Síða 1 af 1

Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 03:03
af Semboy
Er þetta nokkuð eðlilegt?

Ég fékk mann heim til min sem ég fann á bland.is.
Málið er ég er nýbyrjaður að gera við íbúðina sjálfur.
Ég er að ganga í það að skipta allt dæmið í eldhúsinu hjá mér.
Náði að skipta um flísar með því að youtuba og það gekk stórkostlegavel.
Siðan var komið að því að skipta um 3 hurða sem ég keypti á rándýru verði.
Hér langaði ég að vera soldið sniðugur og finna einhvern sem hefur reynslu á þessu, til að sjá hvernig fyrsta hurðin er sett upp. Ég hringdi í kallinn á bland og sagði ''ég á eftir að setja upp fleiri hurða, en mér þyki vænt um að þú kæmir og settir upp fyrstu hurð og leyfa mér að fylgjast með þér. Hefuru sett upp marga hurða, áður fyrr? Hann svarar 'já hef gert þetta margoft'. Hann er kominn, fyrstu 45min var mér að kenna
fyrirtækið sem ég keypti hurðina af seldu mér alltof stóran hurð fyrir þetta gat sem ég hafði. Ég reddaði þessu ég tók þessa sök á mig, hann er natla á tímakaupum, en ég skal bæta við þessu. Það tók honum smá tíma að átta sig á þessu.
Hann var byrjaður að líma saman hurðakarminn saman og ég held bara það tók honum 1 tíma! Að ljúka það, plöturnar voru sí að losna og tvísvar missti hann þær á golfið og ég er bara hissa það var engin ríspa eftir þessu.
Ég meina ég veit ekkert um þetta. Ég sagði við hann 'Þú veist að ég er með bílskúr kannski hefði verið sniðugt fyrir þig að setja þetta saman þar'.En skiptir ekki máli það tókst honum að líma þetta saman á endanum. Núna þurfti hann bara að koma honum í hurða gatið og já ég var búinn að gleyma hann var sí að spurja mig áttu hitt og þetta? Þótt bíllinn hans sé vel pakkaður af verkfærum. Hann er kominn með hurðakarminn í gatið og hann er sáttur með mælinguna (EN EKKI ÉG!) það var örlitið skakkt en ég hélt bara að þetta væri eithvað sem hægt að laga seinna. Hann ákveður að sprauta þetta lím í.
Án þess að nota svona millistykki
Mynd

Nú beið ég þangað til hann fór að sprauta límið.
Hann ætlaði að sprauta límið allstaðar. Hér stoppaði ég hann og sagði við hann. Hey ég held það væri sníðugra að sprauta uppi, miðja og niðri stað þess að taka heila línu
svo það sé auðveldara að rífa hurðina niður seinna.
Og hann svara ''Þú ræður''. 15-20min seinna eftir hann sprautaði límið ákveður hann að setja upp hurðina og ég aðstoðaði hann með það auðvitað. Við náum ekki að loka henni. Hann setur hallamæli og sér þetta er afskaplega skakkt. Hann ákveður að rífa hurðakarminn af og prófa aftur að setja hann á. Hurðinn lokast en hún er frekar stíf. hann kom kl 15:13 og nú orðin 18:30 og ætlar að koma ámorgun til að klára verkið, hann tók með sér þröskuld og hurðakarma lístann hann segist vera með rándýra sög til að saga þessu niður heima hjá sér. Ég spýr hann ertu lærður ? hann sagði já hann kláraði námið sitt fyrir 2árum. Allavega long story short ég hringdi tilbaka í hann og sagði ''Þú þarft ekki að koma ámorgun, þú mátt kom skila þröskuldnum og lístann. Ég skuldfæri á þig það sem þú átt inni hjá mér, sagði þetta með virðingu.

Spurningin mín er, eru þetta réttlættis viðbrögð?

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 09:54
af Dóri S.
Já. Vel gert. Þú réðir hann til verksins en varst ekki sammála aðferðinni sem hann valdi. Þú hefur fullan rétt á að velja að ráða annann eða gera þetta sjálfur. Kurteisi og hreinskilni eru góð verkfæri í svona samskiptum. Sérstaklega ef hann spyr um ástæðu, þá finnst mér sanngjarnt að þú segir honum að þú sért ekki sammála aðferðinni og viljir prófa einhvern annan. Og ekki setja inn neikvætt review án þess að ræða við hann fyrst ef þú ert að hugsa um það. Það er allavega svona sem ég myndi tækla þetta.

