Síða 1 af 1

[TS] 2x Ónotuð Fossil úr

Sent: Lau 21. Sep 2013 17:39
af Klemmi
Sælir drengir,

datt í huga að auglýsa 2x úr sem ég fékk í stúdentsgjöf fyrir um 6 árum síðan.

Úrin hafa aldrei verið notuð (annað en rétt til að máta) og hafa því fengið að safna ryki hjá mér inn í skáp og var því hugmyndin að leyfa einhverjum öðrum að njóta þeirra.

Þetta eru Fossil úr af gerðunum FS-4150 og FS-4120. FS-4120 er til hægri á neðstu myndinni og er enn með "protective" glæra filum á bakhliðinni og ég get ekki séð neina rispu neins staðar á því. Ég hef þó einhverntíman tekið þessa filmu af FS-4150 úrinu og eru því örsmáar rispur á bakhliðinni, auk þess sem það er smá strik á leðrinu í ólinni, eins og sést neðarlega til vinstri á myndinni. Bæði úrin eru merkt "All stainless steel" og vatnsheld niður að 50 fetum.

Úrin eru bæði batterýslaus en eins og áður kemur fram alveg ónotuð. Ef kaupandi óskar sérstaklega eftir því að þá get ég látið setja nýja rafhlöðu í úrin, ákvað að bíða með það ef salan skyldi ganga hægt :)

Ég óska eftir tilboðum í þau, fara á sanngjörnu verði.

Re: [TS] 2x Ónotuð Fossil úr

Sent: Sun 22. Sep 2013 12:27
af MuGGz
Verðhugmynd?

Hef ekki hugmynd hvað svona úr kosta ný enn gæti haft áhuga

Sent from my GT-N7100 using Tapatalk 2

Re: [TS] 2x Ónotuð Fossil úr

Sent: Sun 22. Sep 2013 21:56
af Klemmi
Þetta eru ekki ódýr úr, kosta ný sýnist mér á bilinu 16-30þús samkvæmt:

https://www.jb.is/mos/viewVendorProduct/27?g=13
http://www.michelsen.is/vorur/ur/fossil

Ég geri mér þó fulla grein fyrir eðlilegri verðlækkun þó svo þau séu ónotuð, þ.e. ábyrgðin er runnin út, það þarf að skipta um rafhlöðu í þeim og að sálfsögðu staðreyndin að þau koma ekki í pakkningum og á öðru úrinu sést þessi blettur á ólinni og rispur á bakhlið úrsins.

Ég veit ekki, 8.000kr.- fyrir FS-4150 (með leðurólinni) og 13.000kr.- fyrir FS-4120?

Verðlöggur mega endilega skjóta á þessi verð, séu þau ósanngjörn.

Re: [TS] 2x Ónotuð Fossil úr

Sent: Mán 23. Sep 2013 12:39
af Klemmi
Áhugasamir mega vera óhræddir við að koma með tilboð :)