Síða 1 af 1

Nám með engri stærðfræði

Sent: Þri 22. Des 2020 23:28
af BumTickler
Kvöldið vaktarar, er að reyna að finna út hvað ég vill gera við líf mitt þ.e.a.s. hvaða nám ég vill fara í. Er að leita að námi með engri stærðfræði þar sem ég er stærðfræðilega mjög heimskur. Hvað ætti maður að skoða?

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Þri 22. Des 2020 23:37
af mjolkurdreytill
Tjahh.

Hvað langar þig að gera í lífinu?

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Þri 22. Des 2020 23:40
af stinkenfarten
Ég er örugglega enn stærðfræðilega heimskari en þú, samt er það í hverju námi. Mæli með bifvélavirki eða vélvirki

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Þri 22. Des 2020 23:51
af Viktor

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 09:15
af jonsig
Sry, en það væri eitthvað useless eins og lögfræði eða viðskiptafræði.

Stærðfræði er bara æfing, ég hataði hana fyrst þangað til maður fattaði hvað hún er lykillinn að öllu í raun.

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 11:24
af BumTickler
held það sé engin stærðfræði í lögreglufræði, eða er það bara bull í mér?

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 11:41
af Baldurmar
jonsig skrifaði:Sry, en það væri eitthvað useless eins og lögfræði eða viðskiptafræði.

Stærðfræði er bara æfing, ég hataði hana fyrst þangað til maður fattaði hvað hún er lykillinn að öllu í raun.


Þetta er algjörlega málið, mjög algengt að fólk "hitti" ekki á þá námstækni sem hentar í stærðfræði og dæmi svo sjálft sig út frá því.

Prófaðu að finna einkakennara sem er tilbúin(n) að hjálpa þér, þú getur örugglega lært stærðfræði og jafnvel þótt hún skemmtileg!

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 12:55
af Predator
jonsig skrifaði:Sry, en það væri eitthvað useless eins og lögfræði eða viðskiptafræði.

Stærðfræði er bara æfing, ég hataði hana fyrst þangað til maður fattaði hvað hún er lykillinn að öllu í raun.


Þetta komment er auðvitað litað af fordómum og vanþekkingu á því samfélagi sem við búum í. En ég er sammála því að stærðfræði opnar lang flestar dyr og er alveg 110% þess virði að eyða tíma í að læra, þó svo að ég hafi ekki gert það sjálfur..

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 13:19
af ColdIce
Flugvirkinn, einn áfangi. Fannst hann nokkuð léttur og kann ekkert í stærðfræði.

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 13:21
af Baldurmar
Ein spurning líka, hvað ertu gamall ?
Ertu að plana menntaskóla? háskóla ?

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 13:55
af beggi90
ColdIce skrifaði:Flugvirkinn, einn áfangi. Fannst hann nokkuð léttur og kann ekkert í stærðfræði.


Veit ekki hvort eitthver sem er ekkert spenntur fyrir stærðfræði sé hrifinn af eðlisfræðinni(M02) og rafmagnsfræðinni(M03) sem kemur á eftir, þó það séu líka grunn áfangar og ekkert svo þungir.

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 14:09
af BumTickler
Baldurmar skrifaði:Ein spurning líka, hvað ertu gamall ?
Ertu að plana menntaskóla? háskóla ?


tvítugur, er búinn að vera læra vélfræði og er hálfnaður með það, en stærðfræðin er alveg að stoppa mig, hún er svo mikil í vélfræðinni. Er búinn að vera pæla fara út á sjó og klára stúdentinn í fjarnámi þar sem mig vantar bara smá uppá og fara svo í lögreglufræði.

Re: Nám með engri stærðfræði

Sent: Mið 23. Des 2020 14:23
af ColdIce
beggi90 skrifaði:
ColdIce skrifaði:Flugvirkinn, einn áfangi. Fannst hann nokkuð léttur og kann ekkert í stærðfræði.


Veit ekki hvort eitthver sem er ekkert spenntur fyrir stærðfræði sé hrifinn af eðlisfræðinni(M02) og rafmagnsfræðinni(M03) sem kemur á eftir, þó það séu líka grunn áfangar og ekkert svo þungir.

M3 fannst mér skítlétt... en M2...drottinn minn almáttugur