Síða 1 af 1

[SELT] - Verkfærataska með ýmsum verkfærum

Sent: Sun 16. Ágú 2020 22:11
af Njall_L
SELT

Vegna breyttra áherslna hef ég til sölu verkfærasett í handhægri tösku.

Verkfærin eru notuð og það sér á sumum þeirra en ekkert er brotið eða skemmt. Öll Phoenix Contact verkfærin eru einangruð fyrir allt að 1000V nema annað sé tekið fram svo þau henta mjög vel í rafmagnsvinnu. Phoenix Contact verkfærin eru framleidd í Þýskalandi og seld af Johan Rönning hérlendis ef nýr eigandi hefur áhuga á að bæta einhverju við án þess að það sé frá öðrum framleiðanda.

Öll verkfærin eru innan við 7 ára gömul.

Settið inniheldur eftirfarandi:

Taska
- Harðskelja Kraftwerk 2998 taska með talnalás (einn af fjórum plastfótum vantar undir)

Tangir (Mynd A)
- Phoenix Contact Cutfox 12 | Bítari (bit orðið lélegt)
- Phoenix Contact Unifox-WP | Vatnspumpu/nipplatöng
- Phoenix Contact Unifox-C VDE | Töng með breiðum kjaft
- Phoenix Contact Unifox-P VDE | Spóakjaftur
- Phoenix Contact Crimpfox 10S | Endahulsutöng fyrir 0,14-10q
- Phoenix Contact Microfox P 1212491 | Lítill spóakjaftur (ekki 1000V einangrun, kjaftur marinn)

Sérhæfð rafvirkjaverkfæri (Mynd B)
- Phoenix Contact Wirefox-D 16 | Afeinangrari fyrir 4-16mm strengi (ekki 1000V einangrun)
- ELKO hnífur til að opna göt á rafmagnsdósum
- Röraklippur fyrir allt að 26mm plaströr

Skrúfjárn, öll frá Phoenix Contact (Mynd C)
- Flöt: 0,4x2,5mm ; 0,6x2,5mm ; 0,6x3,5mm (2stk) ; 1,0x6,5mm (einangrun aðeins stytt)
- Philips: PH0 ; PH2
- Pozidriv: PZ0 ; PZ1; PZ2
- Torx: T8 ; T10 ; T15; T20 ; T25 ; T30
- Plintajárn: 0,6x3,5mm

Annað til að skrúfa (Mynd D)
- Skiptilyklar (3stk): 16mm kjaftur, 21mm kjaftur, 28mm kjaftur
- Fastir lyklar (Kamasa Tools og Toptul í bland): 8mm ; 9mm ; 10mm ; 11mm ; 12mm ; 13mm ; 14mm
- Staco 8mm biti með segli í borvél
- 7stk PZ2 bitar með borvélafestingu
- Wiha 7979102 bitasett með borvélafestingu
- Toptul 41 hluta topplykla og bitasett, 1/4"

Önnur verkfæri og mælitæki (Mynd E)
- Járnsög með 150mm blaði
- Föndurhnífur, 5 aukablöð fylgja
- Pretul SJ-16P klaufhamar
- Léttur smáhamar, merki afmáð
- Kapro hallamál með segli, 23cm
- Testboi 113 spennuprófari, 12-1000V AC með hljóð- og ljósmerki

Nývirði á þessum pakka er tæplega 190.000kr út úr búð, reiknað með verðum bæði hérlendis og erlendis.

Óska eftir tilboðum í allan pakkann, hef ekki áhuga á að selja staka hluti. Skoða öll tilboð!

Get sent fleiri upplýsingar og myndir ef þess er óskað.

SELT


Mynd A.JPEG
Mynd A.JPEG (671.75 KiB) Skoðað 908 sinnum

Mynd B.JPEG
Mynd B.JPEG (491.71 KiB) Skoðað 908 sinnum

Mynd C.JPEG
Mynd C.JPEG (666.67 KiB) Skoðað 908 sinnum

Mynd D.JPEG
Mynd D.JPEG (726.36 KiB) Skoðað 908 sinnum

Mynd E.JPEG
Mynd E.JPEG (636.77 KiB) Skoðað 908 sinnum

1 - Topphólf.JPEG
1 - Topphólf.JPEG (609.6 KiB) Skoðað 908 sinnum

2 - Miðjuhólf.JPEG
2 - Miðjuhólf.JPEG (442.79 KiB) Skoðað 908 sinnum

3 - Botnhólf.JPEG
3 - Botnhólf.JPEG (708.31 KiB) Skoðað 908 sinnum

Re: [TS] - Verkfærataska með ýmsum verkfærum

Sent: Mán 17. Ágú 2020 22:12
af Njall_L
UPP!

Re: [SELT] - Verkfærataska með ýmsum verkfærum

Sent: Fim 20. Ágú 2020 19:59
af Njall_L
SELT