Góðan daginn
Ég missti Lg-g2 símann minn niður stiga og skjárinn brotnaði.
Ég fór i elko til að fá að vita hvað það myndi kosta að skipta um hann, þeir eru með viðgerðaraðila sem heitir Otex, og þeir rukka hvorki meira né minna en 35000 kr fyrir skjáskiptin sem mér finnst algjör fásinna þar sem síminn kostar nýr 48995 kr
Hefur einhver skipt um skjá á Lg-g2 síma hjá sér, ef svo er hvaðan keyptuð þið skjáinn?
Veit að það er mikið úrval af söluaðilum á aliexpress og frá öðrum stöðum og hægt að fá skjáinn með verkfærum til að skipta alveg niður í 37 $.
Langaði bara að vita hvort einhver hafi keypt skjá og hafi fengið rétta vöru og sé mögulega með link.
Edit: þetta er LG-D802
Skjáskipti á LG-G2
Re: Skjáskipti á LG-G2
félagi minn gerði það. smá föndur en ekkert mál. pantaði skjá á aliexpress og kostaði með öllu einhvern 12þús kall.
Re: Skjáskipti á LG-G2
Gaman væri að vita undir hvaða tollflokk einn skjár á síma er flokkaður sem. Smá off/on-topic.
Re: Skjáskipti á LG-G2
varahlutir ótollað
hringdu í actus ef vilt fá orginal skjáinn áður en þú pantar bara eitthvað þeir selja hann ódýrast hér, margir af ebay og aliexpress skjánum eru úr plasti í staðin fyrir gler, stundum með glataða upplausn osfv svo að veldu vel skjá ef ætlar að gera þetta sjálfur, hef séð marga síma koma þar inn sem skemmdust strax aftur eða virkuðu ekki rétt..
hringdu í actus ef vilt fá orginal skjáinn áður en þú pantar bara eitthvað þeir selja hann ódýrast hér, margir af ebay og aliexpress skjánum eru úr plasti í staðin fyrir gler, stundum með glataða upplausn osfv svo að veldu vel skjá ef ætlar að gera þetta sjálfur, hef séð marga síma koma þar inn sem skemmdust strax aftur eða virkuðu ekki rétt..
Re: Skjáskipti á LG-G2
Já rétt er það engir tollar á langflestum varahlutum fyrir sima.Var mér sagt hjá Tollstjóra...
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 273
- Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
- Reputation: 24
- Staðsetning: Rannsóknarstofan
- Staða: Ótengdur
Re: Skjáskipti á LG-G2
Ég var búinn að gleyma þessum þræði, en já ég pantaði skjá frá aliexpress, kostaði 35 dollara með verkfærum til að skipta.
Tók 2 vikur að lenda á klakanum. Tók c.a. 30 mín að koma honum í símann og hann er eins og nýr.
Fór eftir þessu videoi: https://www.youtube.com/watch?v=hPFBA24dR1w
Sparaði mér ekki nema 31000 kr á þessu...
Tók 2 vikur að lenda á klakanum. Tók c.a. 30 mín að koma honum í símann og hann er eins og nýr.
Fór eftir þessu videoi: https://www.youtube.com/watch?v=hPFBA24dR1w
Sparaði mér ekki nema 31000 kr á þessu...