Mazda 6 vs Toyota Avensis

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf techseven » Lau 12. Feb 2022 12:07

Sælt veri fólkið

Ég er að hugsa um að kaupa bíl, hef áhuga á þessum en er ekki búinn að prófa:

Mazda 6
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=5&cid=455426&sid=836694&schid=16e2b903-9ccb-40f7-86cc-28a7ce6465dc

Toyota Avensis
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=24&cid=118286&sid=836985&schid=16e2b903-9ccb-40f7-86cc-28a7ce6465dc

Hver er ykkar reynsla af þessum bílum? Er einhver sem hefur prófað báðar gerðir?


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio

Skjámynd

Höfundur
techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf techseven » Lau 12. Feb 2022 12:27

Mazdan er reyndar seld núna en er samt ekki hættur að pæla í Mözdu


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 12. Feb 2022 12:40

Sýnist bæði Mazda og Toyota bila lítið miðað við úttekt hjá Sænsku tryggingarfélagi 2020.
https://www.lansforsakringar.se/stockholm/privat/forsakring/bilforsakring/vilka-bilmarken-drabbas-mest-av-maskinskada/


Just do IT
  √


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf mikkimás » Lau 12. Feb 2022 12:44

Ég hef talsverða reynslu af M6. Fínir bílar, þægilegir í keyrslu þrátt fyrir að mínu mati mikið veghljóð.

Helsti ókosturinn við M6 er ef það eru fleiri en einn sem skiptast á að nota hann og einhver þeirra hlustar á háværa tónlist með BT.

Það sem gerist er að þegar næsti notandi startar bílnum og bíllinn finnur ekki seinasta BT tæki, þá skiptir bíllinn sjálfkrafa yfir í útvarp með sama hljóðstyrk og fyrri notandi var með og gefur seinni notanda líklegt hjartaáfall.

Ekki vandamál ef það er aðeins einn notandi, en óþolandi samt :)



Skjámynd

Höfundur
techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf techseven » Lau 12. Feb 2022 12:49

mikkimás skrifaði:Ég hef talsverða reynslu af M6. Fínir bílar, þægilegir í keyrslu þrátt fyrir að mínu mati mikið veghljóð.

Helsti ókosturinn við M6 er ef það eru fleiri en einn sem skiptast á að nota hann og einhver þeirra hlustar á háværa tónlist með BT.

Það sem gerist er að þegar næsti notandi startar bílnum og bíllinn finnur ekki seinasta BT tæki, þá skiptir bíllinn sjálfkrafa yfir í útvarp með sama hljóðstyrk og fyrri notandi var með og gefur seinni notanda líklegt hjartaáfall.

Ekki vandamál ef það er aðeins einn notandi, en óþolandi samt :)


Gott að vita :)


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf pattzi » Lau 12. Feb 2022 13:08

mikkimás skrifaði:Ég hef talsverða reynslu af M6. Fínir bílar, þægilegir í keyrslu þrátt fyrir að mínu mati mikið veghljóð.

Helsti ókosturinn við M6 er ef það eru fleiri en einn sem skiptast á að nota hann og einhver þeirra hlustar á háværa tónlist með BT.

Það sem gerist er að þegar næsti notandi startar bílnum og bíllinn finnur ekki seinasta BT tæki, þá skiptir bíllinn sjálfkrafa yfir í útvarp með sama hljóðstyrk og fyrri notandi var með og gefur seinni notanda líklegt hjartaáfall.

Ekki vandamál ef það er aðeins einn notandi, en óþolandi samt :)


Þá þyrfti bara setja límmiða "muna lækka í útvarpinu" :megasmile


En persónulega færi ég alltaf í toyotu hafa reynst mér mjög vel og á 3x corollur...




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf littli-Jake » Lau 12. Feb 2022 13:21

Þetta eru mjög áþekkir bílar og smíðaðir á svipaðan hátt.
Ég verð mjög hissa ef einhver kemur með góða ástæðu fyrir því að kaupa ekki annan hvorn bilinn.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf ColdIce » Lau 12. Feb 2022 15:05

Toyotuna.
Fengi mér frekar Corolla


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


benony13
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf benony13 » Lau 12. Feb 2022 15:53

Átti Mözdu 6 2015 árgerð.
Geggjað að keyra hann, eyddi mjög litlu miðað við stærð (6.7 hjá mér og um 5.4 í langkeyrslu) og hljóðlátur.
Bilaði einu sinni hjá mér en skiptingin hrundi þegar hann var keyrður rétt tæplega 70þúsund og 3,5 ára.
Brimborg tók þetta á endanum á sig þrátt fyrir að vera dottinn úr ábyrgð. Tók samt rúma 7 mánuði að fá hann tilbaka.

Hef átt eldri Avensis-a (2006,2004 og 2010) bara exe útgáfan er með cruise control(veit ekki með nýrri týpur)
Þeir eru með meira veghljóð, eyða meira en haldast vel í verði og eru áreiðanlegir.


Myndi eflaust fara í mazda frekar en Avensis. Ég færi líklega í skoda superb í þessum stærðaflokki



Skjámynd

Höfundur
techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf techseven » Lau 12. Feb 2022 16:33

benony13 skrifaði:Átti Mözdu 6 2015 árgerð.
Geggjað að keyra hann, eyddi mjög litlu miðað við stærð (6.7 hjá mér og um 5.4 í langkeyrslu) og hljóðlátur.
Bilaði einu sinni hjá mér en skiptingin hrundi þegar hann var keyrður rétt tæplega 70þúsund og 3,5 ára.
Brimborg tók þetta á endanum á sig þrátt fyrir að vera dottinn úr ábyrgð. Tók samt rúma 7 mánuði að fá hann tilbaka.

Hef átt eldri Avensis-a (2006,2004 og 2010) bara exe útgáfan er með cruise control(veit ekki með nýrri týpur)
Þeir eru með meira veghljóð, eyða meira en haldast vel í verði og eru áreiðanlegir.


Myndi eflaust fara í mazda frekar en Avensis. Ég færi líklega í skoda superb í þessum stærðaflokki


Takk fyrir þetta, ég hallast reyndar að Mözdu miðað við það sem ég hef lesið um báða bíla, núna er bara að prófa sjálfur.


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf rapport » Lau 12. Feb 2022 17:40

Var í bílakaupum í seinustu viku, endaði einhvernvegin á Renault Megane Limited diesel, ekinn 45þ. á 1.500þ.

Langaði í þennan eftir að hafa veri á svona bílaleigubíl í Serbíu í sumar - https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... ff9c5d73f6

Einhver sagði mér að hann væri á Jeep grind og margt sasmeiginlegt á milli tengundanna en fannst ekki sniðugt að kaupa bíl sem fá eintök væru af í umferðinni.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf Dr3dinn » Lau 12. Feb 2022 20:38

átti mözdu 3, alveg geggjað að keyra hana og skemmtileg. Eyddi kannski of miklu 7.5-8.5 innan bæjar.

Fýla ekki toyotur sem eru ekki cruiser, myndi alltaf velja i folksbilaflokki m6 en avensis. Bara ut frá þægileika að keyra og flottari.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf appel » Lau 12. Feb 2022 21:56

Keypti Toyota Avensis árið 1999, er enn á honum. Virkar enn þrusuvel og í góðu standi. 23 ára gamall! fer rosa vel með budduna manns, mjög lítið viðhald þurft og bilar nánast aldrei.


*-*

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Mazda 6 vs Toyota Avensis

Pósturaf pattzi » Lau 12. Feb 2022 22:25

appel skrifaði:Keypti Toyota Avensis árið 1999, er enn á honum. Virkar enn þrusuvel og í góðu standi. 23 ára gamall! fer rosa vel með budduna manns, mjög lítið viðhald þurft og bilar nánast aldrei.



Já mæli klárlega með toyotu líka

á 2x Corollur SI 1.6 1993
Og 1x corollu 1400 dísel 2008

Slær varla feilpúst þessir bílar þó einn si bílana sé varla notaður þessa dagana enda á sumardekkjum og það er svona hobbybíll

En hinn er keyrður um 400þ og bara gengur og gengur
Síðast breytt af pattzi á Lau 12. Feb 2022 22:26, breytt samtals 1 sinni.