rapport skrifaði:Nariur skrifaði:Öll ökutækjatengd gjöld ættu að vera tengd því hversu mikið maður keyrir. Hreyfðiru ekki bílinn þinn í þessum mánuði? Engar tryggingar, engin bifreiðagjöld. (á siðferðislegan máta, ekki eins og Verna eða Ökuvísir)
Er ekki alveg sammála, held að fátt mengi meira en lítið notaðir bílar því að það fór gríðarleg orka og mengun í framleiðslu á bíl sem skapar svo lítið sem ekkert virði = algjör sóun.
Per kíllómeter menga þeir meira, en total menga þeir minna.
Við erum ekki á þeim stað að það sé raunhæft að reyna að fá íslendinga upp til hópa til að eiga ekki bíla, en við gætum allavega staðið okkur betur í að búa til hvata fyrir fólk til að nota þá sem minnst.