Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Þri 05. Des 2017 08:09
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Er með Mazda2 bifreið, 2 1/2 árs, 19 þús km (aðallega innanbæjarakstur RVK). Hef kvartað yfir ískri í bremsum við Brimborg frá fyrsta ári en þeir hafa ekki fundið neitt út úr því. Í eins árs þjónustuskoðun voru bremsur hreinsaðar og sandblásnar vegna þessa ískurs, sem heyrist enn af og til.
Fór með bílinn í dekkjaskipti hjá N1 núna í vikunni þar sem þeir segja mér að það sé eitthvað að bremsubúnaðinum og þurfi að kíkja á þetta sem fyrst, hugsanlega klossar/diskar eða eitthvað annað, afgreiðslumaðurinn gat ekki gefið nánari skýringar.
Er kominn með tíma hjá Brimborg á morgun, en segið mér, ættu ekki original bremsuklossar og -diskar að endast mun meira en þetta? (Sá hér í einhverjum þræði 5 ára gamla Skoda bifreið keyrður 104 þús á original bremsubúnaði).
Er að vonast til að þetta sé eitthvað ábyrgðarmál, m.v. aldur og notkun bílsins!
Fór með bílinn í dekkjaskipti hjá N1 núna í vikunni þar sem þeir segja mér að það sé eitthvað að bremsubúnaðinum og þurfi að kíkja á þetta sem fyrst, hugsanlega klossar/diskar eða eitthvað annað, afgreiðslumaðurinn gat ekki gefið nánari skýringar.
Er kominn með tíma hjá Brimborg á morgun, en segið mér, ættu ekki original bremsuklossar og -diskar að endast mun meira en þetta? (Sá hér í einhverjum þræði 5 ára gamla Skoda bifreið keyrður 104 þús á original bremsubúnaði).
Er að vonast til að þetta sé eitthvað ábyrgðarmál, m.v. aldur og notkun bílsins!
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Diskarnir eiga að endast alveg 50-100 þús km... klossarnir eru hinsvegar mjög misjafnir og endast töluvert skemur... og ódýrir klossar geta ískrað. Veit ekki hvað framleiðendur eru að setja dýrann slitbúnað í bíla í dag... kanski eru orginal klossarnir bara ekki betri en svo að þeir ískri og þeir gætu alveg verið búnir að eyðast á 20 þús km
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Það er erfitt að segja nákvæmlega.
Innanbæjarakstur eyðir þeim hraðar, því þú ert stöðugt að taka af stað og stoppa.
Hvort bíllinn er bein-/sjálfskiptur hefur líka áhrif, eyðist hraðar í sjálfskiptum.
Minnir að einu sinni var svona þumalputtaregla að þú þyrftir að skipta um tvo ganga að borðum á móti einum af diskum.
Núna er kominn einn faktor enn, en það er vélabremsun í hybrid bílum, eins og í yaris/prius og fl.
Diskar og klossar að aftan virðast eyðast hraðar.
Síðan er það bara að nota google til að finna samsvörun, alltof mörg umboð hér á landi neita öllu og viðurkenna ekkert.
Innanbæjarakstur eyðir þeim hraðar, því þú ert stöðugt að taka af stað og stoppa.
Hvort bíllinn er bein-/sjálfskiptur hefur líka áhrif, eyðist hraðar í sjálfskiptum.
Minnir að einu sinni var svona þumalputtaregla að þú þyrftir að skipta um tvo ganga að borðum á móti einum af diskum.
Núna er kominn einn faktor enn, en það er vélabremsun í hybrid bílum, eins og í yaris/prius og fl.
Diskar og klossar að aftan virðast eyðast hraðar.
Síðan er það bara að nota google til að finna samsvörun, alltof mörg umboð hér á landi neita öllu og viðurkenna ekkert.
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
En vandamálið sem þú ert að kljást við er að þú notar bílinn svo lítið það fer einna verst með bremsurnar!
-
- Skrúfari
- Póstar: 2408
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 154
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Menn eru voða mikið að henda fram staðreyndum.
Það er einfaldlega bara misjafnt hvað bremsur endast. Það er minnsta mál að klára top bremsur á 5000km. Að sama skapi er hægt að ofhita diska og þar með skemma þá löngu aður en klossarnir klárast.
Hver eðlileg ending er er meðaltal hverrar bilategundar fyrir sig.
Eins àgætur og mazda 2 er þá er þetta smábill. Eru alveg likur a þvi að það séu odyrir diskar og klossar i þessu. Ekki viljum við nú borga mikið fyrir bílana okkar.
Eitt að lokum.
Það kemur skírt fram i abirðar skilmálum að bremsur falla ekki undir ábirð. Það er þannig hjá að.ég held öllum.framleiðendum. það bara mjög eðlilegt miðað við eðli búnaðar.
Ef þu kemur vel fram i môttökunni gæti verið að þú fáir góðan afslàtt eða kostnaðarþáttöku. Sérstaklega ef þu getur sint fram a að þu hafir þjónustað bilinn samviskusamlega og/eða verið i viðskiptum við brimborg.
En 100% ábirð er utilokuð
Það er einfaldlega bara misjafnt hvað bremsur endast. Það er minnsta mál að klára top bremsur á 5000km. Að sama skapi er hægt að ofhita diska og þar með skemma þá löngu aður en klossarnir klárast.
Hver eðlileg ending er er meðaltal hverrar bilategundar fyrir sig.
Eins àgætur og mazda 2 er þá er þetta smábill. Eru alveg likur a þvi að það séu odyrir diskar og klossar i þessu. Ekki viljum við nú borga mikið fyrir bílana okkar.
Eitt að lokum.
Það kemur skírt fram i abirðar skilmálum að bremsur falla ekki undir ábirð. Það er þannig hjá að.ég held öllum.framleiðendum. það bara mjög eðlilegt miðað við eðli búnaðar.
Ef þu kemur vel fram i môttökunni gæti verið að þú fáir góðan afslàtt eða kostnaðarþáttöku. Sérstaklega ef þu getur sint fram a að þu hafir þjónustað bilinn samviskusamlega og/eða verið i viðskiptum við brimborg.
En 100% ábirð er utilokuð
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16602
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2142
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Ég skipti um bremsuklossa í beinskiptum Skoda Octavia í sumar, þá var hann keyrður í kringum 105k og 5 ára.
Afturklossarnir voru nánast búnir en ekki klossarnir að framan, skipti samt um alla klossa.
Sér varla á diskunum.
Afturklossarnir voru nánast búnir en ekki klossarnir að framan, skipti samt um alla klossa.
Sér varla á diskunum.
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
littli-Jake skrifaði:snip
Alltaf 2 ára lágmarksábyrgð á hlutum sama hversu lengi hluti á að endast, 5 ár ef þau eiga endast lengur en 2 ár. Hefur þú sagt vð umbóðið að þetta sé vandamál? Var reynd að lagfæra þetta? Ef hlut er i viðgerð þá færð þú nyjar 2 ár á viðgerðinni.
Hinsvegar mundi ég seigja með þessum akstri sem þú lysir þá mun diskarnir endast sem minstan tíma.
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
bigggan skrifaði:Alltaf 2 ára lágmarksábyrgð á hlutum sama hversu lengi hluti á að endast, 5 ár ef þau eiga endast lengur en 2 ár.
Nei, ekki á slithlutum.
Þú ferð ekki með markmannshanska í lok tímabils og kvartar yfir því að þeir séu slitnir, eða vel notaðan sandpappír í lok verkefnis.
Bremsuklossar slitna og fer það m.a. eftir akstrinum. Ólíklegt að hægt sé að framleiða bremsuklossa sem hægt er að ábyrgjast að endist í 2 ár undir öllum kringumstæðum.
Hins vegar hafa fyrirtæki reynt að misnota þetta með slithlutina, t.d. með því að flokka rafhlöður í fartölvum og tækjum sem "rekstrarvöru" og vilja meina að það sé eðlilegt að þær endist ekki í 2 ár. Þetta hefur hins vegar verið rekið til baka af áfrýjunarnefnd neytendamála ef ég man rétt.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Á báðum bílunum mínum þurfti ég að skipta í ca 70-75.000 km.
Aygo og Skoda Rapid.
Ég er bjálfi í umferð (glannaskapur)
Fjölskyldumeðlimur þurfti að skipta á Hondu Jazzinum sínum í um 20.000.. hann er mjög rólegur ökumaður.
Allir bílar keyrðir mestmegnis innanbæjar.
Pointið mitt er, allur gangur á þessu bara.
Ég myndi samt setja spurningamerki við að versla við N1 persónulega.
Aygo og Skoda Rapid.
Ég er bjálfi í umferð (glannaskapur)
Fjölskyldumeðlimur þurfti að skipta á Hondu Jazzinum sínum í um 20.000.. hann er mjög rólegur ökumaður.
Allir bílar keyrðir mestmegnis innanbæjar.
Pointið mitt er, allur gangur á þessu bara.
Ég myndi samt setja spurningamerki við að versla við N1 persónulega.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Þri 05. Des 2017 08:09
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
littli-Jake skrifaði:Menn eru voða mikið að henda fram staðreyndum...
2ja og hálfs árs gamall bíll, og hefur þ.a.l. farið í 2 þjónustuskoðanir hjá Brimborg, þ.m.t. olíuskipti oþh. Í eins árs skoðuninni var bremsubúnaður hreinsaður og sandblásinn vegna ískurs sem dóttir mín (sem er alltaf á bílnum) kvartaði yfir. Hún hefur nokkrum sinnum hringt í Brimborg og farið til þeirra vegna ískurshljóða, en það er enn til staðar. Þannig að það er til vesen-saga í kringum þetta hjá umboðinu. Sé til hvað umboðið segir á morgun!
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Klemmi skrifaði:bigggan skrifaði:snip
Umboð geta þannig ekki neitað kaupanda um úrbætur vegna galla þótt bifreið hafi verið þjónustuð á öðru verkstæði, lögbundinn rétt má einfaldlega ekki skilyrða með slíkum hætti. Hins vegar má skilyrða viðbótarábyrgð, eins og ábyrgð á lakki í tíu ár eða lengri ábyrgð en tveggja ára á slithlutum, með því að komið sé í þjónustuskoðun hjá umboði.
Fann þetta hjá neytendastofa... Og i lögum um neytendakaup er "slithlut" ekki til i lagasafnið.
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
bigggan skrifaði:Umboð geta þannig ekki neitað kaupanda um úrbætur vegna galla þótt bifreið hafi verið þjónustuð á öðru verkstæði, lögbundinn rétt má einfaldlega ekki skilyrða með slíkum hætti. Hins vegar má skilyrða viðbótarábyrgð, eins og ábyrgð á lakki í tíu ár eða lengri ábyrgð en tveggja ára á slithlutum, með því að komið sé í þjónustuskoðun hjá umboði.
Fann þetta hjá neytendastofa... Og i lögum um neytendakaup er "slithlut" ekki til i lagasafnið.
Hér er skilgreiningin á eiginleikum söluhlutar og göllum samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003
Söluhlutur skal, hvað varðar tegund, magn, gæði, aðra eiginleika og innpökkun, fullnægja þeim kröfum sem leiðir af samningi.
Ef annað leiðir ekki af samningi skal söluhlutur:
a. henta í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til;
b. hafa þá eiginleika til að bera sem neytandinn mátti vænta við kaup á slíkum söluhlut að því er varðar endingu og annað;
c. henta í ákveðnum tilgangi sem seljandinn vissi eða mátti vita um þegar kaup voru gerð, nema leiða megi af atvikum að neytandi hafi ekki byggt á sérþekkingu seljanda og mati hans eða hafi ekki haft sanngjarna ástæðu til þess;
d. hafa þá eiginleika til að bera sem seljandi hefur vísað til með því að leggja fram prufu eða líkan;
e. vera í venjulegum eða öðrum forsvaranlegum umbúðum sem nauðsynlegar eru til að varðveita og vernda hann;
f. vera í samræmi við þær kröfur opinbers réttar sem gerðar eru í lögum eða opinberum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli laga á þeim tíma sem kaup eru gerð, ef neytandinn ætlar ekki að nota hlutinn á þann hátt að kröfurnar séu þýðingarlausar;
g. vera laus við réttindi þriðja manns, t.d. eignarrétt eða veðrétt. Söluhluturinn skal einnig vera laus við kröfur þriðja manns um réttindi í hlutnum, enda þótt þeim sé mótmælt, nema kröfurnar séu augljóslega órökstuddar.
