Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf chaplin » Þri 29. Nóv 2022 22:46

Nú reynir á bílagúrúin!

Ég er í algjöru brasi, farþegahurðin að framan er með vesen, hurðarhúnninn gengur ekki til baka. Þegar ég ríf hurðaspjaldið af og toga í og ýti á hurðarhúninn sé ég þetta gerast

https://files.fm/u/83xmrxbwn

Stykkið á myndinni sem ég lét fylgja með (rautt), er það stykkið sem á að láta hann ganga aftur til baka?


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf Viktor » Mið 30. Nóv 2022 00:33

Já gormurinn þarna á miðri mynd líklega


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf Hlynzi » Mið 30. Nóv 2022 07:12

Virkar hann eðililega fyrir utan þetta að togast ekki til baka ? Ég átta mig ekki á því hvort að gormurinn á myndinni eigi að hreyfast eða sé partur af læsingunni, ég myndi giska á að hann eigi að vera tengdur hreyfingu á handfanginu og eitthvað sé brotið þarna á milli, myndi athuga á bilapartar.is eða partasolur.is og sjá hvort þú rekist ekki á nákvæmlega eins hurðarhún og getur sett það í staðinn (og um leið séð hvað er brotið)


Hlynur


Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf Axel Jóhann » Mið 30. Nóv 2022 07:38

Sæll, netpartar eiga að eiga handa þér nýtt handfang, sendu okkur línu með bílnumeri og eg skal kanna þetta.


i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf chaplin » Mið 30. Nóv 2022 08:36

Alltaf hægt að treysta á ykkur strákar.

Til að útskýra þetta betur. Fyrir nokkrum vikum varð handfangið svolítið tregt, hætti að ganga almennilega til baka nema með ákveðnum kúnstum, þar af leiðandi var ekki hægt að loka hurðinni því hún hélst ekki lokuð.

Í gær eftir smá bras tókst okkur loksins að skipta um "actuator"-inn (http://www.varaosahaku.fi/image/900/a/85/4534c6/path/mnt/newftp/832/fibdb/bild/lgnr/24637(1).jpg). Sá gamli var orðinn tregur og gekk ekki almennilega til baka. Með nýja er loksins hægt að loka hurðinni (fer í lás), en hurðahúnninn er óbreyttur og gengur ekki aftur til baka því það virðist ekkert vera til staðar til að draga hann til baka. Þess vegna grunaði mig að þetta sem ég litaði rautt á myndinni eigi að hreyfast en það er virðist vera alveg pikk fast.

@Axel, búinn að senda á þig línu, en mv. myndirnar sem ég hef verið að skoða á netinu virðist handfangið sjálft vera heilt, að skipta honum út mun því mögulega ekki gera neitt fyrr en að mekanísminn sem á að draga hann inn virkar. Ef þú hefur meiri þekkingu á þessu þá máttu endilega deila því með mér. :)
Síðast breytt af chaplin á Mið 30. Nóv 2022 08:37, breytt samtals 1 sinni.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf Viktor » Mið 30. Nóv 2022 08:51

Gormurinn er örugglega ryðgaður fastur. Prófaðu WD40 og að hamast á þessu "rauða" á myndinni svo það hreyfist.
Viðhengi
C6226616-544A-42F0-B098-FE27FD0F23DE.jpeg
C6226616-544A-42F0-B098-FE27FD0F23DE.jpeg (189.26 KiB) Skoðað 4167 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Mið 30. Nóv 2022 08:51, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf chaplin » Mið 30. Nóv 2022 10:21

Viktor skrifaði:Gormurinn er örugglega ryðgaður fastur. Prófaðu WD40 og að hamast á þessu "rauða" á myndinni svo það hreyfist.


Guð hvað ég elska þig! Takk fyrir myndina!


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1250
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf demaNtur » Mið 30. Nóv 2022 11:32

Þig vantar innra brakketið fyrir hurðahúninn, sama og Viktor benti á.

Ég get gefið þér verð í þetta nýtt frá Hyundai ef þú sendir mér fastanúmer á bílnum - Oftast eru varahlutir ódýrir frá Hyundai :)



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf chaplin » Mið 30. Nóv 2022 11:42

demaNtur skrifaði:Þig vantar innra brakketið fyrir hurðahúninn, sama og Viktor benti á.

Ég get gefið þér verð í þetta nýtt frá Hyundai ef þú sendir mér fastanúmer á bílnum - Oftast eru varahlutir ódýrir frá Hyundai :)


Sendi þér DM! Heldur þú að það sé möguleiki fyrir mig að "liðka" uppa á það sem ég er með núna? Það virðist vera fast í "open" stöðunni og gengur ekki til baka og ég er að vonast til að það sé bara ryðgað fast. Ef ekki, ertu með varahluti fyrir menn? Gæti vantað nokkra fingur þegar þessu er lokið, sendi þér líka kennitölu í DM. \:D/


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Hyundai i30, 2012. Hurðahúnn gengur ekki til baka

Pósturaf chaplin » Mið 30. Nóv 2022 14:18

En og aftur koma vaktarmenn til bjargar!

Ofur shoutout til Viktor, Hlynzi, Axel Jóhann og auðvita Mr. demaNtur fyrir að eyða sínum verðmæta tíma til að hjálpa mér! Ást og friður!

Edit. Herra Frost var að senda DM og bjóða fram sína aðstoð! What a man!
Síðast breytt af chaplin á Fim 01. Des 2022 11:08, breytt samtals 1 sinni.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS