Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Sælir
Er að pæla hvort það sé einhver reiðhjólaverslun með strákum í vinnu sem geta lagað hlutina í fyrstu tilraun?
Búinn að fá gjörsamlega nóg af verslun "A" sem tók þá 4x viðgerðir til að fatta að það væri galli í gírunum
Svo Verslun "B" Gera allt mjög vel nema gleyma yfirleitt að herða niður einhvern vírinn á öðrumhvorum gírnum sem maður fattar svo uppá heiði einhverstaðar.
Ég sé að það er brjálað að gera þarna ,en eitthvað virðist skorta á fagmenntun eða álíka á þessum verkstæðum. Samt tek það framm að ég borga bara það sem er uppsett en vill þá hafa þetta í LAGI...
Er að pæla hvort það sé einhver reiðhjólaverslun með strákum í vinnu sem geta lagað hlutina í fyrstu tilraun?
Búinn að fá gjörsamlega nóg af verslun "A" sem tók þá 4x viðgerðir til að fatta að það væri galli í gírunum
Svo Verslun "B" Gera allt mjög vel nema gleyma yfirleitt að herða niður einhvern vírinn á öðrumhvorum gírnum sem maður fattar svo uppá heiði einhverstaðar.
Ég sé að það er brjálað að gera þarna ,en eitthvað virðist skorta á fagmenntun eða álíka á þessum verkstæðum. Samt tek það framm að ég borga bara það sem er uppsett en vill þá hafa þetta í LAGI...
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Ég þekki fólk 60+ sem hjólar mikið og gafst upp á þessu og fór á námskeið til að læra að gera þetta sjálft.
Þau vildu meina það sama og þú, að það sé hreinlega skortur á "atvinnumönnum" og fyrir vikið sé "hobbýistum með mikla reynslu" hleypt í að veita þessa þjónustu.
Eins og þú bendir á þá þarf þessi vinna að vera 100% fólk treystir á hjólið sem ferðamáta og fer emð þau í extreme aðstæður þar sem allt þarf að virka.
Sambærilegur hobbýismi hefur t.d. orðið til þess að ég tel mig svo klárann í tölvusamsetningum að ég gjörsamlega slátraði móðurborði óvart.
Blessunarlega hef ég haft vit til að vera ekki að selja þessa þjónustu og ætti ekki alls ekki að gera það, það er bara ekki nóg að vita hvernig allt passar saman.
Þau vildu meina það sama og þú, að það sé hreinlega skortur á "atvinnumönnum" og fyrir vikið sé "hobbýistum með mikla reynslu" hleypt í að veita þessa þjónustu.
Eins og þú bendir á þá þarf þessi vinna að vera 100% fólk treystir á hjólið sem ferðamáta og fer emð þau í extreme aðstæður þar sem allt þarf að virka.
Sambærilegur hobbýismi hefur t.d. orðið til þess að ég tel mig svo klárann í tölvusamsetningum að ég gjörsamlega slátraði móðurborði óvart.
Blessunarlega hef ég haft vit til að vera ekki að selja þessa þjónustu og ætti ekki alls ekki að gera það, það er bara ekki nóg að vita hvernig allt passar saman.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
gotit23 skrifaði:hvernig hjól ertu með,
hvað er að?
Ég er með rafmagnsgötuhjól sem var með factory fitted gallaðri kasettu að aftan, og tók 4 tilraunir á verkstæði til að finna það út. Í rauninni var aldrei fundið neitt út heldur skipt út heilu unitunum í einu til að finna út hvort það virkaði. Og það virkaði í fjórða skipti held ég... eftir endalausar ferðir framm og aftur og aldrei hringt í mann þegar þetta var tilbúið.
Svo er það önnur búðin sem tók fjallahjólið mitt sem er á fjórða hundrað þúsund í yfirhalningu og gerðu það svosem vel, nema herða skrúfuna sem strekkir vírinn í fremri derailleur draslið, eða þá hvort gírskiptirinn sé eitthvað fuckt, samt komst það hjól gegnum "umfangsmikla" þjónustuskoðun. Og gírinn á fremri kasettu hætti að virka eftir 5km.
Og maður finnur þetta alltaf út, yfirleitt rétt eftir viðgerð eða einhverstaðar í miðjum kúkavallaskógi. Þetta er bara orðið svo þreytt... ég er alveg tilbúinn að borga meira en meðan þetta er svona þá þori ég ekki mjög langt á þessum tækjum.
