Síða 1 af 1

IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fim 04. Mar 2021 12:20
af Semboy
https://www.ikea.is/search?search=hli%C ... %C3%B0ning
Mynd

Ég keypti gegnum sima 2stykki 2x 240x61.5cm hliðarklæðning.
Ég talaði við manneskju í síma, sem lofaði mér 240x62cm hliðarklæðning og borgaði lika fyrir sendingarkostnað.


Opna 1 þeirra tilbúinn að fara setja hann upp og sé strax að þetta er 61.5cm á breidd. Hringi í Ikea og spyr hvort ég mætti fá lánaða bíl til að skila þessu? af því mér var lofað 62cm. Manneskjan í sima sagði, ekkert mál þú getur fengið lánaða bíl í 2tíma og bendi mér á fyrirtæki sem getur reddað mér rétta stærð af hliðarklæðningu. Ég mæti í Ikea til að fá lánaða bíl, og þau segja það við mig að bíllinn sé ekki stór fyrir þessar plötur og þá spurði ég, er möguleiki að þið getið komið og sótt þetta þá, mér á kostnaðarlausu? Þau sögðu já þar sem þetta er okkur að kenna. Ég hringi næsta dag í þá. Þá segir seinhver annar, allar mælingar eru á vefsiðuni og bara því miður við bjóðum ekki uppá svona þjónustur til að fara að sækja efni.

Og ég skil ekki afhverju það stendur 240x62 á vefsiðu front, maður þarf að fara niður í Mál-vöru til að sjá réttu stærð.

Re: IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fim 04. Mar 2021 12:35
af arons4
Hef lent í því að panta eitthvað sem var merkt á síðunni sem til á lager.

Það var svo hringt í mig á laugardegi og mér tjáð að varan væri ekki til og það þyrfti að endurgreiða mér, ég spyr hvort varan sé ekki á leiðinni og hvort ég geti ekki bara verið á biðpöntun en það er ekki hægt því verðin gætu breyst. Þá þurfti ég að lesa upp kortaupplýsingarnar í gegnum síma til að fá endurgreiðsluna.

Eftir það var mér boðið að fá sms tilkynningu þegar varan kæmi sem ég þáði. Nokkrum dögum síðar fékk ég sms og fór innan við hálftíma seinna inná síðuna til að panta vöruna. Fékk svo sama símtal laugardaginn eftir það.

Virðast ekki taka frá vörur sem eru pantaðar í gegnum netið fyrr en þær eru sendar, jafnvel nokkrum dögum síðar.

Re: IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fim 04. Mar 2021 12:57
af oliuntitled
Spurning með að senda þetta misræmi á stærðunum til neytendasamtakanna.
Þetta er í versta falli villandi auglýsing sem er bannað á fróni.

Re: IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fim 04. Mar 2021 13:08
af SolidFeather
Ef þú færð leigða kerru og bíl hjá þeim þá ættir þú að geta skilað þessu.

Ég keypti borðplötu sem er 246cm á lengd og þurfti að leigja kerru líka.

Re: IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fim 04. Mar 2021 16:56
af Semboy
oliuntitled skrifaði:Spurning með að senda þetta misræmi á stærðunum til neytendasamtakanna.
Þetta er í versta falli villandi auglýsing sem er bannað á fróni.

Eg hef aldrei notad vefsiduna til ad versla hingad til, keypti allar eldhus innrettingar fra theim gegnum sima og utprentad fra forritinu sem thau eiga

Edit: Og eg held u tharft ad vera medlimur til ad fa adstod fra theim

SolidFeather skrifaði:Ef þú færð leigða kerru og bíl hjá þeim þá ættir þú að geta skilað þessu.

Ég keypti borðplötu sem er 246cm á lengd og þurfti að leigja kerru líka.


Eg er ekki ad segja thad se ekki lausn ur thessu, bara faranlegt ad lata valsa mann i hring eins og madur se hamstur i buri.

Re: IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fim 04. Mar 2021 19:07
af oliuntitled
Semboy skrifaði:
oliuntitled skrifaði:Spurning með að senda þetta misræmi á stærðunum til neytendasamtakanna.
Þetta er í versta falli villandi auglýsing sem er bannað á fróni.

Eg hef aldrei notad vefsiduna til ad versla hingad til, keypti allar eldhus innrettingar fra theim gegnum sima og utprentad fra forritinu sem thau eiga

Edit: Og eg held u tharft ad vera medlimur til ad fa adstod fra theim


Það er rétt, eftir nánari skoðun þá er Neytendastofa betri kostur, getur sent þeim ábendingu í gegnum vefinn.
Það eru ekki félagasamtök :)

Re: IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fim 04. Mar 2021 23:35
af Emarki
Ég bý útá landi og þarf að nota mér vefsíður og sendingarþjónustur.

Ikea er að minni reynslu langversta fyrirtæki sem ég hef verslað við í netverslun. Þvílíka vesenið sem ég hef lent í hjá þeim í gegnum árin og hvað það tekur langan tíma að fá afgreitt og sent. Ætla ekki að eyða frekari orðum um það.

Kv. Einar

Re: IKEA - Óþægileg viðskipti

Sent: Fös 05. Mar 2021 14:29
af Semboy
Emarki skrifaði:Ég bý útá landi og þarf að nota mér vefsíður og sendingarþjónustur.

Ikea er að minni reynslu langversta fyrirtæki sem ég hef verslað við í netverslun. Þvílíka vesenið sem ég hef lent í hjá þeim í gegnum árin og hvað það tekur langan tíma að fá afgreitt og sent. Ætla ekki að eyða frekari orðum um það.

Kv. Einar


Leitt ad heyra. Eg meina hvad er annad i bodi ?