Síða 1 af 1

[Seldur] - Vertex Nano 3D Prentari ásamt aukahlutum

Sent: Mán 25. Mar 2019 20:23
af Njall_L
Til sölu

Velleman Vertex Nano K8600 3D prentari ásamt aukahlutum. Prentarinn var keyptur í Íhlutum í ársbyrjun 2017 og hefur fengið takmarkaða notkun hjá mér. Prentarinn er mjög nettur um sig og hentar því vel í smærri rými eða fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Hef sjálfur alltaf verið með prentarann í einu hólfi í Ikea Kallax hillueiningu.

Upphaflega er þessi prentari kit sem þarf að setja saman. Það skal tekið fram að af og til gætu komið upp einhver vandamál, stífla, rangar stillingar eða slíkt sem kaupandi þarf að vera tilbúinn að finna út úr. Þessi prentari hefur þó verið með slík vandamál í mjög litlu mæli miðað við aðra prentara sem ég hef notað.

Með prentaranum fylgja 2x Noctua NF-A4X10 FLX viftur sem ég ætlaði alltaf að setja í staðinn fyrir vifturnar sem komu með en ég kom því aldrei í verk, vifturnar eru í upprunalegum pakkningum.

Myndir af prentaranum eru hér neðst ásamt dæmi um prent þar sem ég prentaði kapalklemmur til að skipuleggja netskápinn hjá mér.

Helstu spekkar a prentaranum.
- Allt að 0.05mm upplausn (hvert layer er þá 0.05mm á hæð)
- Getur prentað allt að 80x80x75mm stóra hluti
- Tekur PLA og ABS fillament
- Botnplata með BuildTak filmu sem hægt er að smella af til að fjarlægja prent
- Frír hugbúnaður frá Velleman
- Frekari upplýsingar hérna: https://vertex3dprinter.eu/producten/vertex-nano/

Pakkinn inniheldur:
- Vertex Nano 3D prentari sem búið er að setja saman
- Velleman PLA Fillament (upphaflega 750g en búið að nota smá) - SVART
- Velleman PLA Fillament (upphaflega 750g en búið að nota smá) - HVÍTT
- Velleman ABS Fillament bréf, nokkrir litir saman til að prófa eða nota í smærri prent
- Verkfæri og aukahlutir sem fylgdu með prentaranum
- 16GB Silicon Power Micro SD kort
- 2x Noctua NF-A4X10 FLX viftur

Heildarvirði á þessum pakka nýjum er tæplega 80.000kr, þar af er prentarinn 60.000kr.

VERÐHUGMYND: 40.000kr en skoða tilboð, vil bara selja allan pakkann saman.

VertexNano.png
VertexNano.png (553.93 KiB) Skoðað 1323 sinnum


IMG_2114 - Copy.jpeg
IMG_2114 - Copy.jpeg (367.4 KiB) Skoðað 1323 sinnum


38223024_10214273661533236_3858775326565859328_n.jpg
38223024_10214273661533236_3858775326565859328_n.jpg (53.42 KiB) Skoðað 1323 sinnum

Re: [TS] - Vertex Nano 3D Prentari ásamt aukahlutum

Sent: Mið 27. Mar 2019 20:27
af Njall_L
Upp, er opinn fyrir tilboðum.

Re: [TS] - Vertex Nano 3D Prentari ásamt aukahlutum

Sent: Mán 08. Apr 2019 21:13
af Njall_L
Upp, skoða öll dónatilboð. Æðislegur prentari ef einhverjum langar að komast inn í 3D prentun

Re: [TS] - Vertex Nano 3D Prentari ásamt aukahlutum

Sent: Mið 17. Apr 2019 17:51
af Njall_L
Upp

Re: [TS] - Vertex Nano 3D Prentari ásamt aukahlutum

Sent: Mið 15. Maí 2019 20:09
af Njall_L
Prentarinn er seldur