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 10:12
af Pandemic
Svona í fyrsta lagi þá eru hurðarkarmar ekki límdir saman að neinu ráði. Þeir eru yfirleitt læstir saman með lásum sem fylgja og svo er sett örlítið lím í kverkina.
Svo er karmurinn settur í og fleigaður fyrir aftan þvingurnar sem eru á myndinni. Næst setur þú hurðina á karminn og athugar hvort hún lokist eðlilega og sé ekki að opnast að sjálfu sér.
Næst notar maður froðulím og sprautar í kringum fleigana til þess að festa þá. Svo er smekksatriði hvort þú froðar allan hringinn en þú færð yfirleitt betri hljóðeinangrun á því að froða allann hringinn. Svo þarf bara að passa að límið fari ekki útum allt og maður froði of mikið. Ef þú ætlar að gera það þá er betra að froða í tveim skrefum svo þú þurfir ekki að skera allt límið ef þér mistekst.
Svo er gereftið pressað í raufar á karminum.

En það hjlómar eins og þessi gaur sé algjör fúskari og allt verkið ætti ekki að taka mikið meira en klukkustund.

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 11:25
af hagur
Maður hefði haldið að maður sem býður sig fram við að setja upp hurðir sé a.m.k með hurðaþvingur.

Maður fær það sem maður borgar fyrir.

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 11:49
af Mossi__
hagur skrifaði:Maður fær það sem maður borgar fyrir.


Þannig að ef að verktaki rukkar gangverð, og reynist svo vera fúskari, þá er það manni sjálfum að kenna?

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 11:53
af Tbot
Miðað við myndir þá er þetta yfirfelld hurð.

Þá er aðeins misjafn hvernig þær eru festar.

Miðað við allt er þetta ekki vanur maður => gæti verið fúskari.

En hérna er hlekkur á lista yfir iðnmeistara:
http://www.mannvirkjastofnun.is/bygging ... nmeistara/

Hérna er annar hlekkur á sveinalista í rafiðnum.
https://rafis.is/sveinalisti.

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 14:31
af hagur
Mossi__ skrifaði:
hagur skrifaði:Maður fær það sem maður borgar fyrir.


Þannig að ef að verktaki rukkar gangverð, og reynist svo vera fúskari, þá er það manni sjálfum að kenna?


Óþarfi að taka þessu bókstaflega og sem einhverri alhæfingu. Held að flestir skilji hvað ég var að meina.

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 15:10
af Mossi__
hagur skrifaði:
Mossi__ skrifaði:
hagur skrifaði:Maður fær það sem maður borgar fyrir.


Þannig að ef að verktaki rukkar gangverð, og reynist svo vera fúskari, þá er það manni sjálfum að kenna?


Óþarfi að taka þessu bókstaflega og sem einhverri alhæfingu. Held að flestir skilji hvað ég var að meina.


Nei, það er rétt, ég er að snúa út úr :)

Mér fannst þetta bara óþarfi að koma með svona komment.

Ekki sparka í liggjandi mann :)

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 19:33
af Dúlli
Ömurlegt að lenda í svona, mæli frekar með Iðnaðarmenn íslands hópnum eins og var bent á, og alltaf gott að hafa andlit og alvöru nafn í svona viðskiptum en ekki user name.

Mætti ég forvitnast hvað svona "Fagmaður" var að rukka fyrir hurð ?

Re: Úff!

Sent: Mið 09. Sep 2020 20:05
af lifeformes
Eg sem smiður og er þessa stundina að vinna við að setja upp hurðir þá ertu alveg í fullum rétti að segja honum að sigla sinn sjó.
Bókstaflega allt sem hann gerði er bara einfaldlega rángt, það tekur vanan mann að setja svona hurð saman og koma henni í hurðargatið, stilla hana af og þvínga hana fasta ca. 30 mín, frauðið tekkur 20 mín að vera snertiþurt en gott að gefa því hálftíma áður enn þú hengir hurðina á svo er bara að smella gereftinu á þetta tekur allt í allt ca. klukkutíma, svo er bara að setja hurðahún og skrá ca. 20 mín