Síða 1 af 1

Til sölu! Gamall yamaha analog synth og Akai APC40 ableton

Sent: Lau 15. Feb 2014 16:11
af biggi1
Er með tvær stórglæsilegar græjur til sölu

Annarsvegar

Gamall Analog synth af gerðinni Yamaha CS15D í ágætis ástandi.

gallar: Pitch takkinn er brotinn af, en þó hægt að snúa honum og "brilliance" sliderinn er leiðinlegur, en virkar þó. On-off ljósið virkar stundum, stundum ekki, en hrjáir græjuna ekki neitt.
Skipt var um Cut Off takkann, en fann ekki pot af réttri stærð, svo takkinn stendur ofar en hinir. Virkar þó fullkomlega. Smá brot í efra horninu í viðnum. Vantar 2 plast takka á sliderana.

Lítið mál væri að koma þessum í mint condition, og í því ástandi eru þessir gripir að fara á 450 - 500 dali á ebay.

þrátt fyrir alla gallana ef þetta lang skemmtilegasta hljófæri sem ég hef prufað. Virkilega þétt og gott sound, sem svíkur engann.

Skilst að þessi sé í sjaldgæfari kantinum

Selst ef gott heimili finnst fyrir hann, og rétt verð.

uppls. http://www.vintagesynth.com/yamaha/cs15d.php

og hinsvegar

Akai APC-40 Ableton live controller

Þessi græja er alger snilld fyrir þá sem notast við Ableton live.
Gerir þér kleift að stjórna tölvunni án þess að snerta hana beint.

allir takkar virka nema volume slider-inn á rás 2, en ég held að það sé lítið mál að laga það með contact sprey-i

kostar nýr 69.990 í hljófærahúsinu



Upplýsingar http://www.akaipro.com/product/apc40

kynningarvideo http://www.youtube.com/watch?v=nydOFGR3ZIA

Kær kveðja, Birgir Ólafur s. 8477705 Birgir@tjarnargatan.is

Re: Til sölu! Gamall yamaha analog synth og Akai APC40 ablet

Sent: Lau 15. Feb 2014 18:45
af rango
Hey ég er með hugmynd!
hvað með að leyfa bland linka á öllum spjallborðum NEMA TIl sölu?

Re: Til sölu! Gamall yamaha analog synth og Akai APC40 ablet

Sent: Lau 15. Feb 2014 20:48
af biggi1
hehe datt það í hug að einhver kæmi með þessa athugasemd, sá ekki pointið í að copy paste-a, en ég skal laga þetta :)

Re: Til sölu! Gamall yamaha analog synth og Akai APC40 ablet

Sent: Þri 08. Júl 2014 12:41
af dreamspy
APC40 ennþá til ? Hef áhuga, endilega bjallaðu í síma 8223685.