Síða 1 af 1
[ÓE] Gæða CRT, með DVI eða HDMI jafnvel
Sent: Mið 19. Sep 2018 14:52
af Hreggi89
Sælir Vaktarar.
Hef áhuga á að komast í gott CRT sjónvarp, er að velta því fyrir mér hvort þú eigir slíkt eða þekkir mögulega einhvern með lager. Veit að fólk er að henda þeim villt og galið því Góði Hirðirinn tekur ekki við þeim lengur sem mér þykir mikil synd, hef loksins pláss fyrir slíkt annars væri ég löngu búinn að finna tæki til að varðveita.
Bestu kveðjur!
Re: [ÓE] Gæða CRT, með DVI eða HDMI jafnvel
Sent: Mið 19. Sep 2018 16:10
af upg8
Háskerpu túbusjónvörp henta yfirleitt ekki eins vel í retro leiki ef þú hyggst nota það fyrir slíkt, hvað ætlar þú að horfa á í tækinu og við hvaða aðstæður?
Re: [ÓE] Gæða CRT, með DVI eða HDMI jafnvel
Sent: Mið 19. Sep 2018 18:07
af Hreggi89
Ekki? Er ekki bara dac í digital inputum í slíkum tækjum sem hefur engin áhrif á analog portin?
Hafði hugsað það í allskonar, áskotnaðist NES nýlega sem er aðal ástæðan fyrir því að ég er að spá í þessu en mig langar að skoða þann möguleika að spila nýja leiki líka með 0ms latency og djúpum litum.
Re: [ÓE] Gæða CRT, með DVI eða HDMI jafnvel
Sent: Mið 19. Sep 2018 19:50
af DJOli
Hreggi89 skrifaði:Ekki? Er ekki bara dac í digital inputum í slíkum tækjum sem hefur engin áhrif á analog portin?
Hafði hugsað það í allskonar, áskotnaðist NES nýlega sem er aðal ástæðan fyrir því að ég er að spá í þessu en mig langar að skoða þann möguleika að spila nýja leiki líka með 0ms latency og djúpum litum.
Túbutækin höfðu yfirleitt engan dac, ekki svo ég viti. Þau voru nefnilega algjörlega hliðræn (analog). Refresh-rate-ið á túbutækjunum miðaðist við riðin (hz) á rafmagninu hjá þér, þannig stillti túban sig af.
https://www.youtube.com/watch?v=l4UgZBs7ZGo
Re: [ÓE] Gæða CRT, með DVI eða HDMI jafnvel
Sent: Mið 19. Sep 2018 22:11
af Hreggi89
Já einmitt, en ég er þá að tala um túbutæki sem eru með digital tengi eins og DVI eða HDMI. Þau eru til en sjaldgæf hugsa ég, sjá myndband.
Finnst ólíkt að ég finni eitt slíkt en það er þess virði að athuga. Ég get auðvitað fengið mér hdmi í analog converter eða álíka utanáliggjandi dac, en ég er bara að athuga hvað er til á landinu
https://www.youtube.com/watch?v=1IjbH_sDZXg
Re: [ÓE] Gæða CRT, með DVI eða HDMI jafnvel
Sent: Fim 20. Sep 2018 12:56
af upg8
Það eru áratugir síðan það var hætt að fara eftir riðum á rafmagninu þó þessum muni á milli PAL og NTSC hafi verið viðhaldið svona lengi. Túbusjónvörp eru ekki bundin við 50-60Hz í vertical refresh en geta flest sem eru með SCART tengi keyrt allt þar á milli. Vandamálið við háskerpu sjónvörp er að þau gera ekki ráð fyrir gömlum tölvuleikjum því þeir notuðu flestir tækni sem var aldrei í rauninni hluti af nokkrum sjónvarpsstaðli en oftast er 240p myndmerki höndlað sem 480i og verður ljótt þegar sjónvörp reyna að gera upscale í 480p eða hærra, 60 og 50 rammar eru færðir niður í 30 eða 25 ramma á sekúndu og myndvinnslu-ferlið getur fært input lag upp úr nanósekúntum á eldri tækjum upp yfir 100ms á nýrri tækjum jafnvel þó þau séu líka túbusjónvörp
Re: [ÓE] Gæða CRT, með DVI eða HDMI jafnvel
Sent: Fös 21. Sep 2018 17:51
af Hreggi89
Þú segir nokkuð, þá útskýrir afhverju ég er að fá svona skakkar línur á pípurnar og aðra beina hluti í leikjum, Dantax mnd40 virðist vera að túlka þetta sem stærra merki. Sýnist þá að ég þurfi vel gamalt tæki til að tala almennilega við NES.
En ég er enn opinn fyrir öllu
infiniti q50s 0 60