Síða 1 af 1

Samsung Galaxy S7 Edge - Black Onyx - Glænýr

Sent: Þri 14. Feb 2017 02:34
af ArnarF
Ég er með til sölu ónotaðan og í kassanum Samsung Galaxy S7 Edge 32 GB
Síminn er keyptur erlendis (Evrópu).
Liturinn er Black Onyx

Mynd

Verðið er 70.000 kr.- (Svara ekki tilboðum undir því)

Áhugasamir hafið samband með einkaskilaboðum.

Re: Samsung Galaxy S7 Edge *NÝR*

Sent: Þri 14. Feb 2017 04:45
af Andriante
Var verið að selja S7E nýjan hérna á tilboði um daginn á 69.000. Annars er hann nuna á 89.000. Þá myndi ég frekar henda auka 9þ kalli til þess að fá ábyrgð hérlendis.

Re: Samsung Galaxy S7 Edge *NÝR*

Sent: Þri 14. Feb 2017 16:45
af ArnarF
Hvar fannstu hann á 89.000, skoðaði flestar stærstu vefsíðurnar og fann ekki það verð ?

Re: Samsung Galaxy S7 Edge *NÝR*

Sent: Fös 17. Feb 2017 02:14
af ArnarF
Bump, uppfært fast verð.

Re: Samsung Galaxy S7 Edge - Black Onyx - Glænýr

Sent: Fös 17. Feb 2017 09:37
af Kristján
Hvaðan eru þeir?
frá hverjum eru þeir keyptir?
hvernig er með ábyrgð á þeim

Re: Samsung Galaxy S7 Edge - Black Onyx - Glænýr

Sent: Lau 18. Feb 2017 00:15
af ArnarF
Einkaskilaboð send.

Re: Samsung Galaxy S7 Edge - Black Onyx - Glænýr

Sent: Lau 18. Feb 2017 00:41
af Kristján
Mátt alveg bara svara hér sko.

Kemur nótan þín með símanum eða?
Það hlítur að koma einhverskonar sönnun um kaup með honum til að geta sótt ábyrgð ef eitthvað kemur fyrir.

Ef þú ert að selja síma sem þú ert flytja inn sjálfur þá sterkur leikur að vera með allt á hreinu, ábyrgð, nótur oþh

Re: Samsung Galaxy S7 Edge - Black Onyx - Glænýr

Sent: Lau 18. Feb 2017 01:51
af ArnarF
Þetta eru nú bara tveir nýir símar sem ég og félagi minn keyptum úti.
Ástæða sölunnar er einfaldlega sú að við höfum ákveðið að fara frekar í S8 þar sem stutt er í að hann verði gefinn út.

Þeir sem vilja kaupa símana hér á landi fyrir 89-99 þúsund kr.- er meira en velkomið að gera það, við erum nú bara að hugsa þetta fyrir þá sem vilja spara sér einhverjar krónurnar fyrir nýja flotta síma.


Símarnir eru keyptir í Póllandi í einni stærstu raftækjaverslun Evrópu að nafni Mediamarkt.
Ekkert mál að leyfa nótu að fylgja.