[Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

[Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 12:57

Mig langar að skella upp þræði um almennt viðhald á bílum.
Sýnist ekki veita af þar sem flestir okkar eigum bíla en kannski ekki allir sérfræðingar í meðferð þeirra (þar á meðal ég).

Roadwarrior kom með flotta grein þar sem hann fer yfir olíuskipti og fleira, ég hugsa að ég prenti hana út til eignar svo góð finnst mér hún vera. :)

það eru nokkrir punktar sem ég tók eftir sem ég velti fyrri mér.

roadwarrior skrifaði:VW gefur upp 15þús km á langtímaolíunni. Reyndar hefur umboðið breytt þessari reglu og er hún núna á 15þús km fresti eða á 12 mánuða fresti hvort kemur á undan.

Nú er ég alveg grænn, er til eitthvað sem heitir langtímaolía og skammtíma olía? Ef ég fer með bílinn (Subaru 2004) í KvikkFix og fæ á hann TurboCat 10W-40 er ég að fá langtímaolíu eða skammtíaolíu? Góða olíu eða vonda?

roadwarrior skrifaði:Frjókornasíu þarf venjulega ekki að skipta um í nema annað eða þriðja hvert skifti þannig að þegar þeir sjá í bókinni að skipt hafi verið um hana síðast líta þeir ekki einu sinni á hana.

Er að skoða smurbókina og sé að það hefur aldrei verið skipt um frjókornasíu en skipt var um loftsíu síðast árið 2009 (fyrir 70k km) er það eðlilegt?

roadwarrior skrifaði:15þús kr reikningur er ekki svo ólíklegur.
olíusía er ca 2500kr
Loftsía er ca 3500
olía er ca 5000-6000 (3-4ltr) ((Langtímaolía er dýr))
rúðuvökvi er ca 500kr
Vinna ca 3000kr (15-20min)

Sambærilegur reikningur hjá kvikkfix mínus loftsía.

2520.- Vinna við smurningu
2894.- TurboCat 10W-40 olía 4.3l (673.kr/l)
1369.- Olíusía
-----------------
6783.- Samtals

Ég lét skipta um olíu á gírkassanum síðast og þá bættist við:

1200.- Vinna við drif/kassa
4751.- Gírolía 75W-90 2.8l (1697.kr/l)
686.- Pönnutappapakkning FEF 20MM
----------------
6637.- Samtals

Nú er þetta mun lægri reikningur en sambærilegir reikningar hjá N1, Olís eða Skeljungi, er ég að fá verri vöru eða eru olíufélögin að okra?
Mér sýnist þetta vera olían:
http://www.eurol.com/en/37-products/799 ... 0w-40.html
Og hérna er öll vörulínan:
http://www.eurol.com/en/37-products.html
Eru þessar vörur eitthvað sem maður á að forðast eða eru þær í fínu lagi?




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf littli-Jake » Sun 22. Feb 2015 13:18

Öll þessi nöfn á olíum. TurboCat, longlife, Dimond. Þetta er bara markaðssetning og sölumenska. Fyrir venjulegan bíl sem er keirður á eðlilegan hátt þá er þetta allt "eins".

"Reglan" sem ég lærði þegar ég var að læra bifvélavirkjun var að bensínvélar eiga að notast við X-40W olíu og díselvélar X-30W olíu á mótor. Þessi tala segir til um "seigju" olíunar. Semsagt hversu þunn/þykk hún verður við ákveðinn hita. Það er hinsvegar ekki að fara að sprengja hjá þér vélina þó að þessu sé vígslað. Hugsanlega hefur þetta einhver áhrif á afköst en ekki neitt sem fólk mundi finna fyrir í venjulegum fólksbíl. Smuir vilja meina að gamlir bílar sem eru farnir að breenna olíunni brenni meira á annari olíunni en hinni en ég hef heirt álíka marka seigja eitt og þá sem seigja annað í þeim efnum.

