Síða 1 af 1

[ÓE] Arduino/Rafeindabúnaður - mótorar og drif

Sent: Þri 06. Apr 2021 11:23
af codemasterbleep
Hæ hæ

Ef einhverjir hérna eiga rafeindabúnað fyrir arduino eða sambærilegan sem er að safna ryki og ergja konuna þá er ég tilbúinn að skoða það að losa ykkur við það.

Helst hef ég áhuga á mótorum og stýriplötum fyrir þá. Einna helst NEMA stepper eða sambærilegt.

Ef þið eigið drifbúnað fyrir mótorana eins og hjól og reimar eða tengikúplingar þá mega þær fylgja með.

Eins ef fjarlægðarskynjarar sem þið eigið eru að pirra ykkur þá gæti ég mögulega hjálpað.


Hér kemur svo það langsóttasta. Ef þið eigið stafrænan mælibúnað eins og kastklukkur þá hef ég áhuga á að fá tilboð frá ykkur.

Hendið í mig einkaskilaboðum.

bleep bleep