni ekki á bílnum þegar þú ætlar að fara af stað.
Eftir að ég vinstri fótleggsbrotnaði gat ég t.d. ekkert keyrt beinskipta bílinn minn í allan þann tíma, hefði ég verið á sjálfskiptum hefði það verið allt annað mál.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 231
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf Henjo » Sun 09. Apr 2023 00:06

Bara verst hvað þessar nýju sjálfskiptingarnar eru orðnar ótrúlega flóknar og miklar, nær ómögulegt að gera þær up eða gera við. Félaginn minn var með Passat sem var 4-5 ára keyrður innan við 100þús. Dual clutch, svaka high tech. Hún að sjálfsögðu klikkaði og kosnaðurinn við að gera við var vel yfir tvær milljónir, þurfti t.d. að taka skiptinguna úr tvisvar því viðgerðin fyrra skiptið virkar ekki (Bílson sá um þetta, sérhæfir sig í VW og oft talað um sem besta verkstæði landsins) Sem betur fer borgaði VW úti mest af kosnaðinum þrátt fyrir að bíllinn er ekki lengur í ábyrgð.

Munið krakkar, þó svo það er "lifetime" olía og vökva á þessum skiptingum þarf samt að viðhalda þessu og skipta um allar olíur og vökva.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf appel » Sun 09. Apr 2023 01:01

Græðir meirihluti bílaframleiðenda ekki helst á varahlutum og viðgerðarþjónustu?
Þannig að hönnun bifreiða tekur mið að því að þeir skili peningum í kassann þannig.


*-*


Hausinn
FanBoy
Póstar: 705
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf Hausinn » Sun 09. Apr 2023 01:32

Minn fyrsti bíll var beinskiptur og ég keyrði á honum í gróflega fimm ár. Skipti yfir í sjálfskiptan þegar hann gaf upp öndina og hef verið á honum í ca. ár núna. Mig líkaði betur við tilfinninguna á því að keyra á beinskiptum og hefði sennilegast kosið þannig bíl aftur ef að ég hefði getað valið hvað sem er, en ég verð að segja að mig finnst sjálfskiptir bílar almennt séð praktískari í notkun, sérstaklega í miklari umferð þar sem maður þarf endalaust að stoppa og halda áfram. Skil það alveg að bæði framleiðendur og notendur vilja hafa samræmi á þessu öllu saman.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf Danni V8 » Sun 09. Apr 2023 01:48

Sjálfskipt er allan daginn mikið betra í dag.

Þægindi í akstri á venjulegum bílum er mikið meiri.
Stjórn við að koma sér af stað er mikið betri á kraftmiklum bílum (með launch control og þess háttar)
Gírskiptingar geta verið mikið hraðari á sportlegum bílum.
Mikið auðveldara að ekki missa kraft úr hjólum við gírskiptingar á jeppum í torfæruakstri.

Það er gamaldags hugsun að halda að maður hefur eitthvað meiri tilfinningu fyrir bílnum eða geti stjórnað bílnum eitthvað betur með beinskiptingu. Hvert og eitt einasta sport mótorsport notast sem dæmi við eitthvað form af sjálfskiptingu. Öflugir bílar með drif að aftan eru t.d. komnir með "drift mode" í skiptingarnar sem heldur þeim í gírnum sem þú vilt vera í.

Ef maður kýs beinskipt frekar, þá á bara að segja það. "Mig langar frekar í beinskipt". Það er ekkert hægt að rökstyðja það einhvernvegin að það sé betra, því það er ekki betra.

Sjálfur, keyri ég um á beinskiptum bíl. Mér finnst það skemmtilegt, ég vil hafa þennan bíl beinskiptan. En það er líka oft sem ég er fastur í stop-go traffík sem ég þooooli ekki að hann sé beinskiptur, sérstaklega ef hraðinn er þannig að ég þarf stanslaust að vera að skipta á milli 1 og 2 gírs.