Annað sem fólk sem fer með bílana sína á smurstöðvar frekar en umboðsverkstæði ætti að hafa í huga er olía á sjálfskiptingu. Ef við tökum bílinn hans Guðjóns sem dæmi þá er talað um að mig minnir að það þurfi að skipta á 45.000Km fresti. Þetta er ekki eitthvað sem smurstöðvar bera ábirð á og er sjaldnast gert þegar fólk fer með bílinn í smur. Auðvitað er á einhverjum smurstöðvum menn sem hugsa en oftar en ekki gera menn bara það sem beðið er um og leifa fólki að bera ábirð á því sjálft að hugsa um þessa hluti.

Og Guðjón. Smurstöðvar eru voðalega dulegar að trassa skipti á loftsíum. Hjálpar ekki til að það er frekar leiðinlegt að skipta um loftsíu í þessu módeli af Subaru (ef að þetta er 4th gen. Voru einmitt kynslóðaskipti þarna 2004) En engu að síður er þetta allt of langur tími. Léleg öndun á vél getur aukið eisðlu og minkað afköst.
Mundi líka láta skipt um frjókornasíuna. Hún er staðsett bakvið hanskahólfið í þessum bílum (Ef þetta er 4th gen) Smá niðurrif en ekkert stórkoslegt vesen.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf roadwarrior » Sun 22. Feb 2015 13:33

GuðjónR skrifaði:Mig langar að skella upp þræði um almennt viðhald á bílum.
Sýnist ekki veita af þar sem flestir okkar eigum bíla en kannski ekki allir sérfræðingar í meðferð þeirra (þar á meðal ég).

Roadwarrior kom með flotta grein þar sem hann fer yfir olíuskipti og fleira, ég hugsa að ég prenti hana út til eignar svo góð finnst mér hún vera. :)

það eru nokkrir punktar sem ég tók eftir sem ég velti fyrri mér.

roadwarrior skrifaði:VW gefur upp 15þús km á langtímaolíunni. Reyndar hefur umboðið breytt þessari reglu og er hún núna á 15þús km fresti eða á 12 mánuða fresti hvort kemur á undan.

Nú er ég alveg grænn, er til eitthvað sem heitir langtímaolía og skammtíma olía? Ef ég fer með bílinn (Subaru 2004) í KvikkFix og fæ á hann TurboCat 10W-40 er ég að fá langtímaolíu eða skammtíaolíu? Góða olíu eða vonda?

roadwarrior skrifaði:Frjókornasíu þarf venjulega ekki að skipta um í nema annað eða þriðja hvert skifti þannig að þegar þeir sjá í bókinni að skipt hafi verið um hana síðast líta þeir ekki einu sinni á hana.

Er að skoða smurbókina og sé að það hefur aldrei verið skipt um frjókornasíu en skipt var um loftsíu síðast árið 2009 (fyrir 70k km) er það eðlilegt?

roadwarrior skrifaði:15þús kr reikningur er ekki svo ólíklegur.
olíusía er ca 2500kr
Loftsía er ca 3500
olía er ca 5000-6000 (3-4ltr) ((Langtímaolía er dýr))
rúðuvökvi er ca 500kr
Vinna ca 3000kr (15-20min)

Sambærilegur reikningur hjá kvikkfix mínus loftsía.

2520.- Vinna við smurningu
2894.- TurboCat 10W-40 olía 4.3l (673.kr/l)
1369.- Olíusía
-----------------
6783.- Samtals

Ég lét skipta um olíu á gírkassanum síðast og þá bættist við:

1200.- Vinna við drif/kassa
4751.- Gírolía 75W-90 2.8l (1697.kr/l)
686.- Pönnutappapakkning FEF 20MM
----------------
6637.- Samtals

Nú er þetta mun lægri reikningur en sambærilegir reikningar hjá N1, Olís eða Skeljungi, er ég að fá verri vöru eða eru olíufélögin að okra?
Mér sýnist þetta vera olían:
http://www.eurol.com/en/37-products/799 ... 0w-40.html
Og hérna er öll vörulínan:
http://www.eurol.com/en/37-products.html
Eru þessar vörur eitthvað sem maður á að forðast eða eru þær í fínu lagi?