...
Söluhlutur telst vera gallaður ef:
a. hann er ekki í samræmi við þær kröfur sem fram koma í 15. gr.;
b. seljandi hefur við kaupin vanrækt að gefa upplýsingar um atriði varðandi hlutinn eða not hans sem seljandi hlaut að þekkja til og neytandi mátti ætla að hann fengi upplýsingar um, enda megi ætla að vanrækslan hafi haft áhrif á kaupin;
c. hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun nema seljandi sýni fram á að réttar upplýsingar hafi verið gefnar neytanda við kaupin eða að upplýsingarnar hafi ekki haft áhrif á kaupin;
d. nauðsynlegar upplýsingar um uppsetningu, samsetningu, notkun, umönnun og geymslu fylgja ekki söluhlut.
Það er því matsatriði hvað ending er ætluð hlutnum. Eins og ég nefndi, þú getur ekki farið með notaðan sandpappír og heimtað nýjan því hann hafi ekki endst í 2 ár.
Ég er EKKI að segja að það sem er verið að ræða í þessum þræði eigi ekki að falla undir ábyrgð, ég er bara að benda þér á að það er ekki rétt sem þú skrifaðir, og ég quote-aði, um að það sé ALLTAF lágmarks 2 ára ábyrgð á öllum hlutum. Það er bara ekki svoleiðis.
Annað dæmi væru daglinsur. Ég get ekki keypt eitt sett af linsum og heimtað alltaf nýtt. Það er einfaldlega ekki þannig að allir hluti geti verið hannaðir til að endast í 2 ár.
PS. þú sagðir að þú hefðir fundið þetta hjá Neytendastofu, en þetta virðist vera tekið frá Neytendasamtökunum. Það er stór munur þar á milli, Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök, en Neytendastofa er opinber eftirlitsstofnun. Það sem Neytendasamtökin segja er almennt með hag neytenda í huga, en þarf ekki endilega að vera rétt
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Er með Mazda2, 2017, 46.000km, ekki farið að spá í bremsuklossa enn.
Typical Life Expectancy for Mazda Brake Pads
For most people, driving entails a mix of both city and highway driving. Under those normal circumstances, Mazda brake pads will last approximately 50,000 to 80,000km. It’s a large window, but that reflects the vast differences in driving styles. Aggressive drivers will require brake pad replacement sooner while conscientious drivers will typically go further before new brake pads are needed.
Typical Life Expectancy for Mazda Brake Pads
For most people, driving entails a mix of both city and highway driving. Under those normal circumstances, Mazda brake pads will last approximately 50,000 to 80,000km. It’s a large window, but that reflects the vast differences in driving styles. Aggressive drivers will require brake pad replacement sooner while conscientious drivers will typically go further before new brake pads are needed.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Þri 05. Des 2017 08:09
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Umboðið skipti um bremsuklossana að framan, sögðu þeir hefðu verið búnir.
Samkomulag varð um að ég greiddi einungis fyrir klossana (18 þús) en ekkert fyrir vinnu.
Samkomulag varð um að ég greiddi einungis fyrir klossana (18 þús) en ekkert fyrir vinnu.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Þri 05. Des 2017 08:09
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Henjo skrifaði:Kostuðu klossarnir 18 þúsund krónur?!
Jamm, besta verð var mér sagt. Er þetta yfirdrifið verð kannski?
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
NumerosUno skrifaði:Henjo skrifaði:Kostuðu klossarnir 18 þúsund krónur?!
Jamm, besta verð var mér sagt. Er þetta yfirdrifið verð kannski?
Svona 2-3x verð miðað við hvað þetta kostar út í Stillingu eða öðrum verslunum, en ég myndi hætta að spá í þessu
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Klemmi skrifaði:bigggan skrifaði:snip
b. hafa þá eiginleika til að bera sem neytandinn mátti vænta við kaup á slíkum söluhlut að því er varðar endingu og annað;
)
Það seigir þarna beint að hvað neytandin sjálfur mátti vænta við kaup á vöru eða þjónustu ekki seljandin eða annar aðilli eins og ég sagði þá er slithlut ekki til og þarf dómur frá dómstólar að seigja hvort hluturinn hefur skemri tími en 2 ár, ef maður vill fara þá leið og ekki gleypa alt sem seljandi seigir. Sandpappir dæminu þínu þá væntir neytendan ekki ending umfram notkunn sem hann ætlar að nota han td einu sinni notkunn.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2408
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 154
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Klemmi skrifaði:NumerosUno skrifaði:Henjo skrifaði:Kostuðu klossarnir 18 þúsund krónur?!
Jamm, besta verð var mér sagt. Er þetta yfirdrifið verð kannski?
Svona 2-3x verð miðað við hvað þetta kostar út í Stillingu eða öðrum verslunum, en ég myndi hætta að spá í þessu
Orginal vs óorginal er ekki sanngjarn samanburður.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- has spoken...
- Póstar: 182
- Skráði sig: Mið 29. Mar 2017 19:17
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Er líka með mazda 2 keypt fyrir rúmu ári síðan og byrjaði að ískra í bremsum
eftir rúmlega hálft ár í notkun, nánast bara langkeyrsla en þó keyrður 45.000 Km núna.
eftir rúmlega hálft ár í notkun, nánast bara langkeyrsla en þó keyrður 45.000 Km núna.
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
Skipti um diska í Benzanum hjá mér í um það bil 110 þús vegna þeir voru orðnir skakkir, keypti diska hjá AB sem ég man nú ekki hvað kostuðu(minnir í kringum 10k) skipti núna aftur í 155 þús vegna þess að ég klára klossana öðru meginn og eyðilagði diskinn í leiðinni(helvítis túristar ) klossarnir voru btw eldri en diskarnir. Keypti mér diska og klossa hjá Bílanaust og kostaði um 18 þúsund kallinn og skipti um þá sjálfur. Mín þumalputtaregla er sú, ef að ég þarf að skipta um disk eða klossa skipti ég um bæði í einu annars er maður bara að lenda í því að annað klárast á undan og skemmir hitt(yfirleitt)
Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.
Re: Hver er eðlileg ending á original bremsuklossum/-diskum?
bigggan skrifaði:Það seigir þarna beint að hvað neytandin sjálfur mátti vænta við kaup á vöru eða þjónustu ekki seljandin eða annar aðilli eins og ég sagði þá er slithlut ekki til og þarf dómur frá dómstólar að seigja hvort hluturinn hefur skemri tími en 2 ár, ef maður vill fara þá leið og ekki gleypa alt sem seljandi seigir. Sandpappir dæminu þínu þá væntir neytendan ekki ending umfram notkunn sem hann ætlar að nota han td einu sinni notkunn.
Haha, það er einmitt málið, dómstóll ákveður hvað endingu neytandinn hefði mátt vænta af hlutnum. Hvað neytandinn raunverulega vænti er svo annað mál
En þú hlýtur þá að sjá að fyrri staðhæfingin um að allir hlutir séu í 2 ára ábyrgð heldur ekki, t.d. ef um er að ræða sandpappír
littli-Jake skrifaði:Orginal vs óorginal er ekki sanngjarn samanburður.
Það er spurning, ef við horfum til þess að orginal bremsuklossarnir í bílnum entust ekki nema tæpa 20þús km.
Veit ekki hvort óorginal endast eitthvað styttra en það