Síða 1 af 1

Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 17:44
af fhrafnsson
Tölvan ákvað að gefast upp á besta tíma svo nú vantar mig að versla gott DDR4 minni, langar helst í þetta: https://kisildalur.is/category/10/products/1548 en þar sem það eru jól eru möguleikarnir af skornum skammti. Veit einhver um opna verslun á morgun sem gæti reddað þessu?

Re: Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 17:51
af stinkenfarten
Virka daga 10:00 til 18:00, stendur neðst

Re: Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 18:16
af ChopTheDoggie
Ég mæli alltaf með Tölvutækni þar sem þau bjóða uppá lífstíðarábyrgð þegar það kemur að vinnsluminni.
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... gb-3600mhz

Re: Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 18:33
af fhrafnsson
Já og það er laugardagur á morgun svo mig langaði að vita hvort það væri einhver séns að nálgast þetta fyrr en á mánudag :)

Re: Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 18:50
af Sjerrí
ChopTheDoggie skrifaði:Ég mæli alltaf með Tölvutækni þar sem þau bjóða uppá lífstíðarábyrgð þegar það kemur að vinnsluminni.
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... gb-3600mhz


Hvað þýðir lífstíðarábyrgð?

Re: Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 19:01
af jonsig
Sjerrí skrifaði:Hvað þýðir lífstíðarábyrgð?



Örugglega einhver X tími eftir að framleiðslan á vörunúmerinu hættir

Re: Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 20:33
af Dóri S.
Sjerrí skrifaði:
ChopTheDoggie skrifaði:Ég mæli alltaf með Tölvutækni þar sem þau bjóða uppá lífstíðarábyrgð þegar það kemur að vinnsluminni.
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... gb-3600mhz


Hvað þýðir lífstíðarábyrgð?

Lífstíðarábyrgð í svona vörum er hálfgert grín... Þetta eru hlutir sem eru notaðir í 2-3 ár, af fólkinu sem myndi nýta sér ábyrgðina. Restin notar þetta kannski í 5-6 og kaupir svo bara nýja tölvu ef þetta bilar og þá er það bara tölvan í heild sinni sem er "biluð" eða "ónýt". :roll: Þetta er bara auglýsinga-jargon. :lol:

Re: Opið á morgun? Vantar DDR4

Sent: Fös 25. Des 2020 22:32
af Klemmi
Dóri S. skrifaði:
Sjerrí skrifaði:
ChopTheDoggie skrifaði:Ég mæli alltaf með Tölvutækni þar sem þau bjóða uppá lífstíðarábyrgð þegar það kemur að vinnsluminni.
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... gb-3600mhz


Hvað þýðir lífstíðarábyrgð?

Lífstíðarábyrgð í svona vörum er hálfgert grín... Þetta eru hlutir sem eru notaðir í 2-3 ár, af fólkinu sem myndi nýta sér ábyrgðina. Restin notar þetta kannski í 5-6 og kaupir svo bara nýja tölvu ef þetta bilar og þá er það bara tölvan í heild sinni sem er "biluð" eða "ónýt". :roll: Þetta er bara auglýsinga-jargon. :lol:


Tjah, þegar ég vann hjá Tölvutækni þá allavega pössuðum við upp á þetta. Ef eldri tölva kom til okkar og reyndist vera með bilað vinnsluminni, þá ef hún var frá okkur þá skiptum við því út í ábyrgð, ef hún kom frá öðrum þá könnuðum við hvort það gæti mögulega verið í ábyrgð annars staðar og létum viðskiptavin vita.

Ástæðan fyrir lífstíðarábyrgð á vinnsluminni er samt auðvitað að þetta er íhlutur þar sem að galli kemur oftast fram snemma, svo það reynir ekki oft á lífstíðarábyrgðina. En auðvitað aldrei verra að hafa hana :)