Forvitni um rafhjólaleigur

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf dori » Fös 18. Sep 2020 14:52

netkaffi skrifaði:Það er geggjað að vera á þessu. Mæli með fyrir alla að prófa þetta (bara passa sig á að sum hjólin fara hratt). Ég velti því samt fyrir mér hvernig þetta verður þegar (ef) hálkan kemur. Líklegast kemur einhver hálka þó að sumir vetrir séu mjög mildir og frostlausir á Íslandi. Hvernig eru tækin að fara drífa á þessu? Vel? Ég get ímyndað mér að maður komist ansi mikið á hjólinu hjá Hopp, það er ansi kröftugt og sýnist mér sver dekk m.v. dekkin á skottum sem maður er að sjá í sölu almennt. Get líka ímyndað mér að það sé meiri slysahætta, auðveldara að missa stjórn í snjó og slabbi. Ég held að ég splæsi mér í góðan hjálm! Svona hjálm sem ver hökuna líka og allt það (mótorhjóla eða svipaður þannig hjálmur fyrir reiðhjól). Er ekki hægt að fá hjálma með Augmented Reality? (Jæja það er kannski efni í annan þráð.) Eru ekki til skutlur með vetrardekkjum eða gerðar fyrir vetraraðstæður?

Þetta er fínt í hálku á veturna því að þeir (að minnsta kosti Hopp, örugglega allir) setja nagla í dekkin. Væntanlega mun minni notkun á þessu um vetur en á sumrin en þetta var úti í allan vetur hjá Hopp og ég prófaði það nokkrum sinnum og það virkaði nokkuð vel.

Þetta er vesen í svona þungum og blautum snjó. Þá spólarðu bara og það er leiðinlegt. Mér finnst þetta meira sleipt í rigningu að sumri en í hálkunni á veturna.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf gnarr » Lau 19. Sep 2020 19:58

Hopp settu sjálfir negld dekk á hjólin sín síðasta vetur.


"Give what you can, take what you need."