Danni V8 skrifaði:What? Það er fullt af leigubílstjórum sem velja BMW líka. Ertu með einhverja tölfræði sem bakkar það upp að leigubílstjórar velja almennt Benz en ekki eitthvað annað? Ég hef oft, OFT, tekið leigubíl en ég hef aldrei sest uppí Benz leigubíl hér á landi, nema þú teljir Benz rútu með sem leigubíl. (Hef ekki heldur sest í BMW leigubíl, oftast einhvern Skoda, VW eða Toyotu).
Bara þó að pabbi þinn keyri um á Benz leigubíl og þekkir innri hópinn sem keyrir líka um á Benz leigubílum, þýðir ekki að þeir eru first choice hjá þeim öllum. En það er rétt með kramið, það dugar nánast endalaust í Benz. Verst að body-ið ryðgar undan kraminu áður en því dettur í hug að bila.
Eflaust einhverjir leigubílstjórar sem velja BMW líka (alveg einn eða tveir..), en samt sem áður eru Benz-arnir vinsælari og það eru nokkar ástæður fyrir því.
Leigubílstjórar fá þá á góðu verði, þeir fá þá sérstaklega leigubílasmíðaða og þetta eru lúxuskerrur sem þú getur keyrt svo gott sem endalaust.
Ég er ekki með neina nákvæma tölfræði yfir leigubílana sérstaklega hér á landi, en samkvæmt Wikipedia þá eru Mercedes Benz E-Class vinsælustu leigubílarnir í Þýskalandi, heimalandi bæði Benz og BMW.
Þetta segir mér að það er meira en líklegt að það séu fleiri Benz leigubílar hér á landi heldur en BMW.
Málið er að ég hef heyrt af biturri reynslu nokkra leigubílstjóra sem hafa átt BMW, þar sem þeir virðast þola leiguaksturinn mjög illa og, eins og þekkt er orðið, Bila Meir'en Wenjulega.
Annars þá hef ég ekkert á móti BMW þar sem ég hef aldrei átt slíkann, og ef það væri ekki fyrir Benz þá væri ég líklegast á Audi eða BMW