ZiRiuS skrifaði:Þeir eru búnir að gera miklu meira failmoves en það. Storeið þeirra sökkaði í byrjun og það var að gefa Epic upplýsingar um Steam möppuna þína án þinnar vitundar. Það er mjög contriversal kínverskt fyrirtæki sem á 40% af Epic. Síðan eru þeir að snáka inn fleiri gaming fyrirtæki í exclusives með lægri revenue töku, Epic tekur 12% á meðan Steam taka 30%, sem er svosem gott og blessað fyrir útgefendurna en hvað með consumerinn? Af hverju eru þessi 18% ekki að skila sér til okkar? Leikir á Epic kosta nákvæmlega jafn mikið og leikir á Steam.
Bara sorry en ég treysti þessu fyrirtæki ekki for shit og mun ekki gera það í náinni framtíð.
Ég fatta ekki helminginn af þessu innleggi.
- Já, clientinn heldur engu vatni við hliðina á Steam. Og exclusives... já, það er frekar leiðinlegt líka. Vonandi breytist það. Ég fagna samt samkeppninni. Steam sátu allt of lengi á rassgatinu og rökuðu inn 30% söluþóknunum, á meðan öll þeirra eigin framleiðsla dó, og bæði clientinn og verslunin inni í honum drabbaðist niður.
- Controversial kínverskt fyrirtæki, Tencent? Já, það má vel vera, ég veit það ekki. Er það eitthvað meira controversial en öll hin bandarísku stórfyrirtækin sem leyniþjónustur þeirra hafa beinan aðgang að? Er fólk virkilega að kaupa þennan áróður?
- Það er lítið hægt að kvarta yfir því að Epic auki hlut framleiðenda í stað þess að lækka verðið sem hlut þeirra nemur. Það væri jú frábært fyrir kaupendur, en að utanskildum Metro Exodus, það eru litlar líkur á að það gerist aftur. Það sáu flestir hvað gerðist þegar þeir borguðu $10 með hverjum seldum leik í fyrstu útsölunni hjá sér, áður en þeir breyttu því lítillega. Það má auðveldlega draga þá ályktun að þeir myndi ekki fá neina leikina í búðina hjá sér ef þeir myndu lækka verðið varanlega um einhverja $10. Einhverjir framleiðendur tóku leikina sína úr sölu á meðan útsölunni stóð til að mótmæla því. Perceived value, sjáðu til.
GreenManGaming, HumbleBundle, Fanatic, GamesPlanet og fleiri litlar retail verslanir bjóða oft lægra verð á nýjum leikjum. En allar þessar búðir samanlagt eru með afskaplega litla hlutdeild. Ég notast sjálfur oftast við þessar verslanir ásamt GOG.com frekar en að kaupa leikina beint af Steam, Epic, Origin, Uplay, Battle.net eða hvað þetta heitir allt saman.