Takk takk. :sleezyjoe
Margt af þessu sem ég skrifaði eru mínar hugleiðingar og upplýsingar sem ég hef í augnablikinu, ég er ekki að seigja að allt sé rétt en þetta er það sem ég hef í kollinum í augnabliknu, endilega leiðrettið mig ef þið hafið aðrar uppýsingar :fly

Flestallir bílar frá Vw eru með svokallaðri langtímaolíu. Hún á að vera betri en það er oft smekksatriði hjá mönnum. Sumir trúa ekkert á þetta og skipta um á 5000-7500km fresti hvort eð er. Það er ágætis regla að fylgja því sem framleiðandi/umboð mælir með en þetta þýðir ekki, held ég, að bíleigendur sem eiga bíla sem framleiðandi mælir með 5000-7500km skiptum geti notað langtímaolíu án þess að hafa áhyggjur. Vw er td búinn að prufukeyra sínar vélar á langtímaolíu en hún hentar kannski ekki á Subaru. Svo gæti verið að Subaru sé með sitt eigið langtíma olíu program en BL (IH gamla) hafi ákveðið að fylgja því ekki eftir.

Olíur eru trúarbrögð :baby þannig að ég á von á að sjá líflegar umræður um olíur á bíla.

Loftsíuna ættir þú að láta skipta um næst. Reyndar skoða starfsmenn smurstöðvanna hana oft og meta jafn harðan hvort ástæða sé að skipta um, þetta hefur mikið skánað eftir að malbik og klæðning varð algengara en 70þús km og 6 ár er to much.
Held að ágætis þumalputta regla sé 2-3 ár og/eða 2-3 smurninga fresti en þetta fer, eins og ég sagði hér fyrr, eftir ástandi þess umhverfis og aðstæðum sem keyrt er í.

Er frjókorna sía í þínum bíl? Það er ekki víst ;)
En endilega spurðu fyrir um það. Ágætt að hringja bara í BL og spyrja

Þessi reikningur sem ég sett upp að ganni er bara ágiskun og eins og ég var búinn að nefna hér fyrr eru olíur og olíusíur mikil trúarbrögð hjá mörgum en mér líður betur þegar síur og olíur koma frá þekktum framleiðendum. Það er venjulega ekki svo mikill verðmunur á "noname" síum og olíum versus síur sem koma td frá FRAM eða olíur frá Mobil eða öðrum þekktum framleiðendum.
Svo heyrir maður líka um lítið þekkta framleiðendur sem framleiða td síur undir noname merki en svo þegar upp er staðið eru þeir aðalframleiðendur fyrir einhvern ákveðinn bílaframleiðenda. Þeir nota aftur á móti dauða tímann í verksmiðjunni til að framleiða nákvæmlega sömu síur og þeir framleiða í kassa fyrir þekkt bílamerki en setja þær í "hvíta kassa" og selja svo á miklu lægra verði. Svipað og þegar maður fer útí Bónus að versla sér Beicon, Bónus beiconið er frá Ali en er mun ódýrara en ALi merkt beicon, prufið bara að taka pakkningu af bónus beiconi og ali beiconi og bera saman. Miðinn kemur úr sama prentara. Það er bara skipt um límiða í prentaranum og settar glærar umbúðir í vacum pökkunarvélina
Síur og olíur er STÓR frumskógur ;)

Svo hefur maður líka heyrt að fólki sem keyrir inná verkstæðinn og kvarta undan því "Að það logi eitthvað skrítið ljós í mælaborðinu" og þegar verkstæðismennirinr fara að skoða málið þá er það olíuljósið og það sem er eftir á vélinni er koksuð svort tjara og fólk hafi jafnvel keypt bílana nýja og sé búinn að keyra þá í fjölda ára og tugþúsundir km án þess að spá nokkuð í það að skipta um olíu og síu [-(
Jafnvel að eftir svona Extreme tilfelli þá þurfi að henda vélinni og setja nýja í. :-"



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf roadwarrior » Sun 22. Feb 2015 14:01

littli-Jake skrifaði:Annað sem fólk sem fer með bílana sína á smurstöðvar frekar en umboðsverkstæði ætti að hafa í huga er olía á sjálfskiptingu. Ef við tökum bílinn hans Guðjóns sem dæmi þá er talað um að mig minnir að það þurfi að skipta á 45.000Km fresti. Þetta er ekki eitthvað sem smurstöðvar bera ábirð á og er sjaldnast gert þegar fólk fer með bílinn í smur. Auðvitað er á einhverjum smurstöðvum menn sem hugsa en oftar en ekki gera menn bara það sem beðið er um og leifa fólki að bera ábirð á því sjálft að hugsa um þessa hluti.


