Litur á bremsuvökva

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Litur á bremsuvökva

Pósturaf Tiger » Lau 14. Júl 2018 21:39

GuðjónR skrifaði:Takk fyrir allar upplýsingarnar, gott að vita þetta með forgangsröðun hjólanna og að bæta reglulega á forðabúrið til að fá ekki loft þeim megin frá. Samkvæmt manual þá er DOT4 vökvi, mun kaupa þannig.
Tiger, hvar fékkstu svona vacuum pumpu og hvað kostaði hún?


loftverkfæri.is og kostaði 7000kr.

http://loftverkfaeri.is/shop/product.ph ... oduct=1303

Mátt alveg fá mína lánaða ef þú vilt, er enn í plastinu, er að bíða eftir smá varahlutum að utan til að geta byrjað á mínum bremsum.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Litur á bremsuvökva

Pósturaf littli-Jake » Sun 15. Júl 2018 09:32

slapi skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Ætlar enginn að spá í að það þurfi að opna
Vökva kerfið til að setja stimpilinn inn? Það er ekki normalt

Það þarf ekkert að opna nippilinn til að ýta inn stimplinum


Takk fyrir að orða þetta betur


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Litur á bremsuvökva

Pósturaf Vinni » Sun 15. Júl 2018 10:00

Bremsuvökvi blandast vatni, þ.e.a.s sá raki sem ratar inn í bremsukerfið blandast vökvanum fullkomlega í stað þess að mynda dropa sem gætu hamlað virkni kerfisins t.d. í frosti.

Rakablandaður bremsuvökvi glatar ýmsum eiginleikum, eins og smurhæfni og tæringarvörn. Dökkur vökvi þýðir vanalega að tæring úr kerfinu eða hreinlega slit úr gúmíum setur lit á vökvann, af því að vökvinn er ónýtur. Að skipta út vökvanum öðru hvoru er ódýr forvörn gegn dýrari viðgerðum síðar meir.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Litur á bremsuvökva

Pósturaf g0tlife » Sun 15. Júl 2018 10:40

Hvernig náði nágraninn að slá blettinn sinn í þessari bleytu ?


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Litur á bremsuvökva

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Júl 2018 11:25

Tiger skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Takk fyrir allar upplýsingarnar, gott að vita þetta með forgangsröðun hjólanna og að bæta reglulega á forðabúrið til að fá ekki loft þeim megin frá. Samkvæmt manual þá er DOT4 vökvi, mun kaupa þannig.
Tiger, hvar fékkstu svona vacuum pumpu og hvað kostaði hún?


loftverkfæri.is og kostaði 7000kr.

http://loftverkfaeri.is/shop/product.ph ... oduct=1303

Mátt alveg fá mína lánaða ef þú vilt, er enn í plastinu, er að bíða eftir smá varahlutum að utan til að geta byrjað á mínum bremsum.

Takk fyrir það!
Tek þig kannski á orðinu. ;)

littli-Jake skrifaði:
slapi skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Ætlar enginn að spá í að það þurfi að opna
Vökva kerfið til að setja stimpilinn inn? Það er ekki normalt

Það þarf ekkert að opna nippilinn til að ýta inn stimplinum


Takk fyrir að orða þetta betur

Málið er að ég tékkaði hjá verkstæði á því hvað myndi kosta að skipta um klossa að aftan, þegar ég sagði honum hvernig bíll þetta væri þá sagði hann að þetta væru vandræða dælur sem ættu það til að vera stífar og leiðinlegar og það tæki oft heljarinnar tíma að skipta um klossa, ég þyrfti að reikna með að það myndi kosta ~60k. Það kom mér því ekki á óvart að þetta væri stíft og leiðinlegt. Ég losaði ventilinn til að auðvelda mér verkið.

g0tlife skrifaði:Hvernig náði nágraninn að slá blettinn sinn í þessari bleytu ?

Hann er með Asperger, rigningin stoppaði hann ekkert, ég hef séð hann fara út með ryksugu og ryksuga grasið. Grínlaust!