Síðast breytt af jonsig á Lau 15. Ágú 2020 19:46, breytt samtals 1 sinni.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1782
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 143
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Viðgerðarstandur (mæli með Park Tool), viðgerðarsett og Youtube hefur komið mér í gegnum allar viðgerðir á mínum hjólum sl. fimm ár nema lagfæringar á gjörðum.
PS4
-
- Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Mæli með reiðhjólaversluninni Berlín Ármúla.
Var búin að fara með hjólið mitt í viðgerð í Kópavogi og fékk það jafn bilað til baka og 15 þúsund krónur fátækari.
Hann í Berlín reddaði þessu á rúmri viku og hjólið er eins og nýtt, borgaði 17 þús fyrir viðgerð og varahluti.
Ps, mæli alls ekki með reiðhjóla og sláttuvélaþjostunni upp á höfða, hann hafði engann áhuga á að hjálpa mér né gat gefið mér upplýsingar, fyrirtækið er merkt Shimano en hann virtist ekkert vita um gíra né nenna.
Var búin að fara með hjólið mitt í viðgerð í Kópavogi og fékk það jafn bilað til baka og 15 þúsund krónur fátækari.
Hann í Berlín reddaði þessu á rúmri viku og hjólið er eins og nýtt, borgaði 17 þús fyrir viðgerð og varahluti.
Ps, mæli alls ekki með reiðhjóla og sláttuvélaþjostunni upp á höfða, hann hafði engann áhuga á að hjálpa mér né gat gefið mér upplýsingar, fyrirtækið er merkt Shimano en hann virtist ekkert vita um gíra né nenna.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 987
- Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
- Reputation: 105
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Ég fór sjálfur með hjólið mitt uppí verkstæði fyrir c.a. 5 árum ekki svo langt frá mjóddini, borgaði eitthvað sirka 15þús fyrir viðgerðina og fljótt aftur datt hjólið bara í sundur viku seinna
Þetta gæti verið sama verkstæðið og Einarhr minnti á, þeir voru líka með mikið af sláttavélum - gíska að þetta er líka reiðhjól / sláttavéla verkstæði.
Best að bara læra á þetta og laga hjólið sjálfur
Þetta gæti verið sama verkstæðið og Einarhr minnti á, þeir voru líka með mikið af sláttavélum - gíska að þetta er líka reiðhjól / sláttavéla verkstæði.
Best að bara læra á þetta og laga hjólið sjálfur
Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Það er (nánast) engin fagmenntun í reiðhjólaviðgerðum. Nánast allir sem starfa á verkstæðunum eru sjálfmenntaðir í þessu eða ekkert menntaðir og vinnubrögðin eftir því. Sumarið er nánast eini tíminn sem eitthvað er að gera á verkstæðunum og því bara skólakrakkar "aðallega" að vinna þarna.
Fólk getur farið til BNA og náð sér í einhverja diplomu frá UBI í reiðhjólaviðgerðum. Kostnaðurinn er líklegast einhver hálf milljón í allt fyrir vikulangt námskeið sem er líklegast ekkert ítarlegra en vika af youtube.
Það eru örfáir á klakanum sem eru "sérfræðingar". Einn eða tveir með þjálfun í að þjónusta dempara. Þrír sem ég veit um sem eru menntaðir hjólasmiðir (ekki það sama og hjólaviðgerðir). Örninn, Markið, Tri, GÁP og Hjólasprettur eru þeir sem eru "fagmannlegastir". Restin er bara fneh.
Margar reiðhjólaverslanir reka ekki einu sinni verkstæði, taka samt við hjólum í viðgerð og henda þeim í aðrar verslanir (oft með löngum biðtíma).
Það er ekki ætlun mín að móðga neinn og þessu er ekki beint gegn neinum hér en eitt stærra vandamálið við reiðhjólaviðgerðir er það að fólk kemur með hjólin sín í viðgerð vegna þess að það er "eitthvað" að þeim en getur ekki lýst vandanum með viðunandi hætti og viðgerðarmaðurinn getur ekki fundið vandann og svo er allt ómögulegt.
Heimild: vann við þetta í nokkur sumur.