Hehe sniðugt að þú nefnir þetta :sleezyjoe
Vw gaf það út og held að þeir hafi ekki mikið breytt því að þeirra sjálfskiptingar séu "close and forget" skiptingar eða með öðrum orðum, hún er sett saman í verksmiðju, sett í bílinn, settur í hana spes sjálfskiptingar vökvi og svo eigi ekki að þurfa að hafa nokkrar áhyggjur af henni það sem eftir er líftíma bílsins (+150þús km) . Hljómar ótrúlega en þetta hef ég heyrt talað um.

Held td í bílnum mínum sé enginn kvarði til að fylgjast með olíuinni á skiptingunni. Aftur á móti hefur komið annað á daginn, td hafa skiptingar í Passat bílum sem eru framleiddir á sama tíma og minn verið að valda vandræðum og var mér td ráðlagt í umboðinu að skipta um vökva hjá mér til að komast í veg fyrir þennan vanda. Þá komst ég að því að líterinn kostar fleiri þúsund kr og það þarf að renna tvöföldu magni af honum í gegnum skiptinguna eða með öðrum orðum, tappa af henni, fylla hana aftur, setja í gang og renna í gegnum gírana, tappa aftur af og setja svo aftur á hana. Hljómar eins dýrt eins og það er :crying




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf bigggan » Sun 22. Feb 2015 14:28

Frjókornasiur sem eru þettar eykur gufu inni bílnum og ruður verða móðar og frýs um veturnar að innanverðu.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 14:37

Svo eitt varðandi olíuna sjálfa, ég hef alltaf notað 10W-40 og skipt um olíu á 12 mánaðar fresti eða 15k eftir því hvort kemur á undan.
Tók samt eftir því núna eftir 10 mánuði og 13k kílómetra að olían náði ekki upp á kvarðan, ákvað því að bæta á og það fór heill líter á vélina.
Núna er olían á miðjum kvarða, afgreiðslumaðurinn á beinsínstöðinni sagði mér að biðja næst um 10W-30 því hún væri þykkari og minni líkur á svona brennslu, er það málið?

Varðandi loftsíuna þá má ekki gleymast að síðan 2009 hafa skollið á tvö eldgos em tilheyrandi öskufalli og varla hjálpar það til við að halda síunni hreinni. Spurning hvort maður ætti að taka síuna úr og blása úr henni með loftpressu, allavegana þangað til ég fer með hann í olíuskipti næst.
Frjókornasía á bak við hanskahólfið, ætla að tékka á því hvort ég sjá einhver merki um hólf þar.

Varðandi sjálfskiptinguna þá átti ég Renault Kangoo þangað til í síðasta mánuði. Bíllin var 10 ára og ekinn 71k en síðustu mánuðina tók ég eftir því að hann átti erfitt með að fara í efsta þrepið á skiptingunni, ég þurfti að keyra frekar agressíft til að fá hann til að gíra sig upp í toppgírinn. Helst að fara í 60km/h og stíga allt í botn, pikka hann. Þá fór hann niður og snúningurinn upp í 5k og síðan datt hann í efsta gírinn.

Ég lét kaupandan vita af þessu og hann sagði þetta stafa af of litlum olíuþrýstingi á skiptingunni sem gæti aftur stafa af því að það vantaði olíu á skiptinguna eða olían orðin léleg. Ef olían hitnar of mikið, t.d. við álag sem myndast við drátt á kerru þá er hætta á því að hún missi eiginleika sína. Gallinn er bara sá að kvarðinn fyrir skiptinguna er á milli sætanna og ekkert sérlega aðgengilegur og þess vegna hafði aldrei verið tékkað á henni þegar bíllin fór í smur.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf roadwarrior » Sun 22. Feb 2015 14:47

