Síða 1 af 1

[SELT] - Lóðstöð og hot-air station

Sent: Þri 24. Mar 2020 21:58
af Njall_L
SELT

Leiðist þér í sóttkví, langar að prófa eitthvað nýtt eða bara uppfæra verkfærabekkinn?

Er með eftirfarandi hluti til sölu í einum pakka, báðir hlutir um þriggja ára og í mjög góðu standi.

ToolPAC PRO32 (TS100) lóðstöð. Án efa langbesta "budget" lóðstöð sem ég hef prófað. Mjög lítil um sig en hitnar hratt og heldur hita vel. Slekkur á sér þegar hún skynjar ekki hreyfingu eftir stillanlegan tíma. Hægt að flasha custom firmware með micro-USB tengi á járninu ef áhugi er fyrir hendi. OLED skjár á handfangi sem sýnir hitastig á enda í rauntíma. Hiti er stillanlegur á bilinu 100°C - 400°C. Kemur með Velleman STAND20 stand með brass-wool til að þrífa enda og spennubreyti. Læt einnig fylgja með tin og solder wick ef kaupandi vill.

WER 858D (Atten AT858D) hot-air stöð fyrir SMD íhluti. Lofthiti út úr byssunni er stillanlegur 100°C - 500°C og hámarks loftflæði 120 L/min. Viftan fyrir loftflæði er staðsett í byssunni sjálfri svo ekki er slanga úr stöðinni, aðeins auðveldara að vinna með hana vegna þessa. Með stöðinni fylgja 3 mismunandi hausar.

Verðhugmynd fyrir allan pakkan: 17.000kr

SELT

Mynd(1).JPEG
Mynd(1).JPEG (449.1 KiB) Skoðað 2289 sinnum