Og ef maður ætlar eitthvað að hræða sig við kostnað við viðgerðir, þá eru að sjálfsögðu til fleiri hryllingssögur af sjálfskiptum bílum með dýra viðgerðareikninga, enda er miklu meira af sjálfskiptum bílum. Stór meirihluti af þeim er hinsvegar keyrður í jörðina á sömu skiptungunni án nokkurra vandræða. Það eru alveg til sögur af rándýrum viðgerðum á beinskiptum bílum þegar swinghjólin skemmast og það þarf að skipta um kúplingu í leiðinni. Eða þegar kúplingsdæla klikkar, einhver ódýr hlutur sem kostar formúgu að skipta um. Eða eins og ég er að lenda í með minn eigin bíl, að þurfa að skipta um gírkassa því fyrsti gírinn var orðinn ónýtur þegar bíllinn var ekinn minna en 120þ km. Allt bilar.

Eini kosturinn sem beinskipt hefur í dag, er að vera almennt ódýrara. En ef ég væri að kaupa nýjan bíl, myndi ég algjörlega borga nokkur hundruð þúsund köllum meira fyrir þægindin sem fylgir sjálfskiptingu.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf appel » Sun 09. Apr 2023 02:09

Ágætis punktur um að beinskiptir voru taldir vera "ódýrari" kosturinn, var búinn að gleyma því, það er rétt þeir voru ódýrari en sjálfskiptir sem voru sagðir vera "lúxus". Í dag finnst mér þetta vera meira smekksatriði. Sjálfskipting er flóknari verkfræðilega heldur en beinskipting, og þá bilanatíðnari, a.m.k. fyrir langalöngu.
En greinilegt að þetta er nokkuð umdeilt. Held rafbílar geri alla þessa umræðu null and void á næstu árum.


*-*

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf pattzi » Sun 09. Apr 2023 03:04

á fjóra beinskipta og einn sjáflskiptann ;)

og vel frekar að fara á beinskiptu í umferðina en sumt af þessu er svosem aðallega bara inni skúr :megasmile



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7502
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1166
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf rapport » Sun 09. Apr 2023 09:38

Beinskiptur er ógeðslega pirrandi í mikilli umferð þar sem maður er að taka af stað aftur og aftur, þar er sjálfskipting draumur.

Hef setið fastur í Town & Country með skiptinguna í stýrinu og juggað honum með því að skipta um gíra þangað til að tölvan hætti að vita í hvaða gír skiptingin var, en skiptingin svínvirkaði. Þurfti að enurræsa bílinn til að fá tölvuna í lag.

Þá eru flestir sjálfskiptir bílar með tiptronic, þar sem hægt er að ráða gírunum, uppá að hægja á bílnum.

En rafmagnsbílar eru held ég ekki með gírkassa, þar er bara mótor beintengdur í drifið (á ekki svona bíl, þekki það ekki 100%).

En það er eitthvað gaman að geta stjórnað gírunum sjálfur, bara það eitt að taka frammúr. Hef staðið sjálfskiptan bíl og sjálfkiptingin staðið á sér í að skipta niður og varð til þess að ég hætti við frammúraksturinn, fannst hann stefna í að verða of tæpur.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf jonsig » Sun 09. Apr 2023 10:38

audiophile skrifaði:Skipti í sjálfskiptan bíl fyrir nokkrum árum eftir að hafa keyrt nær eingöngu beinskipta í yfir 25 ár og sakna beinskiptingar ekki rass. Þægindin í þungri innanbæjar umferð er eitthvað sem fær mig aldrei til að velja beinskipta bíl aftur.


Þessvegna er fínt að vera á þessum nýju díesel bílum, maður getur lúsast niður miklubrautina með að hafa hann í fyrsta gír allan tíman, þetta diesel dót drepur ekkert á sér nema maður haldi vel inn bremsunum.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Beinskiptir bílar að hverfa?

Pósturaf mikkimás » Sun 09. Apr 2023 11:20

appel skrifaði:Reyndar er það þannig að beinskipting er vinsælli í Evrópu og sjálfskipting vinsælli í BNA. Ég túlka það bara þannig að fólk vilji fínni og beinni stjórn á bílnum í þrengra gatnakerfi.

Veit.

Finnst bara ólíklegt að það stafi þessari ástæðu.

Finnst líklegra að ástæðuna sé að finna í rótgrónum kúltúr og ávana frekar en praktík.