Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf Nemesis » Þri 28. Nóv 2017 14:18

Ég á tveggja ára gamlan Volkswagen. Hurðin farþegamegin á bílnum fauk upp og rakst í vegg, með þeim afleiðingum að hún beyglaðist og lakkið flosnaði upp.

Viðhengi myndir af skemmdinni svo þið sjáið hvað um ræðir.

Ég er með bílinn í kaskó, svo ég get beðið um að hurðin sé réttuð og sprautuð og tekið sjálfsábyrgðina, sem er um 80k.

Skemmdin er hins vegar lítil og ekki áberandi, svo mig langaði að athuga hvort þið vitið um hagkvæmari leið til að laga þetta?
Viðhengi
file.jpeg
file.jpeg (1.7 MiB) Skoðað 3990 sinnum
file1.jpeg
file1.jpeg (1.91 MiB) Skoðað 3990 sinnum
file2.jpeg
file2.jpeg (2.22 MiB) Skoðað 3990 sinnum
file3.jpeg
file3.jpeg (1.79 MiB) Skoðað 3990 sinnum
file4.jpeg
file4.jpeg (1.46 MiB) Skoðað 3990 sinnum



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1249
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf demaNtur » Þri 28. Nóv 2017 14:33

Ef þú vilt ekki fara í gegnum kaskó, sem ég skil, enda lítið tjón.

Svona uppá að það byrji ekki að ryðga út frá þessu, þá getur tekið sandpappír, pússað þetta til og blettað í ef þú kaupir lítið af lit í sama litakóða og bíllinn er.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf Lexxinn » Þri 28. Nóv 2017 16:12

demaNtur skrifaði:Ef þú vilt ekki fara í gegnum kaskó, sem ég skil, enda lítið tjón.

Svona uppá að það byrji ekki að ryðga út frá þessu, þá getur tekið sandpappír, pússað þetta til og blettað í ef þú kaupir lítið af lit í sama litakóða og bíllinn er.


Ef það á ekki að fara ryðga þarf að grunna fyrst og svo bletta með sama lit :fly



Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf Nemesis » Þri 28. Nóv 2017 16:16

Þekkið þið til þjónustuaðila sem myndi gera þetta? Vil síður gera þetta sjálfur þar sem ég hef ekki reynslu af þessu.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf Glazier » Þri 28. Nóv 2017 16:22

Prófaðu að stoppa við á næsta sprautu verkstæði, t.d. bílasprautun íslands í Garðabæ... og fá tilboð í almennilega viðgerð.
Ekki reyna að pússa, grunna og bletta sjálfur nema þú sættir þig við að hafa þessa beyglu þarna alltaf.


Tölvan mín er ekki lengur töff.


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf linenoise » Mið 29. Nóv 2017 11:15

Aldrei prófað þetta fyrirtæki, en þetta hljómar eins og aðilar sem gera nákvæmlega þetta.
http://www.smarettingar.is



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf FriðrikH » Þri 12. Des 2017 09:06

Get alls ekki mælt með smáréttingum. Hef þrisvar farið þangað og er núna alveg búinn að gefast upp, í öllum tilfellum hefur mjög fljótt ryðgað upp úr viðgerðunum. Síðast fór ég með bílinn minn út af 2 pínulitlum ryðblettum, sennilega um 2 mm2 í flatarmál. Það voru komnar bólur yfir þeim innan 3gja mánaða frá því að þetta var "lagað", ég fór með bílinn aftur og hann var voða sorrí, en þurfti náttúrulega að stækka þetta talsvert til að laga eftir sig mistökin, þegar það var aftur farið að skemmast upp úr því 2 mánðum síðar gafst ég upp og sætti mig við að peningurinn var glataður og ég sat uppi með mun stærri skemmd í lakkinu en ég var með upphaflega.
Fór með bílinn á réttingaverkstæði, borgaði um 50% meira fyrir viðgerðina sem leit mun betur út og hefur verið alveg til friðs síðan.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf jonsig » Þri 12. Des 2017 09:13

já ég er sammála FriðrikH , lét laga svona á BMW undir bensínlokinu. Held að viðgerðin hafi ekki enst árið, þó nokkur ár síðan.



Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf ChopTheDoggie » Þri 12. Des 2017 12:50

Ætti maður ekki bara tússa yfir þetta með tússpenna?


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hagkvæm viðgerð á lakkskemmdum?

Pósturaf Minuz1 » Þri 12. Des 2017 18:15

ChopTheDoggie skrifaði:Ætti maður ekki bara tússa yfir þetta með tússpenna?


Naglalakk


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það