Síða 1 af 1

Samsung Galaxy S6 Edge+ Skipti á iPhone

Sent: Sun 12. Jún 2016 19:50
af EOS
Er með gylltan Edge+ 32gb sem ég keypti 31. des 2015 og er því ca hálfs árs.
Ég keypti Samsung cover á hann og hef alltaf haft hann í því. Efast um að það finnist rispa á honum því það er búið að fara rosalega vel með hann og engin óhöpp. Það eru 18 mánuðir eftir af ábyrgð hjá Símanum og fylgir auðvitað kvittun með.

Fæst á 75.000

Ég vil skipti á iPhone 6s sem er svipaður í aldri, með kvittun og vel með farinn. Ef einhver hér hefur áhuga á þessum Edge+ og vinnur þar sem seldir eru iPhone SE, þá myndi ég skoða að skipta á nýjum svoleiðis(Geri ráð fyrir að viðkomandi fái góðan dil undir slíkum kringumstæðum).

Endilega sendið mér skilaboð :)

Mynd
Mynd

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+ SKIPTI

Sent: Sun 12. Jún 2016 19:56
af HalistaX
Ætla að peppa þennan þráð fyrir þig;

Geggjaðir símar! Minn, bókstaflega, lennti í gosbaði um daginn og er allt í sóma með hann. Þó þeir séu ekki vatns eða höggheldir, þola þeir allan andskotann.

Um að gera fyrir þá sem eiga iPhone handa manninum(bjánanum myndi ég segja, því þessir símar eru svo góðir og því bara bjánar sem vilja losa sig við þá) og vilja prufa það flottasta last gen frá samsung, þá er um að gera að skella sér á þetta.

Bara peninga eyðsla að kaupa sér S7 EDGE frekar, það er svo lítill munur á þeim og tel ég minn EDGE+ eiginlega bara betri og flottari en þetta nýja dót.

Gangi þér vel með skiptin gamli........gamli bjáni ef ég verð að segja eins og er, en hver spurði mig...

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+ SKIPTI

Sent: Sun 12. Jún 2016 20:00
af EOS
Haha takk fyrir peppið :p já hann er frábær! EINA ástæða sölu er sú að ég þarf minni síma og nota hann ekki fyrir neitt annað en facebook :p bara sóun á svona síma :) ástæðan fyrir iPhone áhuganum er því mig langar að prófa eitthvað annað en android.

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+ Skipti á iPhone

Sent: Mán 13. Jún 2016 14:09
af EOS
Myndi taka það til greina að skipta á iPhone 5s eða 6 ef hann er í topp standi að innan sem utan og þá auðvitað pening á milli.

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+ Skipti á iPhone

Sent: Þri 14. Jún 2016 15:10
af EOS
Hættur við skipti, fæst á 75.000

Þráðlaus hleðsla (dokka) fylgir :)

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+ Skipti á iPhone

Sent: Þri 14. Jún 2016 19:14
af EOS
Seldur.