Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
ragnarm09
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Þri 10. Júl 2012 17:06
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti

Pósturaf ragnarm09 » Mán 25. Jan 2016 16:03

Sælir
Nú er komið að því að skipta um kerti í bílnum. Ég ætlaði að gera það sjálfur og fór að leita uppl. á netinu eins og menn gera gjarnan sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þá kemur í ljós að það er hönnunargalli hjá Ford í þessum vélum. Kertin eru tvískipt þannig að stálhlutinn sem kertatoppurinn grípur í og gengurnar losta auðveldlega í sundur og hálft kertið, neðri hlutinn, verður eftir í heddinu. Ford leysti þetta með því að búa til "special tool" til að ná neðri partinum úr. Ég hringdi í Brimborg í fyrra og þeir sögðu að það kostaði 65-90 þ að skipta um kertin.
Mín spurning er hefur einhver hér á vaktinni reynslu af því að skipta um eða láta skipta um kerti í þessum vélum. Þessar vélar eru í Ford F-150 og Expedition 2003-2008.

kv Ragnar



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6396
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti

Pósturaf worghal » Mán 25. Jan 2016 16:36



CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti

Pósturaf Minuz1 » Mán 25. Jan 2016 17:02

90 þúsund að skipta um kerti...lol!!!!!!
djöfulsins grín, þú ættir í raun bara að borga eðlilegt gjald, framleiðandinn ætti að borga restina af gjaldinu, víst gallinn er þeirra megin.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Höfundur
ragnarm09
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Þri 10. Júl 2012 17:06
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti

Pósturaf ragnarm09 » Mán 25. Jan 2016 17:29

Sælir
Málið er að ég treysti mér algerlega í þetta. Hins vegar eru gaurarnir í Brimborg með reynslu og minni líkur á að eitthvað fari úrskeiðis. T.d. hef ég séð video þar sem pinninn í miðju kertinu hefur brotnað og setið fastur i neðri hlutanum, þá virkar ekki apparatið nema bora pinnann úr.
Ford hefur aldrei viðurkennt þetta sem galla.
Maður þarf að meta það hvort er betra kaupa það sem þarf að utan, ca. 30þ, eða fara öruggu leiðina og láta taka sig í þurrt.

kv



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti

Pósturaf GullMoli » Mán 25. Jan 2016 17:46

Hefurðu athugað með vélaverkstæði eins og Kistufell eða einhver sérhæfð Ford verkstæði? Þau hljóta að vita af þessu vandamáli.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Höfundur
ragnarm09
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Þri 10. Júl 2012 17:06
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: (Leyst) Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti

Pósturaf ragnarm09 » Mið 10. Feb 2016 13:52

Sæl
Fór með bílinn í Brimborg. Það er búið að keyra hann 149þ og hefur ekki verið skipt um kerti áður, því ákvað ég að taka ekki neina sénsa. Þeir voru með hann í 1,5 dag, öll kertin pikkföst og brotnuði í heddunum, reikningurinn 101þ. En þvílíkur munur á bílnum.