Rafgeymir

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Rafgeymir

Pósturaf Vaski » Mið 25. Ágú 2021 18:39

Hvert fer maður til þess að láta skoða rafgeyminn hjá sér, einhverskonar ástandsskoðun á honum?
Og einnig, ef hann er ónýtur, er eitthvað sérstakt sem maður á að kaupa?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Rafgeymir

Pósturaf Njall_L » Mið 25. Ágú 2021 18:41

Fer sjálfur alltaf í Skorra eða Rafgeymasöluna fyrir svona mál, hef ekki verið svikinn af því hingað til.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Rafgeymir

Pósturaf rapport » Mið 25. Ágú 2021 18:43

Mín reynsla í gegnum árin, er að kaupa örlítið öflugri geyma en beðið er um upp á kaldræsi (ef bíll er úti á nóttunni).

EN okkar bílar eru almennt keyrði helvíti lítið, s.s. margar stuttar vegalengdir.

Keypti seinast geymi skv. handbók bílsins í Bauhaus því það var í leiðinni, sé smá eftir að hafa ekki haldið mig við eigin ráð og keypt öflugri geymi.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Rafgeymir

Pósturaf littli-Jake » Fim 26. Ágú 2021 09:51

Kíktu í skorra uppá höfða. Þeir sjá um þetta fyrir þig og rukka ekki úr þér augun fyrir. Ég er búinn að taka síðustu 2 geyma hjá þeim. Þann fyrri endurnýjaði ég eftir 7 ár þó hann væri ekkert farinn að svíkja. Sá sem er í núna er búinn að vera í 4.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Rafgeymir

Pósturaf sigurdur » Fim 26. Ágú 2021 10:37

littli-Jake skrifaði:Kíktu í skorra uppá höfða. Þeir sjá um þetta fyrir þig og rukka ekki úr þér augun fyrir. Ég er búinn að taka síðustu 2 geyma hjá þeim. Þann fyrri endurnýjaði ég eftir 7 ár þó hann væri ekkert farinn að svíkja. Sá sem er í núna er búinn að vera í 4.

Tek undir meðmæli með Skorra. Þar er frábær þjónusta. Fór til þeirra eftir að hafa vaknað upp rafmagnslaus nokkra morgna. Þeir hefðu alveg getað selt mér nýjan rafgeymi, en mældu hann upp og hann var í fínu lagi. Kom í ljós síðar að þetta var "user error" hjá mér. Rukkuðu ekki krónu.




Höfundur
Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafgeymir

Pósturaf Vaski » Fim 26. Ágú 2021 14:42

Fór í Skorra og fékk nýja geymi.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafgeymir

Pósturaf Hlynzi » Fim 26. Ágú 2021 21:20

Ég hef nú bara gert það þegar geymirinn er farinn að verða slappur (heyrir að startarinn er ekki jafn líflegur og viljugur og hann var) þá kaupi ég nýjann geymi, Costco eru með geyma frá Bosch og hann kostar 8 þús. kr. (45Ah minnir mig) svo ég bara skelli nýjum geymi í (og skrifa á geyminn hvenær hann var settur í) - geri ráð fyrir almennt 5-8 ára líftíma, en fer svolítið eftir notkun.


Hlynur