Fólk getur farið til BNA og náð sér í einhverja diplomu frá UBI í reiðhjólaviðgerðum. Kostnaðurinn er líklegast einhver hálf milljón í allt fyrir vikulangt námskeið sem er líklegast ekkert ítarlegra en vika af youtube.
Það eru örfáir á klakanum sem eru "sérfræðingar". Einn eða tveir með þjálfun í að þjónusta dempara. Þrír sem ég veit um sem eru menntaðir hjólasmiðir (ekki það sama og hjólaviðgerðir). Örninn, Markið, Tri, GÁP og Hjólasprettur eru þeir sem eru "fagmannlegastir". Restin er bara fneh.
Margar reiðhjólaverslanir reka ekki einu sinni verkstæði, taka samt við hjólum í viðgerð og henda þeim í aðrar verslanir (oft með löngum biðtíma).
Það er ekki ætlun mín að móðga neinn og þessu er ekki beint gegn neinum hér en eitt stærra vandamálið við reiðhjólaviðgerðir er það að fólk kemur með hjólin sín í viðgerð vegna þess að það er "eitthvað" að þeim en getur ekki lýst vandanum með viðunandi hætti og viðgerðarmaðurinn getur ekki fundið vandann og svo er allt ómögulegt.
Heimild: vann við þetta í nokkur sumur.
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Vann við viðgerðir og samsetningu á hjólum í helgar og sumarvinnu í ca. 10 ár ( fór í annað fyrir 5 árum). Get sagt þér að "gallaðar kasettur" eru ekki algengur kvilli. Ef þetta væri aukaverkun á lyfseðli væri þetta örugglega í 1/10.000 eða minni lýkur en það. Lenti held ég einusinni í að ný kasetta bara virkaði ekki. Ekkert sjáanlegt að.
En 4 skipti til að laga það er lélegt. Ef maður fékk hjól aftur í hausinn eftir viðgerð þá bað maður um nákvæma lýsingu á vandanum, reyndi að framkalla það fyrir viðgerð og reyndi að laga það sem var að þar til maður gat ekki framkallað það aftur. Sumt er líka bara hægt að framkalla á hjólinu undir álagi en ekki hangandi í viðgerðarstand. En já, án þess að nefna nöfn þá ættu alvöru hjólabúðirnar að hafa amk. einhvern vanan sem ætti að taka við þegar nýgræðingur klúðrar.
En 4 skipti til að laga það er lélegt. Ef maður fékk hjól aftur í hausinn eftir viðgerð þá bað maður um nákvæma lýsingu á vandanum, reyndi að framkalla það fyrir viðgerð og reyndi að laga það sem var að þar til maður gat ekki framkallað það aftur. Sumt er líka bara hægt að framkalla á hjólinu undir álagi en ekki hangandi í viðgerðarstand. En já, án þess að nefna nöfn þá ættu alvöru hjólabúðirnar að hafa amk. einhvern vanan sem ætti að taka við þegar nýgræðingur klúðrar.
i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1021
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Markið eru solid gaurar sem hafa bjargað mér oft.
Svo eru þau í Hjólaþjálfun líka með mjög flott verkstæði
http://hjolathjalfun.is
verkstaedi@hjolathjalfun.is er til að bóka tíma
Mæli með að tjékka kannski fyrst þar
Svo eru þau í Hjólaþjálfun líka með mjög flott verkstæði
http://hjolathjalfun.is
verkstaedi@hjolathjalfun.is er til að bóka tíma
Mæli með að tjékka kannski fyrst þar
Síðast breytt af Jón Ragnar á Mán 17. Ágú 2020 08:04, breytt samtals 1 sinni.
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Jón Ragnar skrifaði:Markið eru solid gaurar sem hafa bjargað mér oft.
Svo eru þau í Hjólaþjálfun líka með mjög flott verkstæði
http://hjolathjalfun.is
verkstaedi@hjolathjalfun.is er til að bóka tíma
Mæli með að tjékka kannski fyrst þar
"Þjónustan er bara hugsuð fyrir svona þessi „dýrari“ hjól sem eru notuð mikið, tökum ekki ódýrari típur af hjólum eða barnahjól í viðgerð."
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1021
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
jonsig skrifaði:Jón Ragnar skrifaði:Markið eru solid gaurar sem hafa bjargað mér oft.
