Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2111
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Hvað gæti kallast eðlileg ending á gormum og dempurum? Keypti fjóra dempara og gorma í september 2020 og 11 mánuðum síðar voru afturdempararnir alveg ónýtir. Kvartaði í autopart sem tóku á sig nýja dempara að aftan með útskiptum. Í sumar kom svo svakalegur smellur í bílnum þegar ég var að leggja á hann og keyra úr stæði. Fékk svo staðfest fyrir helgina að gormur hægra megin að framan væri brotinn, ekki mikið svona 5-10cm að neðan. Á víst ekki að hafa áhrif á aksturseiginleika en eitthvað sem skoðun gæti sett út á ef þeir taka eftir því. Er þetta eðlileg ending? Tæpt ár á dempurum og tæp tvö á gorma?
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Fer hugsanlega eftir akstri, en finnst þetta samt vera slæm ending.
Var að rífast við AB varahluti í vikunni yfir spindil kúlu sem entist bara í 8 mánuði þar til hún gaf sig.
Var að rífast við AB varahluti í vikunni yfir spindil kúlu sem entist bara í 8 mánuði þar til hún gaf sig.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2111
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Nei engin unglingur að keyra, en ég keyri 30-35k á ári, mest megnis langkeyrsla.
Og ég er mjög meðvitaður um holur, farinn að þekkja hverja einustu á þeim leiðum sem ég keyri mest.
Og ég er mjög meðvitaður um holur, farinn að þekkja hverja einustu á þeim leiðum sem ég keyri mest.
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Ef gormur að framan er brotinn eru miklar líkur að gormalega sé líka ónýt/föst, myndi láta skipta um gormin og leguna sem fyrst, annars geta verið hnökrar í þessu þegar þú ert að beygja
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2111
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
kjartanbj skrifaði:Ef gormur að framan er brotinn eru miklar líkur að gormalega sé líka ónýt/föst, myndi láta skipta um gormin og leguna sem fyrst, annars geta verið hnökrar í þessu þegar þú ert að beygja
Nú er þessi gormalega líka innan við tveggja ára gömul. Góð ending?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Það fer svolítið eftir tegund varahlutaframleiðanda og hönnun bílsins en mér sýnist gormarnir í Honda CR-V vera að duga í 18 ár, hinsvegar man ég að í Benzunum sem ég hef átt (W124 E-class ) voru afturgormar óþarflega duglegir við að brotna, líka frá góðum framleiðendum, í því tilfelli vantaði að skipta um stífu sem tók á sig ákveðna hreyfingu á dekkinu og gerði það að verkum að gormurinn var óeðlilega lestaður og brotnaði oftast.
Er þetta allra ódýrasta dótið sem þú ert að taka ? (svona af því sem ég hef prófað þá er það í besta falli með 50% endingu á við OEM), en ég myndi að lágmarki vilja sjá 5-10 ára endingu á svona íhlutum, en það er háð bíltegund líka, af fenginni reynslu hefur aftermarket verið jú ódýrara en kostnaðurinn við að setja það 2x oftar í bílinn gerir það strax dýrara en að kaupa strax almennilega dótið.
Er þetta allra ódýrasta dótið sem þú ert að taka ? (svona af því sem ég hef prófað þá er það í besta falli með 50% endingu á við OEM), en ég myndi að lágmarki vilja sjá 5-10 ára endingu á svona íhlutum, en það er háð bíltegund líka, af fenginni reynslu hefur aftermarket verið jú ódýrara en kostnaðurinn við að setja það 2x oftar í bílinn gerir það strax dýrara en að kaupa strax almennilega dótið.
Hlynur
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Ef þú kaupir rusl sem kostar 10% af því sem OEM partar kosta þá er þetta fín ending.
Ég er alveg hættur að kaupa aftermarket rusl í mína bíla.
Ef ég finn alvöru framleiðanda með kannski 30% betri verð þá kaupi ég þaðan (Bosch, Brembo, etc.). Oft hægt að finna alvöru bílaparta á fínu verði hjá Stillingu.
Kem ekki nálægt ruslinu sem AB selur. Ef þú kaupir bremsuklossa af þeim eru góðar líkur á að þú þurfir að hlusta á ískur í hvert skipti sem þú bremsar.
