Reynslur af bílaumboðum?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Pósturaf stefhauk » Fös 28. Jún 2019 09:47

Hekla fær hrikalega dóma frá mér.

Kem með bíl í viðgerð hjá Heklu til að láta þá skipta um knastáskeðju, pakningu og strekkjara sem kostar mig um 100 þúsund ákveð að fara með hann þangað þar sem þeir gáfu mér besta verðið í þetta og fyrir að vera umboðsaðili bílsins.
Strax eftir viðgerðina fer vélaljósið að loga og stýrið er þungt taka fram á skýrslunni að það sé vegna þess að það þurfi að skipta um skynjara og legu í afturdekki til að losna við þetta svo ég fer með hann uppí N1 og læt gera það þar því það var ódýrara eftir að hafa verið nýbúinn að eyða 100 þúsund í hina viðgerðina þeir hjá N1 lesa af honum og þeir sýna villu P0011 cam timing retard ég hringji í Heklu þeir svara ekki svo í reiði minni fer ég niðureftir til þeirra og skýri málið þeir taka bílinn aftur inn á meðan ég býð eftir honum þeir skila honum aftur með engu vélaljósi né stýrisljósi. Ég sáttur og held að bíllinn sé kominn í fullkomið lag.
Kem svo aftur til þeirra því vélaljósið fer aftur að loga þeir lesa af honum og skila mér honum aftur tilbaka ég bíð á meðan. (Mjög líklega eytt villunni)

Tími líður og bíllinn fer að Misfire-a á cylendir 1&4 ég panta tíma læt laga hluti sem líklegir eru og fæ þá að vita að eitthvað sé að tímakeðju/tímahjóli.

Ég forvitnast hvað þetta myndi kosta sendi þeim tölvupóst og fæ símhringingu þar sem mér er tjáð að sé um 300 þúsund. Þá segji ég að það sé mjög skrítið þar sem bíllinn hafi verið í viðgerð hjá þeim vegna knastáskeðju sem þeir segja að sé eitthvað að þá kom annar hljómur í þann sem hringjir og bíður mér að koma og láta kíkja á hann aftur eru með hann í tvo daga og ég fæ skýringu á að áætlað sé að knastáskeðju málið sé nú úr sögunni sem mér fannst frábært og lýt á að þeir hafi lagað þetta. Samkvæmt kvittun stendur það, enn samt ekkert hvað var gert bara það að bíllinn gengur vel og að þeir hafi skipt um kerti sem mér fannst skrítið því ég tók fram að í bílnum væru frekar ný kerti og sá sem var í mótökunni fannst skrítið að þeir hafi skipt um þetta en ég sagði allt í góðu ef bíllinn er kominn í top stand þá er ég bara ánægður borga 40 þús fyrir kertin og vinnuna.

Viku seinna er bíllinn ómögulegur hjá mér búinn að missa allann kraft og gerist það stanslaust ég sendi þeim langan tölvupóst og lýsi fyrir þeim óánægju minni en fæ enginn svör svo ég hringji daginn eftir og krefst þess að kíkt sé aftur á hann og að ég fái bílaleigubíl á meðan ég bíð eftir tíma í þetta Þeir vilja fá að bilanagreina bílinn fyrst til að athuga hvort ég eigi rétt á þessum bílaleigubíl þar kemur í ljós að hjólið sem knastáskeðjan fer utanum sé brotið. (sem ég vill áætla að sé þeim að kenna þar sem þeir voru að vinna með knastáskeðjuna og hefðu átt að meta hvort skipta hefði átt um hjólið ef það var orðið eitthvað laskað og ef ekki þá hafa þeir skemmt það í viðgerðinni) sérstaklega þar sem ég fékk þessa cam timing villu strax eftir skiptin. En létu mig borga 100 þúsund kr viðgerð og þurfa svo að borga fyrir nákvæmlega sömu viðgerð aftur til að skipta um hjólið og setja þá aftur glænýja keðju,strekkkjara og pakkningu)
Þetta endaði svo allt á því að ég sendi VW úti þessa sögu og þeir pressuðu á Heklu að þeir þyrftu að græja þetta mál stuttu seinna hringdi framkvæmdastjórinn í mig og samþykkti að laga þetta aftur mér að kostnaðarlausu.

Ég seldi svo þennan bíl og ákvað að kaupa mér aldrei bíl frá þeim aftur.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Pósturaf rapport » Fös 28. Jún 2019 12:33

stefhauk skrifaði:Lýsing á ömurlegri þjónustu


Þetta er ástæðan fyrir því að Ræsir fór svona harkalega á hausinn, þjónustuan var ömurleg og alltaf verið að reyna að klekkja á kúnnanum frekar en að sýna heiðarleika.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Pósturaf Mossi__ » Fös 28. Jún 2019 12:48

Fyrst við erum hérna. Mig langar aðeins að pústa.

Fyrir nokkrum vikum þurti ég nýjar perur í framljósin. Einn sem ég treysti mælti með að kíkja í Sólningu því þeir væru svo pottþéttir og fljótir.

Munurinn var sá samt að hann verslaði við þá áður en þeir fóru á hausinn og ég fór eftir.

Það tók gaurinn klukkutíma og korter að setja perurnar í (þetta er venjulegur Skodi með venjulegum perum)... Og ég fylgdist þetta vel með klukkunni því ég skrapp frá vinnu og var svo orðinn tæpur á að sækja börnin. Klukkutími í korter.

Í gær þurfti ég svo að fara með bílinn í skoðun.
Ég fékk endurskoðun á bílinn vegna framljósanna.

Þá hafði gúbbinn í Sólningu ekki komið annari perunni rétt fyrir, á þessum klukkutíma og korteri, og hún lafði bara í hýsingunni laflaus. Ég borgaði einhvern 6.500 kall fyrir þessa þjónustu..

Þannig að ekki versla við Sólningu strákar.

(Þess má reyndar geta að ég reddaði ljósunum á svona 2 mínútum.. og fékk svo skoðun og ég kann varla að opna húddið. Það vs bifvélavirki á launum?)



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Reynslur af bílaumboðum?

Pósturaf Hargo » Fös 28. Jún 2019 13:27

Ég reyndar held að það hjálpi oft til að láta framleiðandann vita úti ef maður fær slæma þjónustu í umboði hér á landi. Veit af einum sem var með nýjan Volvo sem hann flutti inn sjálfur. Bíllinn bilaði eftir 1 ár, þá fór hann með gripinn í umboðið. Þeir neituðu að þjónusta hann í ábyrgð því hann var ekki keyptur af þeim. Hann hafði þá samband við Volvo úti og þeir höfðu samband við umboðið hér á landi og skipuðu þeim að taka við bílnum. Hann fékk því ábyrgðarviðgerðina í gegn á endanum.