Síða 1 af 1

[ÓE] IKEA VÅRDA viðarvörn

Sent: Fös 25. Júl 2014 18:01
af Klemmi
Sælir drengir,

mamma stökk af stað inn í sumarið og ákvað að taka pallinn í gegn. Hún átti lögg af VÅRDA viðvarvörn sem hún byrjaði að bera á, en þegar um fermeter var eftir kláraðist brúsinn.

Hún hélt að þetta yrði ekkert mál og rúllaði út í IKEA, nema hvað að þar fékk hún þau svör að þessi viðarvörn væri hætt í framleiðslu. Hún fór þá einnig í Húsasmiðjuna og BYKO en þar var ekkert sem var nægilega sambærilegt að henni þótti.

Ég var því beðinn um að auglýsa eftir lögg af þessari góðu viðarvörn, það þarf ekki mikið, bara rétt til að þekja þennan fermetra sem eftir er.

Það er líklega bjartsýni að vonast til að einhver eigi þetta en það sakar þó ekki að láta reyna á það!

Ef einhver hér heldur að hann eigi mögulega til smá lögg inn í bílskúr að þá má sá hinn sami endilega láta mig vita, býð kippu af bjór í skiptum :fly

Re: [ÓE] IKEA VÅRDA viðarvörn

Sent: Fös 25. Júl 2014 23:39
af brain
Ath hjá Sérefni í Síðumúla, selja Sænskar málningvörur

Ef þú átt lögg geta þeir blandað litinn.

Re: [ÓE] IKEA VÅRDA viðarvörn

Sent: Fös 25. Júl 2014 23:40
af Klemmi
brain skrifaði:Ath hjá Sérefni í Síðumúla, selja Sænskar málningvörur

Ef þú átt lögg geta þeir blandað litinn.


Ég athuga það, takk kærlega fyrir ábendinguna!

Re: [ÓE] IKEA VÅRDA viðarvörn

Sent: Lau 26. Júl 2014 00:27
af Kristján Gerhard
Mynd

Tæplega hálfur brúsi sem Þú matt eiga ef Þú nennir að sækja hann. Áttu nokkuð gamlan PATA disk sem Þú notar ekki i skiptum? Diskurinn i routernum hjá mer er orðinn tæpur.

Re: [ÓE] IKEA VÅRDA viðarvörn

Sent: Lau 26. Júl 2014 01:34
af Klemmi
Snilld! Bjartsýni borgar sig greinilega :megasmile

Ertu að leita að 2.5" eða 3.5"? Athuga málið þegar ég kem heim :)

Re: [ÓE] IKEA VÅRDA viðarvörn

Sent: Lau 26. Júl 2014 02:21
af Kristján Gerhard
3,5"