Það er líka fullt af rusli á netinu sem er sett í kassa frá original framleiðendum og selt sem OEM partar, það þarf að passa sig á því.
Ég er alveg hættur að kaupa aftermarket rusl í mína bíla.
Ef ég finn alvöru framleiðanda með kannski 30% betri verð þá kaupi ég þaðan (Bosch, Brembo, etc.). Oft hægt að finna alvöru bílaparta á fínu verði hjá Stillingu.
Kem ekki nálægt ruslinu sem AB selur. Ef þú kaupir bremsuklossa af þeim eru góðar líkur á að þú þurfir að hlusta á ískur í hvert skipti sem þú bremsar.
Það er líka fullt af rusli á netinu sem er sett í kassa frá original framleiðendum og selt sem OEM partar, það þarf að passa sig á því.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
GuðjónR skrifaði:kjartanbj skrifaði:Ef gormur að framan er brotinn eru miklar líkur að gormalega sé líka ónýt/föst, myndi láta skipta um gormin og leguna sem fyrst, annars geta verið hnökrar í þessu þegar þú ert að beygja
Nú er þessi gormalega líka innan við tveggja ára gömul. Góð ending?
Léleg ending en svo er spurning hvernig varahlutir þetta eru frá hvaða framleiðanda, var þetta eitthvað ódýrt dót? það er nóg að legan hafi kannski verið léleg og hefur tekið gormin með sér
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Þetta er vonlaus ending á bæði. Meira að segja lélegir demparar eiga að endast í 5-6 ár svo þetta er alveg vonlaus ending. Fjöðrunarbúnaður er mikilvægur og því ekki eitthvað sem á að spara með
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1016
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Hrikalega léleg ending maður
Ég hef gert ALLSKONAR á bílum gegnum tíðina og aldrei lent í svona.
En á sama tíma, ég reyni ekki að kaupa drasl undir bílinn. Fjöðrun er mjög mikilvægur partur af bílnum sem borgar sig ekki að spara í.
Ég hef gert ALLSKONAR á bílum gegnum tíðina og aldrei lent í svona.
En á sama tíma, ég reyni ekki að kaupa drasl undir bílinn. Fjöðrun er mjög mikilvægur partur af bílnum sem borgar sig ekki að spara í.
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2111
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Þannig að niðurstaðan er sú að http://www.autopart.is eru að selja rusl varahluti?
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Þú mættir gjarnan reyna að fletta upp hvers konar gormar og demparar þetta voru svo hægt sé að læra af þessu
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
GuðjónR skrifaði:Þannig að niðurstaðan er sú að http://www.autopart.is eru að selja rusl varahluti?
Þeir selja það ódyrasta af því ódýrasta, enda mjög ódýrir varahlutir sem þeir selja.
Bílaverkstæðið sem ég vinn hjá kaupir mjög mikið af varahlutum frá þeim, jú við lendum alveg í hlutum sem fara innan tveggja ára, en oftast er þetta dót í lagi.
Ég er þó alveg hættur að að versla við þá fyrir mig sjálfan og mína kúnna, þar sem ég hef oft lent í því að fá dót sem er ónýtt á innan við ári, jafnvel sex mánuðum.
Svo þegar ég hef þurft að fara í einhverja ábyrgðarslagsmála við þá, þá eru þeir mjög lengi að endurgreiða gamla ruslið, jafnvel reyna að kenna einhverju öðru um að þetta sé ónytt, eitt skipti tók það 6 vikur frá því að ég lét þá hafa það sem var ónýtt. Að auki þurfti ég að leggja út sömu upphæð og ég upphaflega borgaði fyrir varahlutina, rúmar 50.þkr, sem ég fékk svo í formi inneignar þegar þetta mál var loksins búið.
Versla nú nánast einungis við Stillingu, hef einusinni þurft að skila varahlut sem var ónýtur innan ábyrgðartíma, fékk nýjann í hendurnar og ekkert múður.
Síðast breytt af thor12 á Mán 22. Ágú 2022 12:40, breytt samtals 1 sinni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Minnir að ég hafi látið skipta um gorma og dempara í Subarunum þegar hann var í kringum 100.000 km. Það var reyndar langmest eftir akstur á malbiki.