Mundu bara að blása í rétta átt úr síunni og vera útivið þegar þú gerir það, trúlega býsna mikið af drullu komið í hana. Annars gætir þú komið við í AB varahlutum, Bílanausti eða einhverji annari varahlutaverslun á morgun og náð þér í nýja síu. Það er ekkert svo mikilvægt að gera þeta um leið um bíllin sé smurður. Bara að það sé gert reglulega. Og mér heyrist að ef þú nærð henni úr á annað borð til að blása úr henni þá gætir þú slegið tvær flugur einu höggi og skipt um hana í leiðinni ;)




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf vesley » Sun 22. Feb 2015 15:46

Loftsía kostar nú ekki nema nokkra þúsundkalla og myndi ég nú bara skjótast í næstu varahlutaverslun og kaupa svoleiðis og skipta sjálfur, maður þarf enga aðstöðu til þess að skipta um þessa síu og varla neina þekkingu á bílum.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 19:07

En úr einu í annað, rúðuþurrkur eru einn af öryggsiþáttum og í myndbandinu sem fylgir er talað um að framleiðendur mæli með því að skipta um þurrkur á 6 mánaðar fresti enég held nú að það sé rugl.
Er búinn að eiga bílinn síðan 2007 og bara einu sinni skipt um blöð, reyndar eru þau mjög léleg núna.

En skiptir máli hvaða blöð maður velur?
Var að skoða verðlista og mér sýnist þau vera ódýrust í AB varahlutum, í kringum 1500 kr. stk.
Veit að Bílabúð Benna er með RainX, hef ekki kynnt mér hvað þau kosta.
Hver er ykkar reynsla af rúðuþurrkum?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Dúlli » Sun 22. Feb 2015 19:09

1.500 fyrir rúðurþurkublöð ? sæll það er helvíti gott verð, ég keypti í Bílanaust og borga 10.000,- krónur fyrir 3 stk......



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 20:16

Dúlli skrifaði:1.500 fyrir rúðurþurkublöð ? sæll það er helvíti gott verð, ég keypti í Bílanaust og borga 10.000,- krónur fyrir 3 stk......

Voru þau úr gulli? Þú hlýtur að hafa fengið súper góð þurrkublöð fyrir þann pening.
Veit ekki hvernig gæðin eru á blöðunun í AB en verið er gott.
Verðlisti hjá Max1: http://www.max1.is/is/ruduthurrkur/thurrkublod
Verðlisti hjá KvikkFix: http://kvikkfix.web.is/products/8726-th ... 00mm-12-28




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Dúlli » Sun 22. Feb 2015 20:18

Hefði átt að skoða úrvalið betur, var bara í neið og bráðvantaði nýtt og þetta var staðurinn sem mér datt fyrst í hug.

Þarf að fara skipta núna aftur um þetta sirka árs gamalt....



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf gRIMwORLD » Sun 22. Feb 2015 20:45

Ef það eru einhverjir Skoda 1996-2004 eigendur hérna þá á ég til orginal Skoda bæklinga á PDF formi, fann þá eftir dágóða leit á netinu. Hafa komið að góðum notum í mínu viðhaldi á bílnum.

Veit ekki alveg hvort ég geti sett þetta út á "the public domain" en þeir sem hafa áhuga geta sent mér PM

Skoda Octavia Mk I workshop Manuals

Index
-----

    51025020.pdf - Heating, Air Conditioning
    51035020.pdf - Running Gear
    51045020.pdf - 1.8 l/92 kW Engine, Mechanical Components
    51055020.pdf - 1.6 l/74 kW Engine, Mechanical Components
    51065020.pdf - 1.6 l/55 kW Engine, Mechanical Components
    51075020.pdf - 1.8 l/92 kW Engine, Motronic Fuel Injection and Ignition System
    51085020.pdf - 1.6 l/74 kW Engine, Simos 2 Fuel Injection and Ignition System
    51095020.pdf - 1.6 l/55 kW Engine, 1 AVM Fuel Injection and Ignition Systém
    51105020.pdf - 1.9 l/66kW (TDI) Engine, Mechanical Components
    51115020.pdf - 1.9 l/66 kW (TDI) Engine, Fuel Injection and Glow Plug System
    51125020.pdf - 1.9 l/50 kW Engine, Mechanical Components
    51135020.pdf - 1.9 l/50 kW (SDI) Engine, Fuel Injection and Glow Plug System
    51145020.pdf - 5-Speed Manual Gearbox 02J
    51155020.pdf - 5-Speed Manual Gearbox 02K
    51165020.pdf - Automatic Gearbox
    51175020.pdf - Electrical System
    51185020.pdf - General Body Repairs
    51195020.pdf - Body Repairs
    51215020.pdf - 1.9 l/81kW (TDI) Engine, Mechanical Components
    51225020.pdf - 1.9 l/81kW (TDI) Engine, Fuel Injection and Glow Plug System
    51235020.pdf - 1.8 l/110 kW Engine, Mechanical Components
    51245020.pdf - 1.8 l/110 kW Engine, Motronic Fuel Injection and Ignition System
    51255020.pdf - 1.4 l/44 kW Engine, Mechanical Components
    51265020.pdf - 1.4 l/44 kW Engine, Simos 3PB Fuel Injection and Ignition System
    51275020.pdf - 2.0 l/85 kW Engine, Mechanical Components
    51285020.pdf - 2,0 l/85 kW Engine, Fuel Injection and Ignition System
    51295020.pdf - 5-Speed Manual Gearbox 002
    51305020.pdf - 5-Speed Manual Gearbox 02C 4 Wheel Drive
    51325020.pdf - 1.4 l/55 kW Engine, Mechanical Components
    51335020.pdf - 1.4 l/55 kW Engine, Motronic Fuel Injection and Ignition System
    51345020.pdf - 1.6 l/75 kW Engine - Mechanical Components
    51355020.pdf - 1.6 l/75 kW Engine, Fuel Injection and Ignition System
    51365020.pdf - 1.8 l/132 kW Engine, Mechanical Components
    51375020.pdf - 1.8 l/132 kW Engine, Fuel Injection and Ignition System
    51385020.pdf - 1.9 l/74 kW (TDI) Engine, Mechanical Components
    51395020.pdf - 1.9 l/74 kW (TDI) Engine, Fuel Injection and Glow Plug System
    51405020.pdf - 6-Speed Manual Gearbox 02M
    51425020.pdf - 1.9 l/96 kW (TDI) Engine, Mechanical Components
    51435020.pdf - 1.9 l/96 kW (TDI) Engine, Fuel Injection and Glow Plug System


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Yawnk » Sun 22. Feb 2015 21:18

Vill nú bara leiðrétta það sem hefur komið fram hér að þú átt ALDREI að blása úr loftsíunni undir neinum kringumstæðum, keyptu frekar nýja eða slepptu því. Með því að blása í hana með loftpressu ertu að víkka götin í henni og þá komast enn frekar óhreinindi og ryk korn og það beint inn á mótor.. og tala ekki um hvað myndi gerast ef það væri öskufall, ónýt vél eftir 1-2 vikur :D




halli7
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf halli7 » Sun 22. Feb 2015 21:23

GuðjónR skrifaði:Svo eitt varðandi olíuna sjálfa, ég hef alltaf notað 10W-40 og skipt um olíu á 12 mánaðar fresti eða 15k eftir því hvort kemur á undan.
Tók samt eftir því núna eftir 10 mánuði og 13k kílómetra að olían náði ekki upp á kvarðan, ákvað því að bæta á og það fór heill líter á vélina.
Núna er olían á miðjum kvarða, afgreiðslumaðurinn á beinsínstöðinni sagði mér að biðja næst um 10W-30 því hún væri þykkari og minni líkur á svona brennslu, er það málið?

Myndi nú smyrja hann á 7.500km fresti eins og mælt er með.


Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Danni V8 » Mán 23. Feb 2015 05:34

Var ekki búinn að taka eftir þessum þræði þegar ég póstaði í hinn, en innleggið ætti kannski betur heima hér:

Það sem skiptir langt mestu máli er olíusían. Drasl aftermarket síur þola ekki kílómetrafjöldan sem mælt er með af framleiðanda og munu á endanum valda skemmdum í vél sem annars hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Ég persónulega kaupi alltaf olíusíur í minn bíl frá umboðinu. Þær eru ekki það mikið dýrari en aftermarket en áhættan á lélegri síu er líka engin.

