Er að panta frá Amazon og langaði að nota tækifærið til að kaupa svona græju. Tegundir sem þetta gæti verið notað við eru t.d. Land Rover, VW, Nissan, Chevrolet, Skoda, Ford, Hyundai, Mazda, Opel, Toyota, Benz...
Hef einkum verið að skoða þessa þrjá:
Innova 3100j (https://www.amazon.com/dp/B01MR7FZS1)
Autel AL619 (https://www.amazon.com/dp/B0091DJWV0)
Autel AL539 (https://www.amazon.com/dp/B0091DJWKG)
Munurinn á Autel lesurunum er sá að AL619 skoðar ABS og SRS kóða en AL539 er með multimeter og einhver basic test fyrir rafkerfið. Langaði að kanna hvort það séu ekki einhverjir sérfræðingar hér sem gætu ráðlagt um hvað á að kaupa.
Autel er $10-15 dýrari en Innova. Fídusarnir virðast vera þeir sömu eða svipaðir á Innova og AL619, en á Innova tölvunni er eftirfarandi sérstaklega tekið fram: Battery & alternator tests check the performance of a vehicle's charging system. Oil Reset feature provides step-by-step reset procedures for most 1996 and newer OBD2 vehicles. Innova tölvan virðast því vera bestu kaupin.
Fyrir Innova er sagt "Quickly reveal the cause of Check Engine light warnings on any 1996 or newer OBD2 car, read/erase ABS&SRS light trouble codes on most OBD2 vehicles." Hins vegar sýnist mér að þegar það er verið að telja upp bílategundir þá sé hún aðallega stíluð inn á USA bíla. Ummæli eru mjög misvísandi. Stundum er sagt að þetta sé OK fyrir alla bíla sem eru framleiddir eftir '96. Einn segir að þetta virki ekki fyrir Nissan hjá sér en framleiðandinn segir að þetta virki fyrir Nissan o.s.frv.
Fyrir Autel tölvuna eru allar bílategundirnar sem þetta kemur til með að vera notað fyrir taldar upp þannig að hún virðist vera meira stíluð á International markað.
Er það rétt að þessar tölvur virka almennt fyrir alla bíla með OBD2 tengjum, þannig að ég get verið óhræddur með að kaupa Innova tölvuna?
Og að lokum: eru $15 Bluetooth / WiFi græjurnar á ebay að gera nákvæmlega það sama?
Að kaupa kóðalesara fyrir bíla
Re: Að kaupa kóðalesara fyrir bíla
veit ekkert um þessar græjur sem þú varst að linka á, en get sagt þér að þessar ódýru sub 15$ græjur eru ekki að gera sig, nema kanski sem auka dash board, hef prufað tvo, og þeir gáfu mjög svo misvísandi upplýsingar, annar vildi ekki gefa upp villuskilaboð (vendor specific codes, les bara standard kóða) hinn las snúningshraða, en ekkert annað
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 957
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa kóðalesara fyrir bíla
Enginn sérfræðingur en ég myndi halda að OBD2 væri staðlað.
Annars hef ég séð fullt af svona lesurum á ali fyrir slikk.
Annars hef ég séð fullt af svona lesurum á ali fyrir slikk.
Re: Að kaupa kóðalesara fyrir bíla
OBD2 er staðlað, en notaðir eru nokkrir mismunandi samskiptastaðlar (5 í heild ef ég man rétt) og fer eftir bílframleiðanda hvaða staðal hver og einn notar. Ég smíðaði mér sjálfur lesara fyrir nokkrum árum sem notar orginal Elm327 kubb, en margir af þessum skítódýru Kínalesurum byggja á klónaðri útgáfu af honum. Þeir lesa bara basic "standard" upplýsingar frá vélatölvu eins og t.d. gögn frá súrefnisskynjurum, hita á kælivatni, snúningshraða á vél, eldsneytisstýringu oþh og tilheyrandi villukóða. Það er hugbúnaðurinn sem ræður því að mestu hvaða gögn er hægt að nálgast og marf af hugbúnaðinum fyrir þetta er bara crap, því miður. Fyrir minn lesara keypti ég hugbúnað frá wgsoft.de sem heitir scanmaster-elm.
Málið flækist þegar þú ert kominn með data úr öðrum tölvum eins og SRS og airbag, því þá notar hver og einn framleiðandi sína kóða. Þú getur gleymt því að 15$ græja gefi þér slíkar upplýsingar af einhverju viti.
Autel hafa nokkuð gott orð á sér fyrir stuðning við marga framleiðendur (Ameríska/Evrópska/Asíska).
Mjög mikið af þessum lesurum sem seldir er í Ameríkuhreppi fókusa á ameríska bíla.
Skv. heimasíðu Innova þá nefna þeir bara GM, Ford, Chrysler, Toyota, and Honda, þannig að útfrá því mundi ég frekar velja Autel.
Annars er þetta alfarið spurning um hvað þú vilt gera.
AL619 les t.d bæði abs og srs kóða sem 539 gerir ekki.
Málið flækist þegar þú ert kominn með data úr öðrum tölvum eins og SRS og airbag, því þá notar hver og einn framleiðandi sína kóða. Þú getur gleymt því að 15$ græja gefi þér slíkar upplýsingar af einhverju viti.
Autel hafa nokkuð gott orð á sér fyrir stuðning við marga framleiðendur (Ameríska/Evrópska/Asíska).
Mjög mikið af þessum lesurum sem seldir er í Ameríkuhreppi fókusa á ameríska bíla.
Skv. heimasíðu Innova þá nefna þeir bara GM, Ford, Chrysler, Toyota, and Honda, þannig að útfrá því mundi ég frekar velja Autel.
Annars er þetta alfarið spurning um hvað þú vilt gera.
AL619 les t.d bæði abs og srs kóða sem 539 gerir ekki.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa kóðalesara fyrir bíla
Ég myndi persónulega skoða eitthvað dongle sem er með USB tengi yfir í fartölvu og GÓÐU software með.
Keypti BMW specific þegar ég átti E39 og þar fylgdi original BMW hugbúnaðurinn með sem virkaði með USB kaplinum.
Þetta verður svo rándýrt þegar tölvan er í lesaranum sjálfum, sem er óþarfa kostnaður þegar flestir eiga tölvur.
https://www.obdautodoctor.com/compare-editions?
Keypti BMW specific þegar ég átti E39 og þar fylgdi original BMW hugbúnaðurinn með sem virkaði með USB kaplinum.
Þetta verður svo rándýrt þegar tölvan er í lesaranum sjálfum, sem er óþarfa kostnaður þegar flestir eiga tölvur.
https://www.obdautodoctor.com/compare-editions?
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB