Rafbílar eru framtíðin!?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf appel » Þri 24. Feb 2015 00:14

Rafbílar eru að nálgast verð á hefðbundnum bensínbílum, en þó er verðið líklega um 30% of hátt að mínu mati svo maður íhugi þá.

En ég held að þeir muni á endanum sigra. Hví?

1) rafmagn er allsstaðar, innstungur
2) verð á rafgeymum er sífellt að lækka og reynt er að þróa sífellt betri rafgeyma
3) rafbílar menga ekki sitt nánasta umhverfi líkt og bensínbílar, þannig að stjórnvöld og almenningur er hlynntari rafbílum og að auka veg hans
4) rafbílar eru einfaldari í framleiðslu heldur en bensínbílar
5) rafbílar eru MUN einfaldari í rekstri. Þeir þurfa ekki allt það viðhald sem bensínbílar þurfa. Það er ekkert pústkerfi, þannig að það getur ekki bilað. Það eru ekki allir þessir vökvar og olíur í vélinni, það er engin tímareim, o.s.rfv. Allir þessir hreyfanlegir hlutir eru nær farnir í rafbílum.
6) á íslandi er raforkan ódýr þannig að rafbílar eru áhugaverður kostur fyrir íslendinga


Ég held að á næstu 10 árum mun eiga sér stað mikil rafbílavæðing á Íslandi. Bensínbílar hverfa ekki, en ég gæti alveg trúað því að eftir 20 ár þá verði rafbílar um þriðjungur bílaflotans.


*-*

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Minuz1 » Þri 24. Feb 2015 00:40

vantar bara að það sé hægt að skipta um batterý á þeim auðveldlega þannig að þú gætir skipt um og keyrt af stað eftir stutt pitstop.
klárlega framtíðin samt.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Lexxinn » Þri 24. Feb 2015 00:46

Minuz1 skrifaði:vantar bara að það sé hægt að skipta um batterý á þeim auðveldlega þannig að þú gætir skipt um og keyrt af stað eftir stutt pitstop.
klárlega framtíðin samt.


Tesla er á virkilega góðri leið með það.

https://www.youtube.com/watch?v=H5V0vL3nnHY




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf bigggan » Þri 24. Feb 2015 01:50

Td. leaf er með ágætis verð, en Tesla er of dýr vegna þess bara fyrstu 6 miljónirnar bera ekki vsk og vörugjald.

Annars þurfum við að fá Tesla stöðvar hingað, og það gerum við með þvi að kaupa bilana þeirra. Td ættu stjórnamennirnir og aðrir flokkar að fara sem gott fordæmi og keyra um á Tesla á íslensku rafmagni, finnst mér allavega, i staðin fyrir að keyra á 10 milljóna BMW eða Benz.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Danni V8 » Þri 24. Feb 2015 01:58

Ég tel rafbílinn klárlega vera framtíðin.

Þeir eru ekki komnir á það stig í dag að geta verið sambærilegir eldsneytisbílum í nýtni, en það er aðeins þróun sem þarf að eiga sér stað sem mun láta rafmagnsbílana taka frammúr eldnseytisbílum.

Mér finnst þetta með að skipta um batterí pack líka virkilega góð hugmynd, en yrði verðið á svoleiðis sambærilegt því að tanka upp, eða minna eða meira? Og hvernig mun svoleiðis búnaður höndla aðstæður eins og við erum búin að lenda í núna seinustu vikurnar; mikill snjór og kuldi? Ef þetta er inni á upphituðum stað, hvernig munu batterí pakkarnir og skiptistöðvarnar þola að fá saltvatns slabb ógeð undan bílunum?

Þetta er auðvitað bara hluti af þróuninni og eitthvað sem framleiðendurnir þurfa að yfirstíga, ef þeir eru ekki búnir að hugsa út í þetta nú þegar það er að segja.

Það sem ég vil sjá í rafbílum eru ódýrir smábílar með meira range en t.d. Leaf. Ég hef prófað svona Leaf að vetri til sem kom full hlaðinn og miðað við hvað range-ið hrundi hratt niður þá myndi ég ekki treysta þannig bíl í ferðalag t.d. frá Keflavík til Reykjavíkur og til baka einu sinni án hleðslu í millitíðinni.

