Mér datt í hug að það gæti verið að ég hefði óvart sett gamlar perur akkúrat þar sem bremuljósin eru en ég er viss um að það er í lagi með perurnar sjálfar.
Þess vegna skipti ég um öryggið sem er merkt TAIL 10A.
Öryggið virtist vera í lagi en ég skipti samt um það til öryggis.
En það kemur samt ekkert ljós þegar ég bremsa og ég held að bakkljósið sé líka dautt.
Er orðinn alveg hugmyndalaus hvað vandamálið gæti verið.
Var ég að skipta um rangt öryggi eða er rafmagnskerfið í bílnum bara bilað?
Læt fylgja með mynd af lokinu af öryggjaboxinu. (Skipti um nr. 14)