Í myndbandinu fyrir neðan má sá muninn á original olíu síu vs. afermarket eftir 15.000 km akstur. Samskonar bílar, samskonar vélar, jafn mikill akstur yfir svipað langan tíma. Báðir bílar eknir 30.000 að koma í sín önnur olíuskipti, annar hafði fengið aftermarket olíusíu í fyrra skiptið, hinn ekki.


Þrátt fyrir að enginn skaði var skeður á vélinni hefði notkun á svona síu til lengri tíma stytt endingu vélarinnar alveg gríðarlega.

Það er allt í lagi að nota aftermarket síur ef þær eru framleiddar af viðurkenndum framleiðanda. Þegar síur í mína bíla eru ekki til í umboðinu, sem hefur alveg komið fyrir, hef ég keypt MANN síur í staðin, en það er sama sía og OEM bara ekki með BMW stimplinum.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Feb 2015 19:26

Hrikalegur munur á þessum síum, en ef maður fer með bílinn á smurstöð er þá ekki líklegt að þeir séu með aftermarked?
Að mæta með sína original síu á smurstöð er það ekki svipað og mæta á barinn með eigið áfengi?



Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf JohnnyRingo » Mán 23. Feb 2015 20:17

Rafgeyma þarf að skipta út á uþb 4 ára fresti. Lélegur rafgeymir sem heldur engri hleðslu á auðvelt með að drepa alternator.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Feb 2015 21:59

JohnnyRingo skrifaði:Rafgeyma þarf að skipta út á uþb 4 ára fresti. Lélegur rafgeymir sem heldur engri hleðslu á auðvelt með að drepa alternator.

Bíllinn minn er 11 ára og ennþá með original rafgeymi, að mig minnir....en minnið er orðið slappt! :happy




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf littli-Jake » Mán 23. Feb 2015 22:33

GuðjónR skrifaði:Hrikalegur munur á þessum síum, en ef maður fer með bílinn á smurstöð er þá ekki líklegt að þeir séu með aftermarked?
Að mæta með sína original síu á smurstöð er það ekki svipað og mæta á barinn með eigið áfengi?



Alls ekki. Mundi hiklaust gera það ef ég færi með minn bíl í smur til einhvers annars.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


helgii
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Fös 02. Jan 2009 01:28
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf helgii » Mán 23. Feb 2015 23:23

Fyrir þá sem hafa áhuga á viðhaldi og viðgerðum á bílum eða jafnvel öðrum bíltengdum pælingum þá mæli ég með þessari youtube rás :)

Viðgerðir og slíkt - https://www.youtube.com/channel/UC_q-UN ... qKzAP_8x_A

Pælingar - https://www.youtube.com/channel/UCa7guR ... S0mJbSDmMg




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf littli-Jake » Mán 23. Feb 2015 23:40

GuðjónR

Var að leita að leiðbeiningum til að tengja AUX tengi á útvarpið hjá mér. Restin af myndbandinu ætti að hjálpa þér með frjókornasíuna
https://www.youtube.com/watch?feature=p ... xwFk#t=661


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf appel » Þri 24. Feb 2015 13:49

Jæja, bíllinn fór ekki í gang í morgun. Rafgeyminn í rugli. Pústið fór um daginn. Svissbotninn lélegur. MAR MAR er alveg að vera gráhærður á þessu :D


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Feb 2015 14:36

appel skrifaði:Jæja, bíllinn fór ekki í gang í morgun. Rafgeyminn í rugli. Pústið fór um daginn. Svissbotninn lélegur. MAR MAR er alveg að vera gráhærður á þessu :D

Kominn tími á að endurnýja kaggann, það verður bara downhill héðan í frá. :(



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Feb 2015 14:38

Hvers virði eru þjónustuskoðanir umboðana?
T.d. þá kostar 30.000 km þjónustuskoðun Heklu 50 þúsund, er þetta bara venjulegt umboðsokur eða eitthvað sem lífsnauðsylegt er fyrir bílinn og eitthvað sem smurfyrirtæki geta ekki gert?
p.s. bíllinn er dottinn úr tveggja ára ábyrgð hvort sem er...