En ég held að rafbíllinn eigi eftir að taka frammúr eldsneytisbílum á næsta áratuginum.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Minuz1 » Þri 24. Feb 2015 02:12

Lexxinn skrifaði:
Minuz1 skrifaði:vantar bara að það sé hægt að skipta um batterý á þeim auðveldlega þannig að þú gætir skipt um og keyrt af stað eftir stutt pitstop.
klárlega framtíðin samt.


Tesla er á virkilega góðri leið með það.

https://www.youtube.com/watch?v=H5V0vL3nnHY


Bara samt fyrir tesla bíla og líklegast bara model S ?
Gasdælan þarf að passa fyrir alla bíla.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf depill » Þri 24. Feb 2015 09:32

Ég er miklu spenntari fyrir bílum með rafhlöðuendingu á við daginn í dag. En léttari og svo "grid tengdir" það er rafmagn sem kemur í gegnum götunar uppí bílana.

Suður Kórea eru byrjaðir að gera þetta með sem test með strætó. Reyndar ekki jafn lagt með gridið eins og ég hugsa það ( ég hugsa þráðlaust rafmagn í malbikinu alltaf í götunni ).

Svo finnum við einhverja fína aðferð til að identifya bílinn á gridinu og borgum fyrir hverja kWh + dreifingu eins og með heimilisrafmagninu.




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 24. Feb 2015 10:35

Danni V8 skrifaði:Ég tel rafbílinn klárlega vera framtíðin.

Þeir eru ekki komnir á það stig í dag að geta verið sambærilegir eldsneytisbílum í nýtni, en það er aðeins þróun sem þarf að eiga sér stað sem mun láta rafmagnsbílana taka frammúr eldnseytisbílum.

...


Ertu til í að útskýra aðeins betur hvað þú átt við með þessu?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Feb 2015 10:54

Rafbílar, rafbátar og rafflugvélar eru framtíðin það er ekki spurning.
Hinsvegar hugsa ég að það séu ennþá áratugir í að rafbílar verði allsráðandi og mun lengur í bátana.
Rafflugvélar munu svo koma í lok þessarar aldar eða á þeirri næstu ef heimurinn verður ekki farinn til fjandans. :dead
Hver þarf Nostradamus þegar þið hafið GuðjónR.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf ColdIce » Þri 24. Feb 2015 12:51

GuðjónR skrifaði:Rafbílar, rafbátar og rafflugvélar eru framtíðin það er ekki spurning.
Hinsvegar hugsa ég að það séu ennþá áratugir í að rafbílar verði allsráðandi og mun lengur í bátana.
Rafflugvélar munu svo koma í lok þessarar aldar eða á þeirri næstu ef heimurinn verður ekki farinn til fjandans. :dead
Hver þarf Nostradamus þegar þið hafið GuðjónR.

Mynd


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf appel » Þri 24. Feb 2015 13:03

Strætó hér hafnaði rafmagnsstrætisvögnum fyrir stuttu síðan. Útboðið var svo kært. Veit ekki hver var niðurstaðan í því.


*-*

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Danni V8 » Þri 24. Feb 2015 13:17

Kristján Gerhard skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Ég tel rafbílinn klárlega vera framtíðin.

Þeir eru ekki komnir á það stig í dag að geta verið sambærilegir eldsneytisbílum í nýtni, en það er aðeins þróun sem þarf að eiga sér stað sem mun láta rafmagnsbílana taka frammúr eldnseytisbílum.

...


Ertu til í að útskýra aðeins betur hvað þú átt við með þessu?


Eflaust vitlaust orðað en ég átti við að það er almennt of stutt range á rafmagnsbílum miðað við eldsneytisbíla.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Halli25 » Fim 26. Feb 2015 16:35

Danni V8 skrifaði:
Kristján Gerhard skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Ég tel rafbílinn klárlega vera framtíðin.

Þeir eru ekki komnir á það stig í dag að geta verið sambærilegir eldsneytisbílum í nýtni, en það er aðeins þróun sem þarf að eiga sér stað sem mun láta rafmagnsbílana taka frammúr eldnseytisbílum.

...


Ertu til í að útskýra aðeins betur hvað þú átt við með þessu?


Eflaust vitlaust orðað en ég átti við að það er almennt of stutt range á rafmagnsbílum miðað við eldsneytisbíla.