En ég hef það reyndar fyrir reglu að hægja á mér þegar ég ek yfir hraðahindranir.
En ég hef það reyndar fyrir reglu að hægja á mér þegar ég ek yfir hraðahindranir.
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
thor12 skrifaði:GuðjónR skrifaði:Þannig að niðurstaðan er sú að http://www.autopart.is eru að selja rusl varahluti?
Þeir selja það ódyrasta af því ódýrasta, enda mjög ódýrir varahlutir sem þeir selja.
Bílaverkstæðið sem ég vinn hjá kaupir mjög mikið af varahlutum frá þeim, jú við lendum alveg í hlutum sem fara innan tveggja ára, en oftast er þetta dót í lagi.
Ég er þó alveg hættur að að versla við þá fyrir mig sjálfan og mína kúnna, þar sem ég hef oft lent í því að fá dót sem er ónýtt á innan við ári, jafnvel sex mánuðum.
Svo þegar ég hef þurft að fara í einhverja ábyrgðarslagsmála við þá, þá eru þeir mjög lengi að endurgreiða gamla ruslið, jafnvel reyna að kenna einhverju öðru um að þetta sé ónytt, eitt skipti tók það 6 vikur frá því að ég lét þá hafa það sem var ónýtt. Að auki þurfti ég að leggja út sömu upphæð og ég upphaflega borgaði fyrir varahlutina, rúmar 50.þkr, sem ég fékk svo í formi inneignar þegar þetta mál var loksins búið.
Versla nú nánast einungis við Stillingu, hef einusinni þurft að skila varahlut sem var ónýtur innan ábyrgðartíma, fékk nýjann í hendurnar og ekkert múður.
Ágætt að hafa í huga að þegar klukkustund á verkstæði kostar 15-20þ m.vsk að þá geta ódýrir varahlutir fljótt orðið ofboðslega dýrir sbr. þetta. Það er ástæða fyrir því að verkstæðin versla oft bara við vissa söluaðila sem þeir geta treyst sbr þetta með stillingu.
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Er núna á bíll keyrður 180þús, ennþá með upprunalega gorma og dempara allan hringinn. En þó eitthv óhljóð byrjað að koma frá framdempurum. Þegar ég læt setja nýja í hann geri ég ráð fyrir að þeir dugi mér aðra 180þús km.
-
- Gúrú
- Póstar: 549
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 57
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Talandi um varahluti, hver er ykkar skoðun á Meyle? Þeir segjast vera "betri" en OEM, alla vegna djarflega á umbúðunum þeirra.
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
raggos er með góðan punkt, að hafa í huga TCO... að viðgerðastopp og viðgerð kostar alltaf peninga og vesen og það sparast mikið á að hafa þaui sem fæst... sérstaklega á vinnubíl.
En svo er líka eitthvað rangt við að kaupa ekki góða dempara og gorma... þetta er það sem stýrir mikið akstursánægjunni og gæðunum + er dýrt og leiðinlegt að skipta um.
Bremsur og fjöðrun verða að vera top notsj
En svo er líka eitthvað rangt við að kaupa ekki góða dempara og gorma... þetta er það sem stýrir mikið akstursánægjunni og gæðunum + er dýrt og leiðinlegt að skipta um.
Bremsur og fjöðrun verða að vera top notsj
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
+ hvað allar hreyfingar verða skemmtilegri þegar þetta dót er nýtt
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
raggos skrifaði:thor12 skrifaði:GuðjónR skrifaði:Þannig að niðurstaðan er sú að http://www.autopart.is eru að selja rusl varahluti?
Þeir selja það ódyrasta af því ódýrasta, enda mjög ódýrir varahlutir sem þeir selja.
Bílaverkstæðið sem ég vinn hjá kaupir mjög mikið af varahlutum frá þeim, jú við lendum alveg í hlutum sem fara innan tveggja ára, en oftast er þetta dót í lagi.
Ég er þó alveg hættur að að versla við þá fyrir mig sjálfan og mína kúnna, þar sem ég hef oft lent í því að fá dót sem er ónýtt á innan við ári, jafnvel sex mánuðum.
Svo þegar ég hef þurft að fara í einhverja ábyrgðarslagsmála við þá, þá eru þeir mjög lengi að endurgreiða gamla ruslið, jafnvel reyna að kenna einhverju öðru um að þetta sé ónytt, eitt skipti tók það 6 vikur frá því að ég lét þá hafa það sem var ónýtt. Að auki þurfti ég að leggja út sömu upphæð og ég upphaflega borgaði fyrir varahlutina, rúmar 50.þkr, sem ég fékk svo í formi inneignar þegar þetta mál var loksins búið.
Versla nú nánast einungis við Stillingu, hef einusinni þurft að skila varahlut sem var ónýtur innan ábyrgðartíma, fékk nýjann í hendurnar og ekkert múður.
Ágætt að hafa í huga að þegar klukkustund á verkstæði kostar 15-20þ m.vsk að þá geta ódýrir varahlutir fljótt orðið ofboðslega dýrir sbr. þetta. Það er ástæða fyrir því að verkstæðin versla oft bara við vissa söluaðila sem þeir geta treyst sbr þetta með stillingu.
Algjörlega sammála, en þegar Autoparts geta komið til okkar með varahluti á korteri, en ekki klst + eins og flest aðrar verslanir, þá er þetta augljóst val. Að láta 10-15 bifvélavirkja hinkra eftir varahlutum í lengri tíma kostar slatta af peningum líka.
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
thor12 skrifaði:raggos skrifaði:thor12 skrifaði:GuðjónR skrifaði:Þannig að niðurstaðan er sú að http://www.autopart.is eru að selja rusl varahluti?
Þeir selja það ódyrasta af því ódýrasta, enda mjög ódýrir varahlutir sem þeir selja.
Bílaverkstæðið sem ég vinn hjá kaupir mjög mikið af varahlutum frá þeim, jú við lendum alveg í hlutum sem fara innan tveggja ára, en oftast er þetta dót í lagi.
Ég er þó alveg hættur að að versla við þá fyrir mig sjálfan og mína kúnna, þar sem ég hef oft lent í því að fá dót sem er ónýtt á innan við ári, jafnvel sex mánuðum.
Svo þegar ég hef þurft að fara í einhverja ábyrgðarslagsmála við þá, þá eru þeir mjög lengi að endurgreiða gamla ruslið, jafnvel reyna að kenna einhverju öðru um að þetta sé ónytt, eitt skipti tók það 6 vikur frá því að ég lét þá hafa það sem var ónýtt. Að auki þurfti ég að leggja út sömu upphæð og ég upphaflega borgaði fyrir varahlutina, rúmar 50.þkr, sem ég fékk svo í formi inneignar þegar þetta mál var loksins búið.
Versla nú nánast einungis við Stillingu, hef einusinni þurft að skila varahlut sem var ónýtur innan ábyrgðartíma, fékk nýjann í hendurnar og ekkert múður.
Ágætt að hafa í huga að þegar klukkustund á verkstæði kostar 15-20þ m.vsk að þá geta ódýrir varahlutir fljótt orðið ofboðslega dýrir sbr. þetta. Það er ástæða fyrir því að verkstæðin versla oft bara við vissa söluaðila sem þeir geta treyst sbr þetta með stillingu.
Algjörlega sammála, en þegar Autoparts geta komið til okkar með varahluti á korteri, en ekki klst + eins og flest aðrar verslanir, þá er þetta augljóst val. Að láta 10-15 bifvélavirkja hinkra eftir varahlutum í lengri tíma kostar slatta af peningum líka.
Ég held að eigendur bíla séu meira að hugsa um frítíma sinn og það að viðgerð endist frekar en vinnuflæði bifvélavirkjans. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti verkstæðið einungis að nota varahluti sem vitað er að virka vel og endast, nema viðskiptavinur sérstaklega biðji um það ódýrasta með þeim hættum sem því fylgja.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2111
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Svo er annar faktor, þú ferð með bílinn á verkstæði til að skipta um gorma/dempara eða eitthvað annað og kaupir efni og vinnu af versktæðinu, þú veist ekkert hvaðan verkstæðið kaupir sína íhluti, þeir geta alveg eins verið að kaupa ódýrari hluti til að græða meira sjálfir, ekki nema þú færir í umboðið og borgir allt að þrefalt meira fyrir "original" hlutinn.
