Klemmi skrifaði:I-JohnMatrix-I skrifaði:Hvernig væri þá að taka fram hvernig hann er að ógna hans öryggi? Því það gerir hann ekki með því að blikka hann, hinsvegar er aðilinn fyrir framan að stofna sjálfum sér og öllum nálægt í hættu með því að negla niður.braudrist skrifaði:Keyri á hámarkshraða á vinstri ef mér sýnist. Ef einhver fyrir aftan mig byrjar að blikka háu ljósunum eða flautar, þá einfaldlega negli ég bara á bremsuna. Hámarkshraði er hámarkshraði og hann skal alltaf virða.Klemmi skrifaði:Það að flauta í umferðinni án þess að hafa góða ástæðu til (svo sem vegna þess að einhver er "einungis" á hámarkshraða á vinstri akrein) er hættulegt. Óheppni ég þekki einstakling sem lenti í alvarlegu slysi því honum brá þegar það var flautað á hann, þannig að hann keyrði í veg fyrir annan bíl.
Tók fram hvernig hann var að ógna öryggi, auk þess tók ég fram að mér finndist það heimskuleg viðbrögð að negla niður, en þú lest greinilega bara það sem þú vilt lesa í svörunum.
Hann segir blikkar EÐA flautar. Hvernig veistu hvort að bíllinn fyrir aftan sé að ógna hans öryggi. Eins og ég sagði þá gæti hraðamælirinn hans þersvegna verið vanstiltur og hann bregst við blikki með því að negla niður.
Það var aðalega þessi setning sem fór í taugarnar á mér.
Hins vegar þegar menn eru farnir að biðja einhvern annan um að fjölga sér ekki vegna þess að hann bregst heimskulega við þegar lögbrjótur fyrir aftan hann fer að ógna hans öryggi
Því hún gæti alveg eins litið svona út.
Hins vegar þegar menn eru farnir að biðja einhvern annan um að fjölga sér ekki vegna þess að hann stofnar öllum í hættu og gæti eyðilagt heilu fjölskyldurnar með því að negla niður fyrir framan bíla.