Leafinn á að koma bráðlega með 400KM drægni svo þeir ættu að duga eitthvað í frosti þó þeir nái því ekki... allt að koma :)
Langar sjálfum í stærri bíl samt með ca. 600-700km drægni svo maður komist eitthvað útá land á honum


Starfsmaður @ IOD


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf slapi » Fim 26. Feb 2015 17:32

Ég er nú almennt á móti þessu vegna að þó að þetta minnki til muna GWP (Global-warming potential) þá er mengunarhættan á nærumhverfinu mun meiri og skaðlegar. Ég held að stuttur líftími og fáir urðunarkostir verði vinkill sem fólk munsjá að rafmagnsbílar eru ekki ígildi grænna laufblaða sem rata gjarnan í auglýsingar þeirra.
Og síðan eru þetta oftast frekar karakterlausir bílar sem henta mér illa til aksturs og gefa mér enga ánægju.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf GullMoli » Fim 26. Feb 2015 17:59

Já, ljómandi gott allt saman.

Hinsvegar er bensínverðið eitthvað í kringum 50% skattur (eða allavega virkilega há upphæð). Þegar allir skipta út bensín/dísel bílunum út fyrir rafmagn, hvað ætlar ríkið að skattleggja í staðin?


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf Lexxinn » Fim 26. Feb 2015 18:21

GullMoli skrifaði:Já, ljómandi gott allt saman.

Hinsvegar er bensínverðið eitthvað í kringum 50% skattur (eða allavega virkilega há upphæð). Þegar allir skipta út bensín/dísel bílunum út fyrir rafmagn, hvað ætlar ríkið að skattleggja í staðin?


Það er búið að koma með þá tillögu að skattleggja rafmagnsbíla um 9kr á hvern ekinn km. Það gera 900kr á hverja 100km svo þar missir þú út hellings sparnað við rafmagnsbílakaupin.

Ríkið þarf alltaf að fá x inn í kassann[eða mun alltaf taka x inn...] og þeir gera það bara með einum eða öðrum hætti. Þessi vsk breyting er bara eitt dæmi um það að það vantaði inn í ríkiskassann á síðasta ári og auðvitað var það sett fram á eitthvern svaka flókinn máta...



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf appel » Fim 26. Feb 2015 19:08

Ísland er í þeirri stöðu að geta framleitt allt það rafmagn sem rafbílar myndu nota. Við það sparast auðvitað gjaldeyrir í innflutning á bensíni, sem eru nær 20 milljarðar á ári. Í heild notar ísland olíu (skip, flugvélar, vinnuvélar) fyrir nær 100 milljarða á hverju ári.

Þannig að bílaflotinn notar aðeins 1/5 af innfluttum olíuvörum.

Það eru um 230 þús fólksbifreiðar á Íslandi (ótrúlegur fjöldi miðað við mannfjölda) og ef við myndum ákveða að skipta öllum bifreiðum út fyrir rafbíla þar sem meðalverðið væri 5 milljónir þá myndi það kosta 1.150 milljarða í gjaldeyri. Dreift yfir 10 ár þá eru það 115 milljarðar á ári.

Í raun er helvíti dýrt að umbreyta bílaflotanum í rafbíla. Það er ekkert sjálfsagt verk. Lang ódýrast væri að styrkja almenningssamgöngur og minnka veg einkabílsins. Það er þjóðhagslega hagkvæmast. Svo væri bókað mál að banna allt sem rafknúin ökutæki.


*-*


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílar eru framtíðin!?

Pósturaf slapi » Fim 26. Feb 2015 19:49

Síðan er ekki rétt að segja að rafmagnsbílar séu einfaldari í viðhaldi því þetta er frekar hættuleg spenna og efni sem menn eru að höndla með í þessu og mega ekki nema að vera certified í þeim bílum sem gert er við og þar af leiðandi með öll tól og tæki (mjög dýr start kostnaður) sem því fylgir.

Ég get alveg séð fyrir mér að einhver hluti ökutækja verði rafknúin í framtíðinni en að ætla að fleyta þeim áfram með að stinga þeim í samband og keyra á rafhlöðum finnst mér alveg absúrd heimskt þegar það eru aðrar leiðir sem hægt er að þróa sig betur.