Svo eru þau í Hjólaþjálfun líka með mjög flott verkstæði
http://hjolathjalfun.is
verkstaedi@hjolathjalfun.is er til að bóka tíma
Mæli með að tjékka kannski fyrst þar
"Þjónustan er bara hugsuð fyrir svona þessi „dýrari“ hjól sem eru notuð mikið, tökum ekki ódýrari típur af hjólum eða barnahjól í viðgerð."
Sakar ekki að athuga, sérstaklega ef þú ert með þessa sögu. Hafsteinn er mjög fær
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 635
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Reputation: 7
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Ég gerði þetta sjálfur og málið leyst, nenni ekki að bíða þrjár vikur eftir crappy viðgerð.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Zpand3x skrifaði: Get sagt þér að "gallaðar kasettur" eru ekki algengur kvilli.
Ódýrari kassettur eiga það til að vera með leiðindi undir miklu álagi. Annaðhvort ef hjólarinn er í þyngri kantinum eða þá ef átökin eru mikil t.d. á rafhjóli.
jonsig skrifaði:Ég gerði þetta sjálfur og málið leyst, nenni ekki að bíða þrjár vikur eftir crappy viðgerð.
Skiptirðu um kassettu eða var eitthvað meira?
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Með rafhjólið þá var þetta gölluð kasetta sem tók 4x tilraunir að laga. En er komið loksins í gang.
Svo er ég með fiber fjallahjól, sem fór í einhverja þjónustuskoðun 2 og kom flott til baka nema fremri skiptir var í fokki, svo ég fór með það aftur og það var lagað en þá fór að vera vesen á aftari skiptinum, sem ég endaði með að laga sjálfur og þetta virkar flott núna loksins.
Keypti bara chepo hjólastand í bílanaust, sem er enganvegin sá besti en virkar ágætlega í eitthvað svona og dekkjaskipti.
En jú "hjólari" er í þyngri kanntinum hehe, bætti vel á mig í fæðingarorlofinu á árinu en ég er samt hávaxinn og fer sjaldan undir 100kg. Og finnst gaman af off trails og taka 2klst frekar intense rúnta. Samt eru þetta engar chepo kasettur á fjallahjólinu, shimano xtr skiptir minnir mig og eitthvað fancy þarna á þessu.
Svo er ég með fiber fjallahjól, sem fór í einhverja þjónustuskoðun 2 og kom flott til baka nema fremri skiptir var í fokki, svo ég fór með það aftur og það var lagað en þá fór að vera vesen á aftari skiptinum, sem ég endaði með að laga sjálfur og þetta virkar flott núna loksins.
Keypti bara chepo hjólastand í bílanaust, sem er enganvegin sá besti en virkar ágætlega í eitthvað svona og dekkjaskipti.
En jú "hjólari" er í þyngri kanntinum hehe, bætti vel á mig í fæðingarorlofinu á árinu en ég er samt hávaxinn og fer sjaldan undir 100kg. Og finnst gaman af off trails og taka 2klst frekar intense rúnta. Samt eru þetta engar chepo kasettur á fjallahjólinu, shimano xtr skiptir minnir mig og eitthvað fancy þarna á þessu.
Síðast breytt af jonsig á Mán 24. Ágú 2020 17:24, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver almennileg reiðhjólaverslun?
Var alveg mjög sáttur við viðmótið hjá starfsfólkinu báðum megin ,fór reyndar í taugarnar á mér verslunarstjórinn þar sem ég keypti rafhjólið. Þegar ég kom með hjólið í 4x skiptið þá vildi ég bara skila því og nennti þessu ekki lengur því það skiptið hafði keðjan slitnað útí miðjum móa á hjóli ekið 640km, en þá ætluðu þeir að halda eftir 20% af söluverði hjólsins gegn endurgreiðslu, og það var ekkert talað um að ég fengi afslátt að öðru hjóli ef ég hefði fært mig uppí eitthvað meira fancy. Svo ég þáði boðið um að þeir endurnýjuðu allt bara á hjólinu og það hefur komið ágætlega út, en hellings tími og vesen farið í þetta mín megin líka svo ég verlsa ekki við þá oftar hjól, hef keypt íhluti og dót samt frá þeim því fólkið í búðinni ef flott.
Síðast breytt af jonsig á Mán 24. Ágú 2020 17:33, breytt samtals 1 sinni.