Kannski er bara málið að vera ekkert að ofhugsa þessa varahluti, þ.e. fara bara með bílinn á verkstæði og láta þá sjá um efni og vinnu, þú ættir þá að hafa tveggja ára ábyrgð á verkinu nema hægt sé að sýna fram á vanrækslu eða gáleysi að þinni hálfu.
Í þessi tilfelli keypti ég varahlutina sjálfur og vinnuna sér, gæti eflaust claimað nýjan gorm sem kostar um 7k þarna, en vil ég það? Fara svo með bílinn á verkstæði og borga 30k fyrir ísetningu og svo er hann kannski farinn aftur næsta sumar. Væri ekki betra að kaupa gorm með ísetningu á 40k og fá þá tveggja ára ábyrgð? ... held að það sé málið að hætta að spá í þessu nema maður sé að gera eitthvað sjálfur auðvitað eins og bremsuklossar og diskar.
Kannski er bara málið að vera ekkert að ofhugsa þessa varahluti, þ.e. fara bara með bílinn á verkstæði og láta þá sjá um efni og vinnu, þú ættir þá að hafa tveggja ára ábyrgð á verkinu nema hægt sé að sýna fram á vanrækslu eða gáleysi að þinni hálfu.
Í þessi tilfelli keypti ég varahlutina sjálfur og vinnuna sér, gæti eflaust claimað nýjan gorm sem kostar um 7k þarna, en vil ég það? Fara svo með bílinn á verkstæði og borga 30k fyrir ísetningu og svo er hann kannski farinn aftur næsta sumar. Væri ekki betra að kaupa gorm með ísetningu á 40k og fá þá tveggja ára ábyrgð? ... held að það sé málið að hætta að spá í þessu nema maður sé að gera eitthvað sjálfur auðvitað eins og bremsuklossar og diskar.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Farinn að gera allt sjálfur. Hjólið, bílinn.. biluð skjákort
Því ef þú vilt hlutina gerða rétt...
Keypti KYB dempara og gormasett á kringum 50þ í fastparts.is með að velja sjófrakt sem er svipað verð og á ebay.
Ég athugaði bilanaust og stillingu ,þar kostaði 1stk af svona dempara 30þ (STAKUR)
Var í 2klst með gorma og dempara að aftan. Kannski 4-5 klst jobb í heildina.
Keypti repair manual fyrir bílinn á haynes.com. Sé þar allar herslur og helstu upplýsingar.
Þú þarft sjálfur að gera smá könnun á dótinu sem þú ert að kaupa, eða láta setja í bílinn hjá þér. Mér skilst að monroe og kyb séu gæða merki og er selt hérna á klakanum, en kosta 2-3x á við kínadempara.
Því ef þú vilt hlutina gerða rétt...
Keypti KYB dempara og gormasett á kringum 50þ í fastparts.is með að velja sjófrakt sem er svipað verð og á ebay.
Ég athugaði bilanaust og stillingu ,þar kostaði 1stk af svona dempara 30þ (STAKUR)
Var í 2klst með gorma og dempara að aftan. Kannski 4-5 klst jobb í heildina.
Keypti repair manual fyrir bílinn á haynes.com. Sé þar allar herslur og helstu upplýsingar.
Þú þarft sjálfur að gera smá könnun á dótinu sem þú ert að kaupa, eða láta setja í bílinn hjá þér. Mér skilst að monroe og kyb séu gæða merki og er selt hérna á klakanum, en kosta 2-3x á við kínadempara.
Síðast breytt af jonsig á Lau 13. Maí 2023 07:50, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 312
- Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
- Reputation: 9
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað telst eðlileg ending á dempurum og gormum?
Henjo skrifaði:Er núna á bíll keyrður 180þús, ennþá með upprunalega gorma og dempara allan hringinn. En þó eitthv óhljóð byrjað að koma frá framdempurum. Þegar ég læt setja nýja í hann geri ég ráð fyrir að þeir dugi mér aðra 180þús km.
Passaðu bara að það sé original varahlutur, ef þú vilt alvöru endingu.
Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio